Ófeigur - 15.08.1950, Síða 56

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 56
56 ÖFEIGUR og gerast um stund meðreiðarmenn kommúnista. Hin óvenjulega aðsókn að fyrirlestru mínum um landvarna- mál frá 1946—50 var undrunarefni leiðtoga og veður- spámanna stjómmálaflokkanna. Þeir vissu, að þegar þeir boðuðu fundi um stjórnmál, var oft talið nauðsyn- legt, til að tryggja aðsókn, að hafa búktalandi tog- leðursdreng eða önnur álíka skemmtiatriði. Þar voru úrvals ræðumenn stórra flokka, með víðlesin blöð að baki sér. Hinum athugulu liðsoddum flokkanna var ljóst, að um alla venjulega hluti var afstaða mín miklu. lakari en þeirra. Ég gat aðeins haft eitt fram yfir þá, sem tryggði mér úrval áhugasamra hlustenda og sam- starfsmanna á hverjum stað. Það var umræðuefnið, sem þeim þótti meira skifta heldur en viðfangsefni flokks- i fundanna. Þetta var staðreynd. Fólkið skildi að til lítils var að stofna lýðveldi án valds og varna. Fólkið óttaðist siðleysi ofbeldismanna í stjórnmálum heimsins. Það fann að í meðferð landvarnarmála ræddi ég allar hliðar þessa viðfangsefnis opinberlega og umbúðalaust. Þörf ræðu- manna borgaraflokkanna til að auka tilheyrendafylgið með búktali eða kvikmyndatökum af áheyrendum kom eingöngu af því að fólkið skildi, að því voru réttir stein- ar fyrir brauð. Erindi mín um landvarnarmálið hafa náð tilgangi sínum. Mér tókst að sanna að sá hluti borgaranna, sem þungi þjóðfélagsins hvílir á, vildi að þjóðin hefði nægi- lega öflugar varnir til að verja landsfólkið fyrir hörm- ungum fjandsamlegrar innrásar. Efni þessara erinda var vel þegið af þvi að ekkert var undandregið. Að öðru leyti höfðu erindin sérstaka þýðingu til að sanna þingmönnum og stjórnendum landsins að þeir gátu valið á milli fylgis kommunista og þess hluta af „fína fólkinu“ sem vildi veita þeim brautargengi og megin- hlutans af þroskuðustu mönnum í öllum borgaraflokk- unum. Sigur kommunista og Eysteins Jónssonar 1946, þegar landið var skilið eftir markaðslaust og varnarlaust á mesta hættustað var unninn af því að leiðtogar borg- araflokkanua héldu, eins og Baldwin hinn enski 1935, að ekki væri hægt að sigra í kosningum nema prédika vamarleysi. Ég fullyrði eftir viðhorfi þroskaðasta fólks- ins í landinu til erinda minna og kosningar í Þing- eyjarsýslu, að auðvelt var að koma í framkvæmd til- lögunum í Iandvamar- og viðskiptamálum 1946, ef leið-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.