Ófeigur - 15.08.1950, Page 54

Ófeigur - 15.08.1950, Page 54
54 ÓFEIGUR landi og þjóð úr hættu varnarleysis og viðskiptakreppu. Kommúnistar voru að vísu æstir og einhuga í bar- áttunni fyrir opnun landsins vegna Rússa. En háskóla- liðið#) eða sá hópur, sem Ólafur Thors kallaði „fína fólkið“, var hávært en þollaust til átaka og skynskipt- ingarnir eða hinir „nytsömu sakleysingjar“ líktust mest hvellandi bjöllu. Kommúnistarnir lögðu fram alla sína upphlaups og áróðursorku en þeir gátu ekki staðið borgaraflokkunum snúning ef þar var um röskleika og úrræði að ræða í aðgerðum, því að meðreiðarfólkið sem Kristján Guðlaugsson nefnir svo með heppilegu heiti, var fyrirfram ákveðið í að leggja á flótta, ef um einhverja sókn var að ræða frá fylgismönnum þing- stjórnarflokkanna. Mér reyndist allt öðru vísi leit mín til ráð- settra borgara um hreinlegar og framsýnar aðgerðir í landvarnarmálunum. Á þtmánuðum 1946 hélt ég í Gamla Bíó í Reykjavík fyrirlesturinn, Island og Borg- undarhólmur. Ég fékk húsfylli af stiltu, áhugasömu og alvarlegu fólki. Ég hefi sjaldan fengið áheyrendahóp, sem betra var að tala fyrir. Margir tilheyrendur réttu sig fram úr sætum sínum í átt að næstu stólaröð til að missa ekkert orð. Rökleiðsla mín um tímabundinn herverndarsáttmála, og viðskiftasamning til jafn langs tíma, virtist talað úr hvers manns huga. Síðar um vorið, svn sem fyrr ert getið, vann ég kosningu í Þingeyjar- sýslu með sömu dagskrá. Þegar fyrirlestri mínum úr Gamla Bíó var dreift um allt land var hann lesinn með sérstakri athygli og nú þegar verzlunarókjörin þrengja að hverju heimili verður mörgum að segja, að betur hefði farið ef tillögurnar, sem fram voru bornar í þeirri ræðu, hefðu verið studdar af pólitískum blöðum og ráða- *) Háskóli Islands hefur kennt mörgum embættismannaefn- um og búið þá menn undir störf í þágu þjóðfélagsins, en að öðru leyti hefur sú stofnun ekki haft sérlega þýðingu fyrir þjóðlífið. Þar hefur þvert á móti borið mest á undanhaldi og manndómsskorti, þegar þjóðinni lá mest á. Þaðan kom flest af þeim rúmlega 300 mönnum, í tveim fylkingum, sem reyndu að tefja og eyðileggja skilnaðarmálið mitt í átökunum. En ráð þessara manna voru að engu höfð. Frammistöðu háskólans í landvarnarmálunum er áður lýst. Stofnunin hefur sjálf dæmt sig til áhrifaleysis að frátaldri kennslu embættismannaefna. lCenningin um „salt og krydd“ þarf að endurmetast úr höndum Gylfa Gíslasonar.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.