Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 55

Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 55
ÓFEIGUR 55 mönnum flokkanna. Eftir að Atlantshafssáttmálinn var kominn á dagskrá 1948 kom „meðreiðarmaður kommún- ista“ úr háskólanum, Sigurbjörn Einarsson, fram á sjónarsviðið og mælti eindregið með algeru varnar- leysi þjóðarinnar. Hann taldi jafnvel unandi við þá hugsun, að hálf þjóðin yrði þurrkuð út í átökum stór- velda á fslandi án þess að landsmenn ættu að hætta á nokkra sjálfbjargarstarfsemi. Ég svaraði þeim mönn- um, sem vildu halda landinu opnu og óvörðu með fyrir- lestri í Austurbæjarbíó. Kom þar húsfyllir í stærsta samkomusal bæjarins þó að auglýsingar væru litlar. Var sá tilheyrenda hópur í einu virðulegur og sýnilega mjög áhugasamur um efni ræðunnar. Leið svo fram á yfirstandandi sumar, að ekki var aðhafzt um öryggis- mál hér á landi en vopnabrak um allan heim. Hvar- vetna í löndum Atlantshafsþjóðanna var rætt af mesta áhuga og áhyggju um aðsteðjandi sókn Rússa á hendur hinum frjálsu þjóðum. Ráðherrar, sendiherrar, þing hinna frjálsu landa, blöðin, herstjórnarráðin og allur almenningu sýndi í orði og verki brennandi áhuga fyrir vörnum landahna. En á fslandi heyrðist ekki hósti eða stuna. Þar var búið að línu Eysteins Jónssonar: Engar varnir. Engar fórnir frá hálfu þjóðarinnar. Engin hjálp frá bandalagsþjóðunum fyrr en í stríði. Ég réðist í að halda fyrirlestur um horfurnar á nokkrum stöðum til að sannprófa, hvort fólkið væri eins og forkólfarnir, steinsofandi og áhugalaust. Ég bar niður í kjördæmum sem hafa sent á þing Alþýðuflokksmenn, Framsóknar- menn og Sjálfstæðisfulltrúa. Ennþá fylltist stærsti salur Reykjavíkur, Austurbæjarbíó í fremur slæmu veðri kl. 9 að kvöldlagi. Sóknin var hlutfallslega enn meiri á hinum stöðunum. Alls staðar ró og virðuleiki yfir fund- armönnum svo að heyra mátti saumnál detta. Stundum var ræðumanni fagnað með áköfu lófataki í byrjun fundar en það er mjög sjaldgæft hér á landi nema í flokksfélögum þegar tilheyrendur vilja sýna sérstaka vinsemd. Hér var ekki því til að dreifa. Á öllum þess- um fundum mínum, að frá taldri Þingeyjarsýslu 1946, var ekki um nein kynningarbönd að ræða milli mín og tilheyrenda. Flestir þeirra voru gamlir andstæðing- ar og þeir sem áður höfðu verið samflokksmenn voru í skiptum við mig bundnir af því að vita, að þeir höfðu haft erfiði og sorgir að því að yfirgefa línuna frá 1923,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.