Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 43
Allt sem ég sé tmm bls. 41 líka „hataðu eitthvað af hita þúsund sólna" - sólin er óþolandi belja, rétt eins og manns- skepnan. Þessi skepna er ein og hún „veinar / en meinar vel". Hér er Ijóðið „kjötið byltir sér": læknar eins og uppljómuð sturtuhengi kreista hendur horfa kærleik í augun hægra vinstra og kjötið eins og fíflið sem það er veinar en meinar vel biður stífar sýpur hveljur brosa gegnum tárin koma ættingjar ( slaginn bara svona að hvetja bara-berjast-þýðir-ekki-annað spinna drauma blóm og tímarit og á nóttunni runkar dauðinn sér á klósettinu og rúmin hristast í takt eins og kjötið bylti sér og í hvítum blossa klínist einn í viðbót á gólfið og er skúraður burt að morgni (bls. 24) Kjötið er belja. Kjötið er fífl. Það þjáist og það er kannski að deyja þótt það hafi reyndar líka á góðum stundum unað sér kátt í sólinni og sótt sér kraft í þúsund vatta lampann. En það er gaman að vera kjöt og fífl og grínast og enn skemmtilegra að lesa um það Ijóð. Spádómurinn Einn daginn heyrum við um hið ótrúlega og munum strax eftir kenndinni: Einhvern veginn vissum við alltaf að þetta myndi gerast. í menn- ingu eins og okkar, menningu þar sem allt er stöðugt ókomið, er styrkleiki skáldsins ekki fólg- inn í því að miðla því sem gerst hefur. Sagan sem er fyrst og fremst hráefni fyrir framleiðslu- vörur þar sem neyslu- og markaðssamfélagið sem við búum í er endurgert á nýju sviði. Það er ekki leiðinlegt að sjá þannig tilbúning, en frá- sagnarform eins og skáldsagan, kvikmyndin og tölvuleikurinn eru miklu hæfari til að axla þessar framleiðsluskyldur. Sagan er ekki áhugaverð í Ijóðlist nema sem frumspeki. Hún verður að vera ósöguleg til að njóta sín. Þannig segir Steinar Bragi sögu skepnunnar í Ijóðum sínum en hann er ekki að bisa við að hlaða upp tilvís- anaramma með ábendingum í þekkta sögulega viðburði eða skjóta inn þartilgerðum skýringum fyrir hinn fávísa. Hvert Ijóðanna í Ljúgðu Gosl, Ijúgðu felur í sér sögu þess að vera dýr. Dýrið er að sönnu verufræðilegt ástand en það er líka sögulegt - maðurinn hefur sjaldan í sögunni komist jafn nálægt dýrinu og nú. Fyrr á sögu- ásnum var samþykki við hið dýrslega í mann- inum nóg til að gera úr honum afmyndaða skrípamynd, úrhrak eða geðsjúkling. En núna þegar við erum byrjuð að horfa á landið handan húmanismans, handan þeirrar hugsunar að allt puð mannsins hverfist um að vernda mennsku sína og reisn sem skynsemdarvera í óvinveitt- um heimi náttúrunnar, þá verður dýrið nákomn- ara okkur. Ekki sem lausn eða frelsun undan því að vera maður - því ekkert frelsar okkur undan því nema dauðinn - heldur sem raunverulegt ástand okkar. Við erum á sama báti og það. Náttúran hverfur hratt á okkar dögum og í stað- inn tökum við á okkur eiginleika hennar. Því er Ijóðskáld dagsins í dag spásagnarskáld. Það er ekki til neins að ætla því að miðla sögu- legum menningararfi því hann er orðinn að hrá- efni í önnur tól og tæki. En vegna þess að sjálft Ijóðformið geymir í sér hljóm, hrynjandi og dul- mögnun, þá transkenndu sefjun sem seiðurinn og spáin fela í sér, sækir það af þeim mun meiri krafti líf sitt í kennd tímans. Hvort sem borið er niður í spásagnarljóði Steinars Braga „Um end- urhljóðblandanir strumpanna" þar sem hann spáir einmitt „lækkandi hráefnisverði mannslík- amans og fullkomnum ósigri apans" eða staldrað við þá fullyðingu Kristínar Ómarsdóttur í Ijóðinu „vanilludagar" að „dagar sem enginn hefur lifað áður / er verið að finna upp á vísinda- stofu", þá eru bæði skáldin að segja fyrir um tíma sem í vitund almennings er enn ókominn. Ljóð Kristínar bregða upp myndum af heimi þar sem hungrið eftir fyllingu, persónulegri og algerlega nákvæmlega skilgreindri fyllingu, hefur rekið mennina frá fyrrverandi samvistar- formum sínum. Við sjáum samfélagsstofnanir okkar, hvort sem það eru hernaðarbandalög eða kvöldmatur fjölskyldunnar, sem viðkvæm og brothætt fyrirbæri sem er á leiðinni að falla í val- inn fyrir hungrinu. Afl hungursins er sterkt. Það valtar yfir milliríkjasamninga og aumlegar til- raunir til að halda uppi reglu og aga á þjóðar- heimilinu, ekkert stenst hungrið. Hjá Kristínu sjáum við ekki lausn undan þjóðerni eða kyni eða fjölskyldu eða jafnvel samfélagi sem gull- roðna skýjamynd, heldur sem ófrávíkjanlega viðkvæm fyrirbæri sem mannshungrið mun rústa. Aftur erum við komin að frumspekilegri söguskoðun nútímaljóðsins. Okkar varðar ekk- ert um sögu samfélagsstofnananna. Þær eru goðsögulegar, þær hafa alltaf verið til og í gegnum þær hefur hungrinu, þránni og löngun- inni verið stjórnað. í Ijóðum Kristínar er annars konar veruleiki fyrir hendi, einskonar forspá samfélagshrunsins þegar miðjan fellur, ekki undan öðru en uppsöfnuðum þunga hungurs- ins. Steinar Bragi tengir okkur hins vegar aftur við þá uppgötvun að ef til vill vissum við að turn- arnir myndu hrynja áður en þeir gerðu það. f Ijóði sínu „geðveiku öflin" úr Augnkúluvökva dregur hann upp mynd af regni sem „fellur í kapp við hrapandi fólk úr brennandi háhýsum". Hér er hún komin. Tilfinningin sem minnst var á í upphafi. Við vissum alltaf af hruni heimsveldis- ins, en ekki hvernig átti að segja frá því, nema sem spásögn. Tveimur árum fyrir atburðinn setti Steinar Bragi þessa á blað: það er alltaf rigning hérna það er alltaf rigning hérna það er brjálað eldvarnakerfi í brjáluðu þjótandi reykloftinu og um leið og þú slítur augun af jörðinni þá sérðu að það eru bara brjálæðingar sem horfa á eldhafið og regnið sem fellur í kapp við brennandi fólk úr brennandi háhýsum (bls. 46) Ljóð: Kristín Ómarsdóttir: f húsinu okkar er þoka, 1987 Þerna á gömlu veitingahúsi, 1993 Lokaðu augunum og hugsaðu um mig, 1998 Sérstakur dagur, 2000 Steinar Bragi: Svarthol, 1998 Augnkúluvökvi, 1999 Ljúgðu Gosi, Ijúgðu, 2001 Kristján B. Jónasson (f. 1967) er útgáfustjóri Forlagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.