Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 31
Ef þú getur lesið þetta ertu á lífi tmm bls. 29 ur fyrir það sem koma skal, heldur og gefið okk- ur tækifæri til að forðast ýmsar hættur. Nú er ég farin að láta sæberpönkið hljóma eins og siða- boðskap ríkissnákanna, en sú er alls ekki ætlun- in, því þessi kaótíski skáldskapur er langt því frá auðveldlega beislaður í einhver kennslu og æf- ingaforrit. Þessu til stuðnings þarf vart annað en vísa til þeirra bóka Noon sem hér hefur verið fjallað um, en fæstir myndu væntanlega sam- þykkja þá heimssýn sem mögulega framtíð mannkyns. Skáldsagan Falling out of Cars hlýt- ur þó að vekja lesandann til umhugsunar um stöðu sína í upplýsingasamfélaginu og áhrif sí- vaxandi upplýsingaflæðis inn í daglegt líf okkar. Eða eins og ein persónan segir: „Það er engu hægt að treysta. Það er það versta. Það er engu hægt að bjarga, ekki hægt að endurheimta neitt. Það er ekki hægt að fullyrða neitt, ekki kortleggja neitt. Ekkert er ákveðið. Hvert liggur þá leið okkar?" Þessi nýjasta skáldsaga Noon er þónokkuð frábrugðin fyrri sögum hans, hún er realískari og að mestu laus við þá 'sækadelíu' eða þann of- skynjunaranda sem ríkti í fyrri bókum hans. (Þó er ekki úr vegi að benda á að nafn lyfsins sem stillir ofnæmið af er skemmtilega tvírætt, því Lucy er auðvitað gamalt gæluorð yfir ofskynjun- arlyfið LSD og þannig er gefið í skyn að mögu- lega sé 'rétt' skynjun ofskynjun.) Hér er ekki að finna tegundablöndun né draumaheima - en speglarnir eru ennþá lykilatriði, því í Ijós kemur að verkefni Marlene, sem hin þrjú aðstoða hana við, er að leita að sérstökum speglabrotum sem búa yfir sérstökum hæfileikum, mögulega þeim hæfileika að lækna upplýsingaofnæmið, mögu- lega eru spegilbrotin uppspretta þess. Þau tengjast allavega listsköpun og skáldskap, því eitt brotið er í eigu rithöfundar sem hefur þann mátt að skrifa fólk til lífsins, að skapa bókstaf- lega persónur sínar. Þetta atriði minnir dálítið á draumaheiminn sem uppsprettu sköpunar- krafts og reyndar minnir veikin sjálf á ástandið í Pollen, þegar íbúar vurt reyndu að taka yfir raun- heiminn, kannski er veikin einmitt eitt dæmið um að slík yfirtaka hefur að einhverju leyti tek- ist. Þannig heldur Noon áfram að móta hug- myndir sínar og máta þær við ný og ný andlit sagna. Ástandið er sérlega slæmt við ströndina og ferðalangarnir leita eins spegilbrotsins í strand- bæ. Þar hitta þau fyrir hóp ungra drengja sem eru að leika sér í spilakössum. Drengirnir eru á kafi í leiknum en allt I kring blikka Ijósin óreglu- lega og tónlistin hikstar; veikin leggst ekki að- eins á fólk heldur líka vélar. Samt sem áður sýna drengirnir færni í leiknum og einbeiting þeirra er fullkomin. Þegar Marlene spyrTupelo hvort þeir hafi tekið of stóran skammt af Lucy (sem veld- ur líka of-skynjun, of mikilli og skýrri skynjun), þá svarar Tupelo því til að þeir séu að spila á veikina. Myndavélar tengdar spilakassanum dæla afskræmdum myndum af strákunum inn í leikinn sem gengur síðan út á það að þeir skjóta sjálfa sig niður, nema þeir passa sig að miða aldrei beint heldur alltaf dálítið skakkt og hitta þannig í mark. „Þeir hafa náð að leysa kóðann, Marlene. Sérðu það ekki? Kóðinn, þeir hafa komist í gegnum hann." „Kóðann?" spyr Mar- lene. „Hávaðann. Leið til að lifa með honum, aðferð. Fjandinn, ég veit ekki. Tækni. Horfðu á þá! Horfðu!" Og Marlene horfirá hvernig strák- arnir hafa lært að nota veikina gegn veikinni, drepandi skemmdar útgáfur af sjálfum sér og hún óskar þess að hún geti lært þessa tækni líka. I takt við upplýsingapláguna verð ég að benda á tvo vefi helgaða Jeff Noon, www.jeffnoon.com og www.noonworld.com. Megnið af heimildunum sem ég las fyrir þessa grein fann ég einnig á vefnum, með því að leita að Jeff Noon á Proquest, ( hvar.is gagnagrunninum. 1 I grein sinni „The Extacy of Communication" eða „Algleymi samskiptanna" ræðirfranski félagsfræð- ingurinn Jean Baudrillard hvernig maðurinn ( upp- lýsingasamfélaginu er orðinn kleyfhugi af upplýs- ingum og samskiptum. Maðurinn er orðinn að óvirkum skjá fyrir upplýsingar sem smjúga í gegn- um líkama hans, yfirtaka hann og sundra hugmynd hans um heila sjálfsmynd. Þetta er einmitt það sem hefur gerst í Falling out of Cars, nema hvað það hefur gengið lengra. Greinin birtist í Post- modern Culture, ritstj. Hal Foster, London og Syd- ney, Pluto Press 1985 (1983). 2 Hér er ekki úr vegi að benda á kenningar franska heímspekingsins Michels Foucault um valdið sem ósýnilegt og alltumvefjandi, vald sem hefur fyrst og fremst þau áhrif að einstaklingurinn fer að aga sjálfan sig, því hann veit aldrei hvenær hið alsjáandi auga valdsins beinist að honum. Sjálfsögunin felst auðvitað í því að taka lyfið Lucidity og reyna þannig að halda í ómögulegar leifar af venjulegu lífi. Þannig er fyrirtækið í raun fulltrúi hins alvalda valds, ekki þrátt fyrir litla umfjöllun um það I verk- inu, heldur einmitt vegna hennar. 3 Sjá Julie Upton, „Cool bike: Litespeed Titanium", í Rolling Stone, 11. apríl, 2002, hefti 893, bls. 89. 4 Brian McHale gerir mikið úr innbyrðis tengslum póstmódernisma og sæberpönks í bók sinni Constructing Postmodernism, London og New York, Routledge 1992. Hann heldur því fram að sæberpönk hafi haft róttæk áhrif á þróun og mótun póstmódemísma í bókmenntum. Og það er bara nokkuð til í því! 5 Þess má geta að á svipuðum tíma var annar sæberpönkari að skrifa um dulmál, en bók Neils Stephensons, Cryptonomicon, sem einnig fjallar um stærðfræði og dulmálskóða, birtist árið 1999. Úlfhildur Dagsdóttir (f. 1968) er bókmenntafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 3-4. tölublað (01.09.2003)
https://timarit.is/issue/405422

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3-4. tölublað (01.09.2003)

Aðgerðir: