Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 57
Völuspá og Hringadróttinssaga tmm
bls. 55
Tolkien sér, meðal annars, að norrænu goð-
sögnunum6 en hann vann einkum úr Eddu-
kvæðum, Snorra-Eddu, Vöisungasögu og
Heimskringlu í Hringadróttinssögu. Fyrir utan
innblásturinn sem Tolkien fann í þessum text-
um og áður hefur verið nefndur, virðist hann
hafa ætlað að sætta ósamræmið í ýmsum hefð-
um eða heimildum og niðurstaðan er það sem
Shippey kallar samhengi eða „Zusammen-
hang".7 Þetta „Zusammenhang" er mjög at-
hyglisvert og tengist líka alþjóðlegu aðdráttarafli
verka Tolkiens. í nýlegum fyrirlestri sínum um
Tolkien nefnir Shippey ennfremur eftirfarandi
ástæður fyrir notkun hans á norrænu efni: 1)
fyndni ('comism') en í sérstöku formi sem er
sambland hins fyndna, hins hetjulega og hins
háleita, 2) ákveðin stílbrot ('stylistic indecorum')
sem eru sérkennileg og norræn, 3) hetjuskap
sem fjallað verður um síðar. Að sögn Shippeys
fólst aðdráttarafl norrænnar goðafræði fyrir
Tolkien loks í því hversu stór hluti hennar hafði
glatast.8 Tolkien taldi þessar eyður eða úrfellingar
ómótstæðilegar - hann varð að fylla upp í þær.
Bygging / ginnungagap
Ekki er hægt að bera saman byggingu Vöiuspár
og Hringadróttinssögu en það er heillandi að
benda á eitt formgerðareinkenni sem þær eiga
sameiginlegt. Vötuspá varðveittist í munnlegri
geymd og er ekki til í einni óumdeilanlegri út-
gáfu (sbr. t.d. Konungsbók og Hauksbók). Text-
inn er víða óskýr og finna má víxl og innskot
sem átt hafa að bæta við þekkingu sem fyrir var
eða fylla í eyður í textanum. Til að skilja Völuspá
og tilvísanir í henni betur er iðulega stuðst við
aðrar heimildir, svo sem Eddukvæði eða Snorra-
Eddu9 Hringadróttinssaga er heildstætt verk,
bókin er samfelld en samt eru þar líka margar
úrfellingar. Greinilegt er að einn maður var að
verki enda er sagan laus við það ósamræmi
sem oftast sést í efni sem varðveist hefur í
munnlegri geymd. Engu að síður þurfum við að
lesa um helstu átök Hringadróttinssögu í
Silmarillion'0 og viðaukum sögunnar til að vita
hvað býr að baki þeim. Þessar heimildir gefa ná-
kvæmar upplýsingar, meðal annars um sköpun
og forsögu hringsins, eðli og uppruna Saurons,
álfa, galdramanna, Enta og fleira. Sumar sagna
Silmarillion bergmála í Ijóðum Hringadróttins-
sögu. Á svipaðan hátt útskýrir Snorra-Edda
„betur" það sem aðeins er bent á f Völuspá;
baráttuna milli vana og ása, sögur af refsingu
Loka eða af smiðinum sem reisti goðunum
skíðgarð. Völuspá er eins og rammasaga sem
segir frá helstu atburðum norrænnar goðafræði
en samtímis er kvæðið kjarni goðafræðinnar.
Hringadróttinssaga er á hinn bóginn unnin úr
einum atburði - sögu Miðgarðs í Silmarillion.
Þar er aðeins sagt frá stríðinu um hringinn í
einni málsgrein. Bæði Völuspá og Hringadrótt-
inssaga geta staðið sem sjálfstæð verk en þó er
alltaf stærri heimur og saga hans í baksýn aðal-
frásagnarinnar. Það er einnig mikilvægt að
muna að fleiri líkindi eru á milli Völuspár og
Silmarillions en á milli Völuspár og Hringadrótt-
inssögu. Sérstaklega er heillandi að bera saman
upphafskafla kvæðisins og „Ainulindalé" eða
„Valaquenta", þar sem fjallað er um sköpun
heimsins þó á ólíkan hátt sé. Það er þó efni í
aðra umræðu.
„Hvað er með álfum?"
Til eru sögusagnir sem segja að Tolkien hafi
skrifað upp týnd brot úr Sigurðarkviðu." Þetta
tengist löngun hans til að fylla í eyðurnar. Ein af
úrfellingunum sem áður voru nefndar snertir
langforvitnilegustu og dularfyllstu verurnar -
álfa. Það er óneitanlega freistandi að stinga upp
á því að goðafræði Tolkiens, sem oft hefur álfa í
aðalhlutverki, fylli ef til vill upp í eyður í norræn-
um goðsögum þar sem fjarvera þeirra er eftir-
tektarverð. Heitin sem Tolkien velur eru líka
mikilvæg. ( goðafræði sinni notar hann t.d.
enska orðið „elf" sem dregið er af fornnorræna
orðinu „álfur" eða „álfr" í staðinn fyrir „fairy"
eða „faery" sem var algengara í enskri hefð og
bókmenntum.
Hverjir eru álfar í norrænum goðsögum og
hvar eru þeir? Völuspá er frekar stuttorð um það
og nefnir álfa aðeins í 49. vísu: „Hvað er með
ásum? / hvað er með álfum?", orðalagið berg-
málar í Þrymskviðu (7. vísa).12 Snorri segir okk-
ur meira um þá en hann kynnir skiptinguna í
Ijósálfa sem búa í Álfheimi og á upphimnum og
dökkálfa sem búa í jörðu. í Snorra-Eddu eru
upplýsingarnar þó aðeins í brotum og eiginlega
ekkert er sagt frá stöðu og hlutverki álfa í heimi
goðanna. Við þurfum að giska á afganginn. í
spurningunni í 49. vísu Völuspár eru álfar og
æsir nefndir saman. Það gæti bent til þess að
þeir hafi haft svipaða stöðu í heimi goðanna.13
Álfar gegna aðalhlutverki f verkum Tolkiens,
bæði í Silmarillion og Hringadróttinssögu. Þeir
eru ekki alltaf „Ijósálfar" en þeir eru óneitanlega
stórkostlegar verur. Það er líka til saga um að
orkar hafi einu sinni verið álfar sem Morgoth,
meistari Saurons, undirokaði og umhverfði f
myrkraverur. Þetta gæti verið hugsanleg for-