Ófeigur - 15.08.1950, Page 67

Ófeigur - 15.08.1950, Page 67
ÖFEIGUR 67 um kúgað landstjórnina og þingið, eins og þegar stiga- menn bjóða ferðafólki á þjóðvegum að velja um að láta af hendi peningana eða lífið. Hinir varnar- lausu forkólfar þjóðfélagsins hafa ætíð keypt sér stund- arfrið með framlögum úr ríkissjóði. Með þeim hætti hefur íslenzka þjóðfélagið komizt í það undarlega von- leysisástand, sem það býr nú við, nálega á öllum svið- um. Þjóðvarðarins þarf víðar við heldur en til að af- stýra skemmdarverkum í vinnudeilum. Samkomur í sveitum og þéttbýli eru nú með allt öðrum hætti en hjá nokkurri annarri siðaðri þjóð. Drykkjuskríll fer í bifreiðum milli svokallaðra skemmtistaða og hefur þar í frammi siðlausar athafnir, svo sem fyrr er að vikið. Á sumrin, meðan helzt er von erlendra gesta hingað til lands, er fylking drukkinna pilta við dyr, í göngum og inni í veitinga og danssal aðalgistihúss landsins. Það mun mega leita vítt og breitt til allra höfuðborga í Norðurálfu og Ameríku, án þess að gests- augað mæti þvílíkri sjón. Og höfuðstaðurinn er að þessu leyti í fullu samræmi við limina. Sámkomur um allt land eru, með of fáum undantekningum, fullkomin spegilmynd af því lélegasta, sem sýnilegt er á þess- um vettvangi í aðalkaupstöðum landsins. íslenzka þjóðfélagið er í upplausn og stjórnarvana, bæði inn á við og gagnvart erlendri hættu. Ástæða er til að vona, að úr þessu muni rætast. Þjóðin mun þá fá hjálp frá bandalagi samherjanna, til að bægja burtu innrásarhættunni. Ungir menn munu feta í fótspor þeirra flugmanna, sem hafa nýlega boðið landstjórn- inni að taka þátt í vörn landsins. Reynsla Islendinga af skrílræðinu 30. marz 1949 og sumardvöl togar- anna á Reykjavíkurhöfn í allt sumar, með fleiri því- líkum röksemdum, mun knýja þjóðina til að koma á fót þjóðliði til friðgæzlu og varna mannfélaginu, hvar sem þess er þörf. Þá byrja Islendingar að taka þátt í samstarfi menntaþjóða heimsins á jafnréttisgrundvelli. XX. Þriðja lýðveldið á Islandi. Síðan kommúnistar urðu, vorið 1942, sá flokkur á íslandi, sem lagði til hugsjónir og ráðagerðir um þjóð- félagsframkvæmdir hér á landi, er þjóðfélagið sporð- reist og lifir nú við einkennilega skuggatilveru. Rík-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.