Ófeigur - 15.08.1950, Page 51

Ófeigur - 15.08.1950, Page 51
ÖFEIGUR 51 fram til byggingar eða viðhalds. Krafa um að taka völlinn strax af Bandaríkjamönnum, var fyrir utan allt annað, óframkvæmanleg af tveim ástæðum. Tekjuhall- inn af flugvellinum hefði verið óbær bjóðinni og þar að auki hefði íslendingum verið jafn ókleift að stýra Keflavíkur-flugvelli eins og að taka við Tirpitz af Þjóð- verjum og gera hann út eftir eðli og tilgangi þess bryn- dreka. Öll framkoma Hermanns Jónassonar í landvarna- málinu sannaði, að hann var fákunnandi, reikandi og óstöðugur í orðum og athöfnum í málinu, en lét þó að lokum viðhorf kommúnista ráða gerðum sínum, þar til hann kom í ríkisstjórn þar sem bolsivikar voru í andófi. Það má þessvegna telja, að Hermann Jónas- son hafi verið mun fjær réttri yfirsýn til landvarnar- málanna heldur en dr. Munch og prófessor Koht. Þeir byggðu á kenningum, sem voru að vísu hættulega rangar, en þegar þeir gerðu megin óhöpp ævi sinnar, voru þeir í góðri trú og vissu ekki annað en að þeir væru að vinna til heilla sína föðurlandi. Um Ólaf Thors má segja, að Keflavíkursáttmálinn er það mál, sem hann mun leggja fram á efsta degi til réttlætingar fyrir þá synd, að setja lið Stalins á íslandi til æðstu valda í stjórn landsins. Hann hefði að vísu getið sér meiri frægð í sögu landsins, ef hann hefði hafið sókn í herverndar og viðskiptamálunum 1946. Með því fylgi og blaðakosti, sem hann hafði yfir að ráða, gat hann unnið fullan sigur á kommúnistum og meðreiðarmönn- um þeirra. Þetta gerði hann ekki. En í stað þess sleit hann samvistum við bolsivika og lét af embætti for- sætisráðherra til að bjarga við því sem bjarga mátti, án stórdeilu í sambandi við skipti íslendinga gagnvart öðrum frjálsum þjóðum og þá einkum Engilsöxum. Ef Hermann Jónasson og fylgilið kommúnista hefði ráðið aðgerðunum 1946 og Bandaríkjunum verið synj- að um afnot flugvallarins til að halda uppi sambandi við her sinn í Þýzkalandi, þá hefði Island staðið ein- angrað og fyrirlitið utanvert við samfélag frjálsra manna. Ólafur Thors fómaði embætti og vegtyllu í bili til að styðja gott mál, en hann tók ekki þá forustu í málinu, sem hann var fær um að hafa, til að geta ráð- ið fram úr vandanum eins og með þurfti, vegna fram- tíðar lands og þjóðar. En þegar Ólafur Thors kemur frá París fyrir árslok 1948, af aðalfundi sameinuðu

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.