Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 45
Villta vestrið á Islandi tmm bls. 43 hann tæki upp á slíku. Stundum er sagt að hver kynslóð endurskapi fortíðina í sinni eigin mynd og það hefur sannarlega gerst. Verk Shake- speares voru hluti af alþýðumenningu nítjándu aldar í Bandaríkjunum þegar engin skil voru á milli afþreyingar annars vegar og listar hins vegar. Þessi skil hafa aftur á móti skapast á okkar dögum. Hér verður því haldið fram að finna megi hlið- stæðu á milli alþýðuhylli Shakespeares í villta vestrinu og vinsælda íslendingasagna á nitjándu öld og síðan dvínandi vinsælda á tuttugustu öld. Á íslandi hefur alþýðumenning nítjándu aldar - t.d. í Ijóðagerð - klofnað í tvennt á milli almúgans annars vegar og menningarvita hins vegar. Ef til vill munu íslendingasögurnar - seint og um síðir - fá þá viðurkenningu á alþjóðavett- vangi sem þær eiga skilda sem bókmennta- verk líkt og verk Shakespeares. En það skiptir ekki öllu máli fyrir hylli þeirra meðal íslensku þjóðarinnar. Forn- . : , sögurnar mega alls ekki festast í þeirri ímynd að vera bókmenntir sem enginn les án þess að setja sig í stell- ingar. Þær verða að vera lesnar áfram eins og þær voru hér áður, sem reyfarar og ástarsögur til skemmtunar og dægra- dvalar. Með því einu móti geta þær haldist sem lifandi orð meðal þjóðarinnar. Annars eru þær dæmdar til þröngs hóps menningarspjá- trunga og fræðimanna. Og þar með verða þær áhrifalausar. En áhrifaleysi eru líklega verstu örlög allra bókmennta. Skrílsleg skemmtun Aðdáun á Shakespeare í Bandaríkjunum var vitaskuld ekki bundin við villta vestrið. Svo virð- ist sem Bandaríkjamenn - hvar sem þeir bjuggu - hafi haft mikið eftirlæti á enska skáldinu. í frægu riti sínu um lýðræði í Ameríku frá 1848 segist frakkinn Alexis de Tocqueville að á ferðum sínum um landið hafi hann aldrei komið inn í þann bjálkakofa [ Bandaríkjunum sem ekki hafi geymt ein- hver verk eftir Shak- espeare í ódýrri útgáfu. Ennfremur hefur því verið haldið fram að fjórða hvert leikrit sem sýnt var í leikhúsum á austurströnd Bandaríkjanna á fyrri hluta nítjándu aldar hafi verið eftir Shakespeare. Hins vegar virðist aðdá- unin á skáldinu frá Stratford hafa náð hæst í villta vestrinu. Hvarvetna þar vestra voru bæir, kennileiti og námur skírðar í höfuðið á skáldinu sjálfu eða persónum úr leikritum hans. Verkin voru vitanlega ekki aðeins flutt á sviði í leik- húsum heldur voru þau einnig lesin upp á heim- ilum. Og þá voru Ijóðin ekki síður metin en hið óbundna mál. Að sögn var það ekki óalgeng sjón á sléttunum miklu að sjá kúreka sitja og hlusta, hljóða og hugfangna á upplestur á verkum skáldsins. Aðdáun alþýðunnar á góð- blindar mýs (Three blind mice). Þetta sýnir hve þekkt góðskáldið var en aðeins er hægt að umsnúa Ijóðlínum fólki til gamans ef rétt merk- ing þeirra er á allra vitorði. Ennfremur sést hve frjáls og óþvinguð tengsl almúginn hafði við Shakespeare. Sem dæmi um einlæga Shakespeare-aðdá- endur má nefna þá glæpabræður Frank og Jesse James sem þóttu lagnir að ræna lestir á sinni tíð. En frægasti Shakespeare-aðdáandinn er án efa sporrekjandinn og leiðsögumaðurinn Jim Bridger. Bridger þessi var ólæs en er helst minnst fyrir að hafa fyrstur hvítra manna fundið Saltvatnið stóra í Utah þar sem mormónar settust síðar að. Bridger þessi heyrði af Shakespeare frá yfirmanni sínum í setuliði hersins og keypti ritsafn skáldsins af landnema einum og greiddi nokkur kýrverð fyrir eða sem svaraði einum mánaðarlaunum hans sjálfs. Því næst réð hann dreng til þess að lesa verkin fyrir sig næsta vetur. Brátt urðu verk meistarans honum svo töm á tungu að hann gat vitnað í þau undir öllum kringumstæðum, en auk þess náði hann mikilli færni í því að bölva og ragna undir sama formi og bragarhætti og skáldið sjálft. Þetta gerði hann af slíkri leikni að viðstaddir áttu erfitt með að gera sér grein fyrir hvar orð Shakespeares enduðu og spuni fjallaferðalangsins tók við. Ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum Shakespeares vestan Atlantsála kann að vera sú að frumsamin bandarísk skáldrit voru ekki á hverju strái á fyrri hluta nítjándu aldar. Þess í stað jós þjóðin af hinum sameiginlega engilsax- neska menningararfi eða flutti inn bókmennta- verk frá Bretlandi. Tocqueville hélt því t.d. fram um miðja nítjándu öld að einu bandarísku bók- menntirnar sem stæðu undir nafni væru dag- blaðaskrif en að öðru leyti var enskur innflutn- ingur allsráðandi. Raunar hafi yfirráð Bretlands yfir bókmenntum Bandaríkjanna verið svo alger að bandarískir höfundar hafi ekki náð að selja skáldinu kom ekki aðeins fram í beinum flutn- ingi á leikritum hans heldur einnig í alls konar gamanleikjum og snjöllum orðaleikjum sem sneru út úr textum hans. Gamanverk byggð á verkum Shakespeares eins og Julius Sneezer eða Roamy-E-Owe and Julie-Ate nutu mikilla vinsælda og ennfremur gátu sviðsetningar á verkunum verið mjög breytilegar. Desdemóna gat t.d. birst á sviðinu og spilað á banjó í sumum uppfærslum og Hamlet gat komið fram í snjóbomsum og með húfu og sungið línurnar frægu að vera eða ekki vera undir laginu Þrjár verk sín meðal sinna eigin landa fyrr en þau höfðu náð viðurkenningu í Englandi. En alþýðu- hylli Shakespeares þarf kannski ekki að koma á óvart ef haft er í huga að á sínum tíma voru leik- ritin samin með sauðsvartan almúgann í huga. Leiksýningar þóttu heldur ekki sérstaklega vandaðir menningarviðburðir á Bretlandi á sex- tándu öld og kvenfólki var bannað að taka þátt í þeim. Fyrir mörgum fáguðum mönnum - líkt og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.