Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 41
Allt sem ég sé tmm bls. 39 „klassískrar" Ijóðlistar 20. aldar vissi vel um þessi bæjargöng inn í spádómshellinn. Jafn ólíkir menn sem Paul Valéry, Andrea Zanzotto, Sigfús Daðason, Gottfried Benn og Octavio Paz fjölluðu allir með einum eða öðrum hætti um óræka hæfileika Ijóðmálsins til að fanga í mynd, hrynjandi og ómi það sem enginn gat beinlínis sagt, en margir fundu á sér. Þeir voru meira að segja á því að ekkert listform væri betur til þess fallið að ná utan um alla bandvídd mannsins og sögu hans en einmitt Ijóðformið.____________ Þótt við treystum ekki einvörðungu Ijóðform- inu til að halda eftir þessum kenndum nú á dögum hefur það samt í engu breyst að Ijóð- formið felur enn í sér þennan grunnþátt. Við ótt- umst sambandsleysi en gerum það á grundvelli höfuðviðmiðs okkar tíma: Samkeppninnar. Við metum boðskiptaleiðir eins og Dow Jones vísi- tölu. Gengi flugritsins var hátt á 16. öld en er nú svo lágt að spurning er hvort skrá eigi það af markaði. Gengi netsins er hátt, en gæti verið hærra á meðan augljóst er að stafræna sjón- varpið er ekki að uppfylla væntingar áhættufjár- festa - og þannig út í hið óendanlega. Hver boð- skiptaleið á að toppa ímyndað met. Af því að það er augljóst að ákveðin gerð Ijóðsins - Ijóðið í sinni víðustu vídd sem þekkingartæki, söngur, spá og dans - hefur ekki haft í tré við til dæmis al- og hálfrímaða texta um tilfinningaástand Ijóð- mælandans og afstöðu hans til nánasta um- hverfis, telst Ijóðið sem listform búið að vera og verði helst bjargað með stuðlainndælingu. Ég reifaði aðeins fyrr á þessu ári hér í tímaritinu hvernig til hefur orðið óígrunduð orðræða um „dauða Ijóðsins" sem er byggð annars vegar á hreinu hugsunarleysi andspænis orðaleppunum og hins vegar á samkeppnishugmyndinni: Af því að Ijóðið er ekki með keppnislið í öllum greinum á uppdiktuðum ólympíuleikum andans er það „búið að vera". Ég rifjaði jafnframt upp að meginástæðan fyrir meintum dauða Ijóðsins - Ijóðið nýtur ekki almenningshylli - er ekki einu sinni umræðuhæf forsenda sé mið tekið af fag- urfræði hins „klassíska" módernisma. Nánast allar stórkanónur Ijóðsins á 20. öld, frá T.S. Eliot til Tomas Tranströmer, voru sammála um að „sigur í samkeppni" væri ekki hlutverk Ijóðsins og að skáldin ortu fyrir sig sjálf eða fáa útvalda lesendur - almenningshylli væri bara bónus eða þá eintómt píp. Það er hreinræktuð póst- módern hugmynd að þessu verði að breyta, hugmynd sem stingur þegar upp kollinum hjá Beat-skáldunum á 6. áratugnum og sem Susan Sontag gerði að meginbaráttuefni í frægri grein frá 7. áratugnum um að „bilinu bæri að loka", <c> bilinu milli listamannsins og almennings. Allt frá fyrstu þreifingum póstmódernista í Bandaríkj- unum til að fella menningarframleiðsluna f sinni víðustu mynd inn í umræðu um merkingu og meiningu og afnema tollamúrana milli hins háa og lága hefur verið Ijóst að hugmyndin um „dauða Ijóðsins" hefur verið meira en bara rifr- ildi um smáskítterí eins og stuðla eða þjóðlegar áherslur. Hún hefur haldist í hendur við það sem mætti nefna sáldrun merkingarinnar um öll svið menningarframleiðslunnar. Við getum ekki á vorum dögum nema með tilfærslum skipað til að mynda frönsku skáldsögunni þann sess að vera sérstaklega vel útbúið tæki til að ná tökum á þekkingu, kenndum og merkingu samtímans. Þessi geta er líka í nýjasta Hollywood-blokkböst- ernum, hún er líka í skúlptúrum Ernestos Neto og hún er líka í nýjasta músíkvfdeói Beyoncé Knowles. Smám saman hefur þessi skilningur — þrátt fyrir heiftúðug mótmæli og stöðugar til- raunir til að búa til ný stigveldi og nýjar goggun- arraðir - orðið ráðandi og innan hans er tilkall Ijóðagerðarinnar til þess að vera „sérstök" jafn hjáróma og annarra listtegunda. Reyndar ekki alveg jafn hjáróma og annarra því Ijóðlistin hefur orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á sáldruninni: Hana hefur skort réttlætingarorðræðu. Ljóðllstin á sér ekki valdastoð í menningunni sem ábyrgist gildi hennar. Boðskiptaleg staða hennar hefur samkvæmt dólgakenningunni farið hall- oka í samkepninni á hinum frjálsa menningar- markaði og samkvæmt hinni opinberu kenningu o er hún einfaldlega jafngild öðrum framleiðslu- einingum menningarnetsins. Ekkert gerir Ijóðið sérstakt. Hins vegar hefur uppnám stigveldanna Ifka leitt af sér nýja sýn á það hvernig við ræðum um gildi. Þeirri hugsun hefur vaxið ásmegin að boð- skiptaformin hafi gildi í sjálfu sér sem leið að því sem tákna á. Hvert boðskiptaform hafi fólgið í sér sérstaka tegund af upplýsingum sem ekki er sjálfgefið að önnur boðskiptaform geti miðlað, numið eða geymt. Frá tæknisögulegum sjónarhóli er Ijóðlistin sambærileg við tæki sem ríkjandi orðræða dæmir úrelt vegna þess að ný tækni kemur fram á sjónarsviðið. Eitt af því sem mönnum hefur lærst er að tækni er sjaldnast þannig gerð að hægt sé að skipta út meiri tækni fyrir minni. Það er augljóst að þetta gildir einkum um boðskiptatækni. Stafræn miðlun upplýsinga er ekkert endilega „betri" en miðlun þeirra á bók, hún er fyrst og fremst öðruvfsi. Eðli boð- skiptatækninnar breytir hins vegar dagskýrt því hvernig upplýsingarnar eru settar fram, magni þess sem geymt er og þeirri þekkingu sem beitt er til að kalla upplýsingarnar fram og endurfram- leiða. Séð frá þessári hlið er Ijóst að Ijóðlistin hefur yfir að ráða tækni sem er einstök. Tækni sem er upprunin í grárri forneskju, í heimildar- snauðri fortíð þar sem þau fáu leiftur sem við þó sjáum opna fyrir okkur veröld þar sem Ijóðlistin er helsti boðskiptamiðillinn milli þess sem ekki er orðið og þess sem er. Það er mín skoðun að Ijóðlistin sé enn slík brú og að sönnun þess megi glöggt sjá í Ijóðlist samtímans. Við sem heima sitjum Hreiðrum um okkur i mannsbúknum. Komum okkur fyrir þar sem fýsnirnar krauma og búa sér ból í líkamspörtunum. Við erum heima í eldhúsi. Einmitt þar sem fjölskyldan brynjar sig upp af orku og samheldni, þar sem ástin á næringunni og ástin á manneskjunni hverfast saman yfir pottgufunum og þekkjast ekki lengur hvor frá annarri. Við erum stödd þar sem hungrið í belgn- um er svo vítt og stórt og yfirgripsmikið að það rúmar allt hungur mannsævinnar; það rúmar allt frá óseðjandi frumstæðishungri vögguáranna til lífshungurs lokaskrefanna, þessarar órökréttu græðgi í að fá að lifa aðeins pínulítið lengur þótt Ijóst sé að enginn og ekkert hafi lengur þörf fyrir mann. Þetta er mótsagnakenndur staður. Þetta er staðurinn þar sem ástin er framleidd með matargjöfum - próteini - en séð frá öðru sjónar- horni er þetta staðurinn þar sem ástinni er hafnað í skiptum fyrir dýrslega þörf fyrir nær- ingu og hlýju. í Ijóði Kristínar Ómarsdóttur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.