Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 50
Þorgerður E. Sigurðardóttir Börnin sem búa á jaðrinum Um hryllilegar barnabókmenntir fyrir börn og fullorðna Líkt og margir aðrir hefur undirrituð aldrei vaxið upp úr því að lesa barnabækur. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, ein af lífseigustu klisjunum i tengslum við barnabækur er eflaust sú að góðar barnabækur höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Fleiri klisjur mætti tína til, t.d. að um sé að ræða þörf fullorðinna fyrir að varð- veita barnið í sér. Það er án efa margt til í þessu. En svo haldið sé áfram á sjálfsævisögulegum nótum, þá verður að segjast eins og er að smekkur minn á barnabókum hefur breyst. Núna hef ég mestan áhuga á bókum sem á ein- hvern hátt geta talist „súbversívar" (e. subversive, það sem leitast við að kollvarpa ríkj- andi hugmyndum og gildum), eða á skjön við viðteknar hugmyndir um barnabækur og inni- hald þeirra. Og það er skemmst frá því að segja að mér hefðu ekki þótt þessar bækur áhuga- verðar þegar ég var barn. Fyrir það fyrsta var ég mun meiri raunsæismanneskja þá. Ég skildi til dæmis ekki fyrirbæri eins og Múmínálfana og mér hefði ábyggilega þótt lítið til Blíðfinns og vina hans koma. Það var algjört skilyrði að sögu- hetjurnar væru eitthvað í líkingu við fólk, en ekki talandi dýr eða furðufígúrur (hvað þá talandi hattar og könnur). Þannig voru öll ævintýri á mörkunum, þar sem þau höfðu ekki nægilega raunveruleikaskírskotun, svona á yfirborðinu að minnsta kosti. Kannski var ég fórnarlamb sósfalrealismans sem einkenndi íslenskar barnabækur á áttunda áratugnum, og tókst að gera hugtakið „lykla- barn" spennandi. Eða kannski hafði ég bara tak- markað hugmyndaflug. Það er ekki efni þessar- ar greinar, heldur sú staðreynd að nú í seinni tíð hef ég, eins og svo margir, fallið fyrir ákveðnu markaðssetningarbragði, því nú er f tísku að markaðssetja barnabækur fyrir fullorðna og skrifa bækur fyrir fullorðna sem hafa á sér yfir- bragð barnabóka. Nærtækasta dæmið þessa stundina eru auðvitað bækurnar um Harry Pott- er, en þær eru beinlínis markaðssettar fyrir alla aldurshópa, eins og kunnugt er. Ekki verður hér borið í þann bakkafulla læk sem umræðan um Harry Potter er þessa dagana, heldur hugað að öðrum áhugaverðum bókum. Víti til varnaðar? Barnabókmenntir hafa frá upphafi haft það hlut- verk, öðrum þræði, að hræða börn til þess að fylgja boðum og bönnum foreldra sinna eða samfélagsins. Þeim hefur verið ætlað að hafa ákveðið forvarnagildi og vara barnið við að sýna frumkvæði, jafnframt því sem þær hafa átt að hvetja það til að gangast við þeim stað í veröld- inni sem foreldrarnir hafa ætlað því. Þessar bækur miðuðust við að gera börn að góðum og gildum þjóðfélagsþegnum, án þess að þeim væri treyst til að takast á við veröldina á sjálf- stæðan hátt. í þessu felst óneitanlega ákveðin mótsögn, enda er svo komið að bækur sem falla undir þessa lýsingu þykja varla við hæfi lengur. Ennþá má þó finna sígildar bækur af þessum toga í verslunum. Hver man til dæmis ekki eftir Bláu könnunni, sem gerði þau mistök að forvitnast um veröldina utan hillunnar sem hún átti heima á, og brotnaði þar af leiðandi í þúsund mola? Nokkuð er um það nú að bækur með blóðug- um siðaboðskap séu endurútgefnar, væntan- lega fullorðnum til skemmtunar. Fremstur meðal jafningja í þeim flokki er án efa þýski læknirinn Heinrich Hoffmann, sem skrifaði og mynd- skreytti barnabækur með hryllingsívafi um mið- bik nítjándu aldar. Þessar bækur voru gefnar út í Bandaríkjunum í kringum aldamótin 1900 og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.