Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 7
Fyrsti dagur fjórðu viku tmm bls. 5 fötin kunnugleg og vekja minningu um eðlilega daga, bindisleysið hæfileg viðurkenning á þv( að ástandið hefur breyst. 12:00 Hann hefur alltaf haft vaðið fyrir neðan sig og strax í fyrstu vikunni tókst honum að selja jepp- ann, nokkuð sem kom sér vel því hann á inni margra mánaða laun. ( annarri viku hafði hann samband við fjórar atvinnumiðlanir og sótti um tíu störf. í þriðju viku hitti hann atvinnuráðgjaf- ana aftur en þeir höfðu ekki aðrar fréttir að færa en þær, hver með sínu orðalagi, að svona hlutir tækju tíma. Núna er fjórða vikan runnin upp og ekki ann- að að gera en doka við. Hafa kveikt á farsíman- um þegar hann er ekki heima við og tékka af og til á tölvupóstinum. Jeppalaus stendur hann á stoppistöðinni og bíður þar í korter. Loks kemur gulur strætis- vagn. Síðast þegar hann fór ferða sinna með strætó voru vagnarnir grænir. Þá voru þeir líka drekkhlaðnir farþegum, fólki á leið í og úr vinnu, skólanemum, fínum frúm. Stundum var loftið í vögnunum mettað fiskilykt vegna starfsfólks í frystihúsunum sem hafa fyrir löngu týnt tölunni í borginni. Núna er eins og hann stigi inn I fáfarna hliðar- veröld: í vagninum eru þrír austurlandabúar og ungur maður sem talar hástöfum við sjálfan sig. Hann er í rifnum gallajakka og skítugt hárið stendur upp í loftið. Einn farþegi bætist við á leiðinni: afar lágvax- inn náungi sem veltir á undan sér þremur svört- um plastpokum troðnum af skilagjaldsumbúð- um. Pokarnir nema við höfuð mannsins og það sem eftir er leiðarinnar er hann að berjast við að standa í fæturna og varna því að pokarnir fari á flakk um vagninn. Það er undarlegt og nánast heillandi að fylgjast með svo frumstæðri lífsbar- áttu. Maðurinn lítur ekki út fyrir að vera háaldr- aður, til þess er líkami hans of kvikur og stæltur. En andlitið er samt alsett hrukkufellingum. Hör- undið er brúnt af óhreinindum, ekki dökkt held- ur Ijósbrúnt og samt greinir maður að þetta er ekki sólbrúnka. Þefurinn af honum er framandi og óræður, vekur ekki klígju heldur umfram allt óljósa for- vitni. 12:45 Hann hefur aldrei verið neinn kaffihúsamaður en þó farið af og til í hádeginu á kaffistofu í ná- grenni við vinnustaðinn þegar hann hefur orðið leiður á mötuneytinu. Núna dettur honum ekki annar staður í hug fyrst hann er staddur í erind- isleysi í bænum. Honum líður eins og hann sé í matartíma í vinnunni þegar hann stígur inn en sú tilfinning hverfur fljótlega. Við eitt borðið sit- ur ráðuneytisstarfsfólk sem hann kannast við í sjón, ein kona og þrír karlar. Konan kinkar til hans kolli. Hún hefur ekki heilsað honum áður, hann verður hvumsa og er of lengi að átta sig og heilsa á móti, þá hefur hún snúið sér undan, niðursokkin í samræðurnar. Hann pantar sér það sama og vanalega, kaffi og rúnnstykki með osti. En hann hefur enga lyst núna. Hann hefur ekkert borðað í dag, vill ekki viðurkenna fyrir sjálfum sér að hann sé búinn að missa alla matarlyst en bölvar sér í hljóði fyrir að hafa pantað sér þetta fyrst hann er ekki svang- ur og núna stendur rúnnstykkið óhreyft á disk- inum eins og tákn um einhverja vesöld. Fjórir ungir iðnaðarmenn í bláum samfesting- um sitja við eitt borðið og borða súpu úr litlum skálum og narta í smásneiðar af frönsku lang- brauði. Þessi máltíð hæfir þeim ekki frekar en ballettdans, þessum stóru og þykku erfiðis- mönnum. En líklega er þetta tímanna tákn, ólík- legasta fólk er farið að hlýða heilsuráðum, þambar vatn allan daginn og snæðir léttmeti. Svo er matur af einhverjum ástæðum orðinn miklu meira fitandi en hann var fyrir nokkrum áratugum, þá hefðu svona menn borðað þunga kjötmáltíð í hádeginu en samt verið grennri en þessir náungar. Eftir dálitla stund snýr fólk aftur til vinnu og staðurinn tæmist fyrir utan blindan mann sem situr úti í horni og talar við sjálfan sig. Þetta er annar maðurinn sem verður á vegi hans í dag sem talar við sjálfan sig. Hann veltir því fyrir sér hvort þeir eigi eftir að verða fleiri áður en dagur- inn er liðinn. Eftir drykklanga stund gengur feitlaginn ung- ur maður inn í kaffihúsið. Hann er niðurlútur, afar framsettur og mjög þunglamalegur í hreyf- ingum, en um varirnar leikur bros. „Ég ætla að fá stórt vínarbrauð og kakó með rjóma," segir hann við afgreiðslustúlkuna með rödd sem ekki er hægt að kalla annað en hávært hvísl. „Ég á nefnilega afmæli í dag," bætir hann við feimnislega þegar veitingarnar eru komnar á borðið. Afgreiðslustúlkan svarar þessu engu en verður vandræðaleg. Hann lætur það ekkert á sig fá og segir: „Ég er 29 ára gamall í dag," og hlær. Síðan byrjar hann að tala við sjálfan sig með þessu háværa hvísli og þá er engu líkara en hann og blindi maðurinn úti í horni séu að tala saman. Sjálfur fær hann sér annan kaffibolla og situr áfram, allt of lengi. Hann les blöðin. f einu þeirra er frétt um gjaldþrotið, getgátur um að fjármun- um hafi verið stungið undan. Hann les nokkrar minningargreinar. Hann minnist þess ekki að hafa gert það áður. Þær eru þrautleiðinlegar. Hann les Velvakanda. Þar segist kona hafa séð karlmannsskó á góðu verði í Europris. Kápa hef- ur verið tekin í misgripum á krá í Grafarvogi. Gamall maður kvartar undan messuvíni sem hann hafi drukkið við altarisgöngu fyrir einu ári, það hafi verið rammt á bragðið. Hann vonar að þetta hafi verið lagfært.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.