Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 42
„Prótein", í bókinni Lokaðu augunum og hugs- aðu um mig (1998) breiðir konan - mælandinn og sjáandinn - úr henni á eftirfarandi hátt. Fyrst framleiðsluhlutinn: Ég sé til þess að maðurinn hafi kjark og dug tilað elska mig. Hrísgrjón, kartöflur og egg svíkja mig aldrei. Eg set eitthvað af þessu á pönnu eða í pott og þegar skyggja tekur liggur hann í örmum mér. Undir lok Ijóðsins snýr konan ástinni hins vegar í aðra átt: En þá kem ég aftur að upphafinu því ég stend yfir pottunum í húsi systur minnar og læt sem ekkert sé þegar vinkonur hennar líta inní eldhús tilað skoða mig. Þær laga aldrei mat, þær eiga enga kærasta. Húðin á andliti þeirra týndi fyrir löngu mýkt sinni. Þær stara á rautt hár mitt og dást að rækt þess. Ég segi ekkert, ég bara brosi, er kurteis og held áfram að snúast í kringum pottana. Systir mín elskar mig en ást hennar þarf ekki kossa eða mat. (bls. 33-34) Þeir sem lesið hafa verk Kristínar Ómarsdóttur, jafnvel ekki nema hluta af verkum hennar, kann- ast umsvifalaust við sig í þessum hugleið- ingum. Mettun magans og sálarinnar vekur svengd eftir hungri; hungri í víðasta skilningi þess orðs. Öfund hinna ástlausu kvenna streymir til hinnar elskuðu konu sem virðist hvíla í sjálfri sér eins og goðvera. Samt er þessi öfund marklaus þegar allt kemur til alls því hungrið er óendanlegt. Sú sem aðra hungrar í er sjálf svöng en hungur hennar er eftir því sem ekki þarfnast endurgjalds. Þegar öllum aukaefnum Iffsins er skóflað út af borðinu og aðeins stendur eftir kjarni þess sem við gerum og erum, þá er ekki sjálfgefið að við séum sammála um hver þessi kjarni er. í verkum Kristínar Ómarsdóttur erum við hins vegar stödd í vídd þar sem kjarninn er augljós. Konan er gædd þeirri grundvallarþrá sem drífur fólk áfram: Hana hungrar eftir því sem er án skil- yrða, án fórnar og án endurgjalds. Ástinni í þeirri tæru mynd sem sjáendur kristninnar hafa sagt Guð hafa til mannanna. Þetta er ást sem þarf ekki á endurgjaldi að halda, þarf ekki á mönn- unum eða ást þeirra að halda. Þetta er ást sem þolir hatur og synd en bíður, skilyrðislaus, eftir því einu að maðurinn sé tilbúinn að elska gegnum iðrunina. Munurinn á manninum og hreinleika Guðs er hins vegar augljós. Goðveruna hungrar í þessa ást, en Guð dulspekinganna þarfnast einskis, hann bara gefur. Hungrað mannkynið þyrstir í að hafa slíkt örlæti næst sér og vegna þess að það er upp til hópa ekki kristnir dulspekingar vill það hafa þetta fyrirbæri heima hjá sér, helst í eldhúsinu - einhvern sem elskar skilyrðislaust sama hvaða djöfulsins vitleysu, frekju, rugl og þvælu við flækjum okkur í. Einhvern sem stenst allar tilfinningalegar gæðaprófanir og fær vott- orð frá staðlaráðum kærleikans. Þennan ómöguleika hinnar jarðnesku fyllingar er Kristín Ómarsdóttir snillingur í að sýna í ýmsum til- brigðum. Hungurlist hennar á líka upphaf sitt þar sem hungrið á heima - á heimilinu, í fjöl- skyldunni, meðal okkar nánustu sem við í heimtufrekju okkar og tilætlunarsemi viljum að séu í fullu starfi við að fæða, fylla og tæma þessa óseðjandi búka sem við erum. Við þetta hungur er barist á ótal vígstöðum. í verkum Kristínar Ómarsdóttur er það hins vegar ekki baráttan sem er í fyrirrúmi, heldur það sem kalla mætti möguleika hungursins. Hungrið er það sem við erum. Andspænis því lærum við fyrst hvað við erum og hvernig við tengjumst umhverfi okkar. Beljan Kæru lesendur. Ég býst við að flestir ykkar hafi komið á sólarströnd, fundið feginleikann yfir því hvað við erum efnisleg svífa í tíbránni þegar sól- bakaðar mannsurturnar bylta sér á mottunum undir 12000 watta endurnýjanlegri náttúruper- unni, glaðst yfir markleysi þess að vera til, því að liggja til þess eins að liggja, tékka sig út úr mannheimum til að fá að vera andlaus í friði örfá andartök. Á slíkum tímum er „meira grínið gaman að vera. lifandi og grínast" eins og Steinar Bragi segir í Ijóðinu „snagi fyrir kjöt" í Ijóðabókinni Ljúgðu Gosi, Ijúgðu (2001). En það eru ekki allir sem meðtaka hina fullkomna fjar- vist andans sem feginsamlega staðreynd. í Ljúgðu Gosi, Ijúgðu er því líka lýst hvað gerist þegar glaða skepnan er tekin inn úr sólinni og sett inn á spítala þar sem hún er skorin og dælt í hana lyfjum og þar sem hún skilur ekkert og er hrædd, yfirgefin og örvæntingarfull. Ekki eins og maður sem íhugar forgengileika sinn af reisn, heldur einmitt eins og skepna, óhæf um að sjá lengra en sem nemur eðlisskynjuninni og augnablikinu og þar sem minnið er eitthvað bágborið líka. Þetta er heimur tragísku skepn- unnar. í búkleika sínum reynir hún að fálma eftir lífsmerkjunum utan holdsins. Það er fullkom- lega óinteressant hvort það tekst, enda er drif- kraftur sýna Steinars alls ekki afsprengi hjárænulegrar óskar eftir sátt og málamiðlun. Steinar vill að við dveljum með sér í heimi skepnunnar og því fyrr sem við áttum okkur á því að það er hún sem hefur orðið í Ijóðum hans, því fyrr náum við að fóta okkur í þeim. Ljúgðu Gosi, Ijúgðu er þriðja Ijóðabók Stein- ars Braga. Fyrsta bók hans Svarthol (1998) gaf fá loforð um framhald á ferli hans; hún er dæmi- gert byrjendaverk þar sem hefbundum kveð- skap er hrúgað upp í kringum þessi tvö til þrjú sæmilegu Ijóð sem alltaf eru kjarninn í þannig byrjendaverkum. Fúttið fer ekki ( gang fyrr en með annarri bókinni, Augnkúluvökvi (1999), þar sem fyrst bólar á dásamlegu ofnæmi og aðdáun skáldsins fyrir skepnunni. Ofnæmi og aðdáun sem ber einnig upp skáldsöguna Áhyggju- dúkkur (2002) þar sem söguþráðurinn virðist lítið annað en afsökun fyrir því að fá að koma að enn einni hugleiðingunni um efnisleika manns- ins, greddu hans, græðgi, hungur og eymd sem skepna og aumlega tilraunina til að vefja þennan beljuhátt inn í menningarhjúp. Og talandi um belju. í Ljúgðu Gosi, Ijúgðu er beljan alls staðar. (Ijóðinu „marmelaði" (bls. 10) er beljan sólin sjálf sem „lyppast svona höfugt / rómantískt undir sjónhringinn" en þar segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.