Ófeigur - 15.08.1950, Page 53

Ófeigur - 15.08.1950, Page 53
ÖFEIGUR 53 azt á við forkólfa bolsivika, bera alþýðuflokksmenn í álfunni vestanverðri megin þungan af þeim yfirsjón- um, sem leiddu Dani, Norðmenn og Breta nærri varan- legri eyðileggingu og þrældómi, ef ekki hefði komið til bjargar forysta Churchills og Roosvelts, þegar mest lá við. Hinir vígvösku leiðtogar eins og Bevin, Lange, Ras- mussen og Bjarni Benediktsson hafa ekki séð hættuna úr langri fjarlægð, heldur hefur þróun viðburðanna orðið þeim heppilegur lærimeistari. Norrænu og engil- saxnesku þjóðirnar eiga samt þessum mönnum mikið að þakka, því að þeir bera á herðum sér þungar byrð- ar fyrir hrjáða og hrakta menn. En þá hefur skort hinn grundvallandi frumleik Churchills og Stalins, höf- uðpresta austan og vestan járntjaldsins, sem sjá fyrir þróun heimsviðburðanna. XVI. Ferðalag Islendinga frá Baldwin til Churchills. Nú er eðlilegt, að íslendingar spyrji sjálfa sig: Hvar erum við nú í þróunarstiganum ? Þjóðin er á allra lægsta þrepi, en þó á leið upp á við. í fjögur ár hafa Islendingar, að því er snertir landvarnir og öryggi, svif- ið í lausu lofti, ónógir sjálfum sér og hættulegir frelsi annarra þingstjórnarþjóða. Síðan forráðamenn þjóðar- innar neituðu verndartilboði Trumans 1946, hefðu Rúss- ar getað hertekið Island hvenær sem vera skyldi, og þrælkað þjóðina eftir sínum þörfum, ef atomsprengj- an hefði ekki verið eins og Þórshamar í höndum Banda- ríkjastjórnar, svo að bergrisunum í austurvegi hefur ekki þótt sér henta að herja á hin snauðu og vamar- vana vesturlönd. Um fjögurra ára skeið hefur af ís- lenzkum stjórnmálamönnum verið rekin háskalega veik og skammsýn landvamarpóliitík. Allar hinar bandalags- þjóðirnar hafa skilið hættuna og hegðað sér eftir því. Þær voru komnar á Churchill-stigið, vakandi og fórn- fúsar þegar á reyndi, en alla þessa stund hafa Islend- ingar um framkvæmd landvarna sameinað athafnaleysi og atkvæðaveiðar eftir fyrirmynd Kohts, Baldwins og Chamberlains. Ég hefi á undangengnum missimm reynt að fylgj- ast með þróun þessara mála hér á landi. Foringj- ar borgaraflokkanna misreiknuðu mótstöðuna, sem þeir þurftu að yfirstíga, ef unnt átti að vera að bjarga.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.