Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 35
Hvítaruslið tmm bls. 33 jafnaðarstefnu samtímans. Kynslóðapólitfk tutt- ugustu aldar gróf mjög undan hinni gömlu há- menningu, og æskulýðsmenning 68-kynslóðar- innar upprætti hana að verulegu leyti með dyggri aðstoð Elli kerlingar. Þessir þættir og fleiri af svipuðum toga hafa gerbreytt stéttapóli- tík samtímans - menning ráðandi stéttar er ekki lengur andstæða alþýðumenningar, heldur flétt- ar elítan menningu sína úr þráðum alþýðumenn- ingarinnar, líkt og hin ráðandi stétt ræktar sitt al- þjóðlega viðskiptaumhverfi í öllum heimsins hornum. Bethany Bryson8 tekur viðhorf til mismunandi tegunda tónlistar sem dæmi um táknrænan ras- isma og mynstrað umburðarlyndi fjölmenning- arinnar. Hún telur óbeit á tilteknum tónlistar- hefðum vera þrælpólitíska yfirlýsingu um þá þjóðfélagshópa sem hefðirnar tengjast, og að grunnt sé á stéttbundinni fyrirlitningu í umræð- um fólks um smekk og smekkleysu. Umburðar- lyndi elítunnar sé þannig mynstrað og óæti sé skilið frá góðgæti á ströngum menningarpóli- tískum forsendum. Bryson notar hugtakið fjöl- menningarauðurbl að lýsa þeim menningarauði sem sprettur úr þessum jarðvegi - vel valið hugtak sem lýsir ekki aðeins margbreytileika nútímamenningar, heldur einnig þeirri fram- sæknu menningarpólitík sem endurspeglast í alætusmekk nýju elítumenningarinnar. Bryson sýnir fram á að þótt tónlistarlegt um- burðarlyndi Bandaríkjamanna hafi aukist í takt við meiri menntun og aukið pólitískt umburðar- lyndi, gegnsýri stéttapólitík þó tónlistarsmekk umburðarlyndra menntamanna. Klassísk tónlist sé ekki lengur aðalsmerki menningarvitans, nú hlusti hann á margbreytilega heimshorna- og menningarkimatónlist. Það sem öðru fremur Elíta vestrænna sam- félaga var löngum skil- greind af svonefndri hámenningu, en það er liðin tíð. Aðalsmerki hinnar nútímalegu elítu er fjölbreyttur smekkur, og mörkin milli elítunn- ar og plebbans eru nú fjölmenningarleg. skilur fjölmenningarhafurinn frá lágmenningar- sauðunum er afstaðan til þeirrar tónlistar sem vinsælust er á hverjum tíma - tónlistar pöpuls- ins. Elítan nýtur þess að hlusta á alþýðutónlist annarra landa eða gamalla tíma, en hrollur fer um hana ef alþýðutónlist eigin lands ber á góma. Þannig finnur Bryson til dæmis sterka fylgni milli umburðarlyndis bandarískra mennta- manna gagnvart mismunandi tónlistarstefnum og fyrirlitningar þeirra á tónlist hvítrar jafnt sem svartrar lágstéttar bandarísks samfélags - kántrí og þungarokki, gospel og rappi. Með þessum hætti séu mörk umburðarlyndis því dregin milli heimsborgarelítunnar og lágstéttarplebbana. Heimsborgarelítan Þótt smekkur nýju elítunnar sé alþjóðlegur sam- tíningur er hin nýja menning einsleit. Jafnvel Landfræðilegur og fé- lagslegur hreyfanleiki hefur einnig skilað sér í blönduðum menning- arsmekk, og hin grímu- lausu snobbhænsn fyrri tíma hafa verið leikin grátt af jafnaðarstefnu samtímans. útkimar heimsþorpsins eru keimlíkir, rétt eins og ein vin í eyðimörkinni líkist þeirri næstu. Fjöl- menningarvitar í Reykjavík og Omaha, Nebr- aska, gætu haft vistaskipti án mikilla erfiðleika, en hvor um sig yrði fyrir alvarlegu menningar- áfalli á Kópaskeri eða í Schuyler, Nebraska. Hin nýja heimsborgarelíta er í raun staðlaus, en lág- stéttin jafnan rótföst í heimahögum sínum - jafnvel þegar hún leggur land undir fót.9 Siðfræði fjölmenningarinnar endurspeglar harðan veruleika sérfræðisamfélagsins, því ár- angur í alþjóðlegu vinnuumhverfi veltur í sívax- andi mæli á því að umgangast allra þjóða börn af vinsemd og virðingu. David Brooks fjallar um þessa nýju siðfræði fjölmenningarelítunnar í gamanfélagsfræðiverki sínu Bóbóar I Paradís.'0 Bóbóarnir hans eru burgeisabóhemar, meðal þeirra fer ævintýralöngun bóhemsins saman við háþróaðan, rándýran smekk burgeisanna - þeir eru þein afurð þeirra þjóðfélagsbreytinga sem máð hafa mörkin milli viðskiptalífs og menning- arlífs. Bóbóinn er dæmdur til að fordæma og fyrirlíta öll forréttindi í daglegu forréttindalífi sínu, og dagleg neysla hans gegnir lykilhlutverki í því að halda þversögninni í skefjum. Þeir sem vilja njóta viðurkenningar mennta- stéttarinnar verða að takast á við angist allsnægtanna. Þeir verða að sanna - ekki síst fyrir sjálfum sér - að í príli sínu upp mannvirð- ingarstigann hafi þeir ekki orðið allt það sem þeir fyrirlíta, þeir verða að finna smuguna milli auðs og apa, þeir verða að finna leið til að koma á sáttum milli jafnréttishugsjóna sinna og for- réttindastöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.