Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 51
Börnin sem búa á jaðrinum tmm bls. 49 spítala og er öllu þessu lýst bæði í máli og myndum. Það er skemmst frá því að segja, að Polly „... went on crutches, it is said, / Until she died so dreary." Mikil hefð var fyrir dídaktískum barnabókum á nítjándu öldinni (dídaktískar bókmenntir: Bók- menntir sem hafa fræðslugildi og fela í sér siða- lærdóm eða -boðskap, gjarnan framsettan með prédikunartóni), og þótti dr. Hoffmann takast að samræma boðskap og skemmtun á nýstárlegan hátt. Bækur hans höfðu ekki aðeins boðskap fram að færa, þær buðu einnig upp á skemmti- legan hrylling sem gróf á vissan hátt undan boð- skap þeirra. Slíkar bækur þykja nú hin besta skemmtun, þó að boðskapurinn sé langt frá því að vera kórréttur og geti engan veginn talist við- eigandi lengur. Hryllingsstafrófið Það er ekki þar með sagt að uppeldisboðskapur sé endilega á undanhaldi. Það þykir einfaldlega ekki við hæfi að tengja hann martraðarkenndum hryllingi nú á dögum, að minnsta kosti ekki í hefðbundnum barnabókum. Siðaboðskapnum er frekar komið á framfæri með því að sýna já- kvæðar fyrirmyndir og æskilega hegðun en að mála skrattann á vegginn. í hryllingsbókmennt- um fyrir börn er óhugnaðurinn og húmorinn í fyrirrúmi og sé einhver boðskapur til staðar, þá þarf að leita vel til að finna hann. Það er því óhætt að segja að siðaboðskapurinn hafi fengið að víkja fyrir hryllilegum, óútskýranlegum örlög- um. Þessi tilhneiging endurspeglast síðan í myndabókum fyrir fullorðna, þar sem gengið er út frá óhugnaði og kímni. Sem dæmi má nefna bækur Bandaríkjamannsins Edwards Goreys, en þeim er líklega best lýst sem óhugnanlegum barnabókum sem eru frekar ætlaðar fullorðnum en börnum. Edward Gorey er þekktastur sem myndskreytir, en hann hefur myndskreytt barnabækur ýmissa annarra rithöfunda. Hans eigin verk eru hins vegar myrk og falla ekki vel að skilgreiningum. Gorey er nýlátinn, en óhætt er að segja að hann hafi verið goðsögn í lifanda lífi. Hann var afskaplega sérlundaður og bjó síðustu áratugina á Cape Cod, ásamt fjölmörgum köttum. Áhuga- mál hans voru af ýmsum toga. Hann var til dæmis óforbetranlegur safnari og safnaði með- al annars litlum böngsum og myndum af börn- um sem höfðu látist af völdum glæpa. Gorey varð fyrir miklum áhrifum af dadaismanum og eiginlega hverju því sem talist gat til bulls og rökleysu á einhvern hátt og gætir þessa áhuga í verkum hans. Myndlistarlega sverja verk hans sig í ætt við verk manna á borð við Aubrey Beardsley, sem og annarra sem aðhylltust feg- urðarstefnu (e. aestheticism - hugtak tengt teljast með vinsælustu barnabókum allra tíma þar í landi (T.d. Struwwelpeter og Slovenly Betsy). Það vefst ekki fyrir lesendum Hoff- manns hvað verður um börn sem haga sér ekki sem skyldi: Það borgar sig ekki að sjúga þumal- inn, leika sér með eldspýtur eða sýna of mikla framhleypni. Sem dæmi má nefna söguna um grenjuskjóðuna sem sýnir ekki tilhlýðilega gleði. Hún verður smám saman blind og augun detta að lokum úr augntóftunum, en því er lýst á afar bókstaflegan hátt með myndum. Boðskapurinn er: „My children, from such an example take warning, /And happily live while you may; / And say to yourselves, when you rise in the morn- ing, / „l'll try to be cheerful today"." Loks er það sagan af henni Polly sem ærslast of mikið. Það er að sjálfsögðu ekki við hæfi ungra stúlkna enda fer svo að annar fóturinn dettur af henni í ólátunum. Bróðir hennar hleyp- ur grátandi heim með fótinn en Polly er flutt á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.