Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 46
franska skáldinu og heimspekingnum Voltaire - voru leikrit Shakespeares í besta falli skrílsleg skemmtun og í versta falli trúðsleikur. Það átti jafnvel við þótt þeir sömu væru að öðru leyti aðdáendur breskrar menningar- líkt og Voltaire var sjálfur. Vesturfararnir komu víða að og voru af ýmsu sauðahúsi. Þeir töluðu enska tungu gjarnan með áherslum sem voru allfjarri því að vera breskar, enda höfðu þeir ekki ýkja mikinn áhuga á því sem nú er nefnt engilsaxnesk hámenning. En samt hafa þeir líklega ekki verið ýkja frá- brugðnir þeim áheyrendum sem góðskáldið þekkti í Lundúnum á sinni tíð. I báðum tilvikum var um að ræða almúgafólk sem margt var nær ólæst en kunni samt að meta góðar sögur og sjónleiki. Og svo vildi einnig til að vegna skorts á kvenfólki vestur þar þurfti að nota karlmenn í kvenhlutverk Kkt og tíðkaðist á Englandi á 16. öld. Sjálfur Ulysses Grant varð að taka að sér hlutverk Desdemónu er herdeild hans ákvað að setja upp leikritið Óþelló á meðan dvalið var í Texas og beðið eftir skipunum um að ráðast inn í Mexíkó árið 1846. Grant var eins og kunnugt er yfirherforingi Norðurríkjanna í þrælastríðinu og síðar forseti Bandaríkjanna. Vestrið tamið Árið 1849 brutust út einar blóðugustu óeirðir í sögu landsins þegar tíu þús- und manna hópur safnaðist saman fyrir framan Astor Place óperuhúsið í New York og mótmælti uppfærslu á Makbeð sem þar fór fram. Almúganum þótti sýningin vera of upp- skrúfuð og ætluð yfirstéttarfólki. Brátt tók að hitna í kolunum. Fólk fór að henda grjóti í húsið og eftir nokkrar ryskingar hófu lögreglusveitir borgarinnar skothríð á mótmælendur. Þegar skothvellirnir þögnuðu lágu 22 í valnum og gera þurfti að sárum 150 manna. Bókmenntafræð- ingurinn Lawrence W. Levine heldur því fram að á seinni hluta nítjándu aldar hafi bandarísk menning klofnað í tvennt: skemmtun og list eða í hámenningu og lágmenningu. Fyrir þann tíma hafi slík skil ekki verið fyrir hendi - fólk hafi ekki gert greinarmun á skemmtun eða afþreyingu annars vegar og list hins vegar. Þetta var endur- mat sem átti sér stað um öll Bandaríkin, hófst á austurströndinni og barst síðan vestur á bóginn. Og svo vildi til að Shakespeare féll ( hlut menn- ingarvitanna sem álitu verk hans alvarlegar bók- menntir með mikilvægan boðskap sem átti að setja upp með nákvæmum og settlegum hætti. Fólk í vestrinu, eins og reyndar sauðsvartur al- múginn um öll Bandaríkin, vildi setja verkin upp á hraðan og átakamikinn hátt með nógu miklum atgangi og látum. FHáttur austurstrandamanna þótti þeim bera keim af snobbi og yfirlæti. Ofangreindar óeirðir áttu sér reyndar stað sama ár og gullæðið hófst í Kaliforníu og gull- grafararnir tóku þessar deilur með í farangri sínum. Þar vestra var þó ekk- ert efamál hvor útgáfan af Shakesp- eare féll betur í kramið. Á nýnumdu svæðunum var fylking menningarfrömuða fremur þunnskipuð og almenningur gat óáreittur sett leikverk meistarans upp með sínum hætti. FHins vegar kom að því að villta vestrið varð tamið og leiksýningar að hætti Astor Place urðu þar allsráðandi líkt og á austurströndinni. Þegar skemmtanagildið tók að víkja fyrir listrænni nákvæmni og fágun varð atburðarásin einnig hægari og leikritin fengu þann óverðskuldaða stimpil að vera leiðinleg. Og um leið og farið var að líta á verk Shakespeares sem hástemmda list fremur en góðan söguburð urðu þau fjarlæg venjulegu fólki. Loks þegar orð Shakespeares hættu að heyr- ast lesin upphátt varð málfar hans brátt tyrfið og óárennilegt fyrir þá sem reyndu að lesa verkin upp á eigin spýtur. Þá má auðvitað bæta því við að ensk tunga hefur tekið mjög stórstígum breytingum á þessari öld. Málfar vesturfaranna, og annars enskumælandi fólks á síðustu öld, stóð þrátt fyrir allt mjög nálægt því sem tíðkað- ist á Englandi á tíma Shakespeares þó að fram- burðurinn væri ekki sá sami. Á þessari öld hefur ýmiss konar slangur ratað inn í málið og gömul orð og málfræðireglur hratað út og málið hefur fjarlægst tungu leikritanna með miklum hraða. Shakespeare nýtur enn nokkurrar hylli í vest- urhluta Ameríku, þótt ekki sé hann jafn ríkur þáttur í daglegu lífi fólks og áður. Meðal annars hafa nokkrir vestrar verið soðnir eftir sögu meistarans svo sem Broken Lance (1954) sem er gerð eftir Lé konungi og Jubal (1956) sem endursegir Óþelló. Þeir vestanmenn hafa átt frumkvæðið að fjölmörgum Shakespeare-hátíðum, auk þess sem nokkur glæst leikhús frá gullaldartímanum eru enn varðveitt. Þá gefst einnig tækifæri á því að upplifa ósvikna villta-vesturs-stemmingu með því að hlýða á eitthvert af leikverkum meistarans undir berum himni. Hins vegar er Ijóst að almúginn hefur fyrir margt löngu snúið sér að annarri afþrey- ingu. Framboð á skemmtiefni er orðið svo margvíslegt á okkar tímum og svo langt teygst í því að þjóna löngunum og duttlungum fólks, að Shakespeare stendur í mun harðari sam- keppni en forðum daga í villta vestrinu. Annað verkefni er svo að reyna að bjarga skáldinu úr klóm þeirra sem vilja ekkert fremur en lesa alls kyns pólitískan boðskap úr verkum hans, s.s. um kvennakúgun, kynþáttahatur og stéttaskipt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.