Ófeigur - 15.08.1950, Page 62

Ófeigur - 15.08.1950, Page 62
62 ÓFEIGUR hinar mörgu einhliða fyrirgreiðslur síðustu ára. En slíkt hefur aldrei komið fyrir. Bolsivikar beita þess- háttar þvingun svo að segja daglega í öllum skiptum við veikari þjóðir. Bandaríkin hafa á ótal marga vegu hjáipað Islandi á síðustu tímum án þess að biðja um hlunnindi sem endurgjald. Allar þjóðir vita, að Atlants- hafsþjóðunum er hin mesta raun að varnarleysi Islands og óttast aðsteðjandi hættu af því. En öll bandalags- ríkin virða svo mjög sjálfstæði þjóðanna, að þær láta Island heldur vera hið opna hlið í hringinn en að beita ofbeldi við minnstu þjóðina í samtökunum. En hitt er annað mál, að fátt er betur fallið til að skapa tiltrú á framtíðargildi Atlantshafssamtakanna, heldur en sú vissa, að forystuþjóðin í bandalaginu hefur sett þann svip á allt samstarfið, að jafnvel veikustu þjóðirnar, sem eru, eins og íslendingar, vanar að líða fyrir yfir- gang þeirra, sem meira mega sín, geta fullkomiega not- ið sín í félagsskap við margar þjóðir sem meta frelsið svo mikils, að þær fella niður gamlar landvinninga- kenningar til að geta í bróðulegri einingu varðveitt hin eftirsóknarverðustu gæði mannlífsins. XVIII. Landvarnaviðhorf íslenzkra karhnanna. Það er óskrifað lögmál, bæði í mannheimum og í nokkrum hluta dýraríkisins, að karlinn á að verja konuna gegn allri viðgeranlegri hættu. Einhver þung- vægasta röksemd fyrir mannfórnum og fjárframlögum til landvarna, er löngun allra heiðarlegra karlmanna til að verja heimilin, konurnar og bömin fyrir bölvun inn- rásarhemaðar. Þessi kennd hefur, að því er snertir hernað, gert lítið vart við sig hjá Islendingum, því að Engilsaxar hafa óumbeðið varið landið og þjóðina öld- um saman. Sú staðreynd, að ungir námsmenn hér á landi hafa leitazt við að hindra landvamarframkvæmd- ir er í einu afsakanleg og fordæmanleg. Islenzkum karl- mönnum ber skylda til að verja mæður, systur, konur og dætur fyrir grimmd og siðleysi styrjaldar, ef þeir eru nokkurs megnugir, Vegna mannfæðar geta íslenzk- ir karlmenn ekki hindrað innrás stórþjóðar einir síns liðs. En í félagi við stærri þjóðir geta þeir inn af hönd- um þessa frumstæðu skyldu. Frammistaða þeirra karl- manna hér á landi, sem'hafa fylgt línu Eysteins Jóns-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.