Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 55
Börnin sem búa á jaðrinum tmm bls. 53 þegar kemur að því að gæða þessa tilbúnu hlið á sér lífi. Meðal annars hefur ævisaga hins meinta höfundar verið gefin út, Lemony Snicket: The Unauthorized Biography, þar sem viðburðaríkri ævi hans er lýst. Handler/Snicket hefur þó róast undanfarin ár og einbeitir sér nú að því að segja sögu Baudelaire-systkinanna. Hann leggur mikla áherslu á að verkið líti út eins og raunveruleg ævisaga þeirra. Með haustinu er von á tíundu bókinni úr Bálki hrakfalla, en alls munu þær verða þrettán. Þessar bækur eru klár- lega barnabækur og ætlaðar börnum, en fá að fljóta hér með þar sem þær hafa verið mjög vin- sælar hjá fullorðnum og keppa iðulega við bæk- ur J.K. Rowling og Philips Pullmans á erlendum metsölulistum. Baudelaire-systkinin verða fyrir því óláni í upphafi bókaflokksins að báðir foreldrar þeirra látast af slysförum. Þau hrekjast síðan á milli ættingja og fjölskylduvina en eru aldrei lengi á hverjum stað, þar sem hryllingur og dauði virð- ist bíða þeirra við hvert skref. Þau sleppa naum- lega undan hverri vá, ekki síst vegna eigin hæfi- leika og útsjónarsemi. Lesandanum er þó gert alveg Ijóst í upphafi hverrar bókar að hann geti ekki búist við góðum endi og á þessa staðreynd er hann sífellt minntur við lesturinn. Lemony Snicket sækir greinilega innblástur í höfunda á borð við Edward Gorey, Charles Dickens og jafnvel Lewis Carroll. Ekki má heldur gleyma Edgar Allan Poe, en fjárhaldsmaður barnanna, Herra Poe, heitir í höfuðið á honum og áhrif frá hryllingssögum Poes eru mikil. Sögusviðið byggist á skörun milli samtímans og viktorí- anska tímabilsins í Bretlandi, en þó er ómögu- legt að fastsetja nokkuð í þeim efnum. Enda- laust er vlsað í heimsbókmenntir, dægurmenn- ingu og jafnvel stjórnmál. Segja má að sögurn- ar séu hrærigrautur vísana í allar áttir, og getur sá grautur að sjálfsögu kallast póstmódernískur. Að vísu má segja að bækurnar séu nú orðnar nokkuð formúlukenndar hvað uppbyggingu varðar, en þó leynast góð plott inni á milli. Skort- ur á frumleika á þessu sviði er svo ríkulega bættur upp með litríkum stíl og frásagnartækni, sem krefst mikils af ungum lesendum en skemmtir þeim eldri. Þó að sögurnar séu á eng- an hátt dídaktískar, þá lærir lesandinn ýmislegt á lestrinum, flókin orð og orðasambönd eru til dæmis útskýrð á skemmtilegan hátt. Ýmsir aðr- ir fróðleiksmolar fylgja með, til dæmis ættu allir að vera færir um að elda spaghettí puttanesca eftir lestur fyrstu bókarinnar. Sögur Lemony Snicket eru þannig nokkuð flóknar, sannkallaðir „textes de jouaissance", eða texti sem skekur heimsmynd lesandans, svo að vitnað sé í S/Z eftir Roland Barthes,: ..texti sem áréttar til- finningu fyrir vöntun, texti sem veldur óróleika (jafnvel upp að marki ákveðins leiða), kemur sagnfræðilegum, menningarfræðilegum og sál- fræðilegum hugmyndum lesandans úr jafn- vægi, samræmi smekks, gilda og minninga riðl- ast til, tengsl hans við tungumálið eru í upp- námi" (Roland Barthes 1991: 33). Það er ekki mikil hætta á því að börn verði hrædd við lestur þessara sagna, til þess eru þær of fyndnar og kaldhæðnar. Nóg er þó af hrotta- legum morðum og ofbeldisverkum. Börn skilja þessar sögur-vafalaust á svipuðum forsendum og söguna af Palla sem var einn í heiminum, en existensíalískur ótti við að vera skilinn eftir eða yfirgefinn er nokkuð algengur ( barnabókmennt- um, og börn hafa greinilega skilning á honum. Það gæti útskýrt hvers vegna munaðarleysingj- ar koma jafn oft fyrir í barnabókmenntum og raun ber vitni, frægasta dæmið væri auðvitað Ólíver Twist. Það er líka alltaf ágætt þegar börn- um er treyst til þess að takast á við erfiða hluti í bókum. Það er ekki að ástæðulausu sem Bróð- irminn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren er ein af eftirminnilegustu barnabókum sem margir hafa lesið og bækurnar um Blíðfinn eftir Þorvald Þor- steinsson hafa hlotið jafn góðar viðtökur og raun ber vitni, en þessar bækur krefjast mikils af ungum lesendum. Sögurnar af Baudelaire- systkinunum minna á bækurnar um Blíðfinn að því leyti að þar er urmull vísana í menningu samtímans, þær virðast ekki síst vera ætlaðar fullorðnum lesendum og hljóta því að.nokkru að vera skrifaðar með þá í huga. Ekki er gott að segja af hverju fullorðnir heillast eins og raun ber vitni af barnabókaforminu þeg- ar kemur að hryllingi og óhugnaði. Varla er að- eins um þrá eftir ævintýrum að ræða, en nóg er af slíku í bókmenntum fyrir fullorðna. Nægir þar að nefna bækur Angelu Carter, Italos Calvinos og Gregorys Maguires sem öll nota ævintýri sem efnivið í skáldskap sinn. Form barnabókar- innar virðist á einhvern hátt skapa öryggi hjá les- andanum og jafnframt gerir það óhugnað jafn- vel ennþá áhrifameiri, og lesturinn ennþá súbversívari, þar sem tengsl barna og ofbeldis eru auðvitað að miklu leyti mörkuð bannhelgi. Tengsl fullorðinna við barnabækur eru því nokk- uð flóknari en svo að um leit að innra barni sé að ræða. Lesandinn getur að minnsta kosti átt von á því að finna ofbeldishneigt, óþekkt og óhefðbundið barn, ef hann leitar. Heimildir Barthes, Roland. 1991. SfZ: An Essay. Noonday Press, New York. Burton, Tim. 1997. The Melancholy Death of Oyster Boy. Faber and Faber, London. Debris, Cosmic. 2001. Emily the Strange. Chronicle Books, San Francisco. Gorey, Edward. 1991. The Gashlycrumb Tinies. Flarcourt Brace & Company, New York, San Diego og London. Hoffmann, Heinrich. 1995. Slovenly Betsy. Apple- wood Books, Bedford, Massachusetts. Hoffmann, Heinrich. 1999. Struwwelpeter: Fearful Stories & Vile Pictures to Instruct Good Little Folks. Feral House, London. Oblong, Angus. 1999. Creepy Susie and 13 Other Tragic Tales for Troubled Children. Ballantine Books, New York. Snicket, Lemony. 1999. Bad Beginning: A Series of Unfortunate Events, 1. bindi. HarperCollins Publis- hers, New York. Snicket, Lemony. 1999. The Reptile Ftoom: A Series of Unfortunate Events, 2. bindi. HarperCollins Publis- hers, New York. Þorgerður E. Sigurðardóttir (f. 1969) er bókmenntafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.