Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 62
Þorleifur Hauksson
Stílfræði skáldsagna
Þegar þetta er ritað er bókin Sagnalist að fara í
prentun. Bókarheitið er stutt en undirtitilt þeim
mun lengri: íslensk stílfræði II - Skáldsögur
1850-1970. Þetta er sem sé stílsaga skáld-
sagnaritunar fram yfir miðja síðustu öld og
byggist á hugtaka- og aðferðagrunni sem lagð-
ur er í Islenskri stílfræði okkar Þóris Óskarsson-
ar sem út kom 1994. Bókin er eigi að síður sjálf-
stætt verk. I atriðisorðaskrá eru öll helstu hug-
tök skýrð þannig að ekki þarf að hafa hina bók-
ina við höndina við lestur þessarar. Fteynt hefur
verið að hafa bókina sem aðgengilegasta öllum
áhugamönnum um þókmenntir, mál og stíl, án
þess að slaka á fræðilegum kröfum.
Þetta er ekki ein af þeim þókum þar sem sett
er fram einhver kenning eða tilgáta sem síðan
er annaðhvort sannprófuð eða hrakin, heldur
mótast viðfangsefnið jafnharðan eftir því sem
sagnalistin gefur tilefni til. Tekið er nokkurt mið
af bókmenntaumræðu samtímans, ritdómum
og greinum í tímaritum sem snerta ritstfl, af
skrifum höfundanna sjálfra um eigin verk og
viðtölum við þá þar sem slíkt hefur fundist og
komið að gagni.
Bókin fetar sig eftir þessum 120 árum skáld-
sögunnar fyrst og fremst með greiningum á
einstökum verkum. Það helsta sem tekið er til
skoðunar í skáldsagnagerðinni er: Orðaval (t.d.
gildishlaðin orð), málsnið (þ.á m. talmál og rit-
mál, hátíðlegt mál eða hversdagslegt), máls-
greinagerð, miðlun tals og hugsunar, stílbrögð
og myndmál, frásagnargerð, sögumaður og
sjónarmið eða sjónbeining, persónulýsingar,
náttúrulýsingar, skírskotanir til annarra texta, þ.á
m. skopstælingar.
Það er misjafnt hver þessara atriða eru tekin til
umfjöllunar í hverri skáldsögu fyrir sig. Ég reyni
líka að sneiða hjá of smásmugulegum stílgrein-
ingum - markmiðið er að opna skáldverkin betur
fyrir lesendum og skoða þau í heildarsamhengi
annarra texta, ekki tæta þau niður í smáeindir.
Einhver kann að spyrja eftir þessa upptaln-
ingu hvað sé eiginlega eftir fyrir önnur fræði að
fást við. í sjálfu sér bannar ekkert öðrum fræð-
um að skoða þessi atriði af sínum sjónarhól. En
stílfræðin er þverfagleg grein. Hún liggur á
mörkum málvísinda og bókmenntafræða og
tekur yfir skika frá hvorum tveggju, auk þess
sem hún á rætur í mælskufræðinni og hugtaka-
forðinn að hluta þaðan runninn. Henni er þannig
ekkert mállegt óviðkomandi. Varðandi afmörkun
gagnvart t.a.m. frásagnarfræðum bókmennt-
anna má vitna í Ullu Albeck í bókinni Dansk stil-
istik: „Svið stílfræðinnar er ekki mannlýsingar,
atburðarás, náttúrulýsingar, hugmyndaheimur,
lífsskoðanir o.s.frv., heldur málleg tjáning alls
þessa."' Þegar verið er að meta stíl bók-
menntaverka er auk þess óhjákvæmilegt að
taka með í dæmið grundvallarhugtök frásagnar-
háttarins eins og sögumannsaðferð og sjónar-
mið.
'Fyrsta skáldsagan'
Bókin fjallar um íslensku skáldsöguna frá upp-
hafi skáldsagnagerðar að evrópskri fyrirmynd.
Fræðimenn hafa reyndar ekki verið á einu máli
um hvaða saga eigi að teljast 'fyrsta íslenska
skáldsagan'; til að mynda má með vissum rétti
segja að Grettis saga skipi það heiðurssæti. (/s-
lenskri stílfræði (1994) er mismunandi gerðum
texta og sagna á öllum öldum gerð skil, allt fram
á 20. öld. í samhengi þessarar bókar þótti rétt
að byrja á Pilti og stúlku Jóns Thoroddsens og
sögulegum skáldsögum Torfhildar Þorsteins-
dóttur Hólm. Eitt af því sem er forvitnilegt við
sögur Jóns Thoroddsens eru textatengsl í ýms-
ar áttir, t.d. við íslendingasögur og stórkarlaleg-
an ýkjustíl riddarasagna og rímna. Málsnið í