Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 58
 'll mmm ■ B -k. m * .= ’i— Samt eru nokkur athyglisverð líkindi með verum sem geta talist 'skrímsli' í Völuspá og Hringa- dróttinssögu. Skrímsli leika stórt hlutverk í Ragnarökum. Fenrisúlfur losnar og berst við Óðin (52. v.) og seinna við Viðar (53. v.). Mið- garðsormur berst við Þór (54. v.). Það er þó ef til vill síður mikilvægt en það sem gerist eftir Ragnarök: „Þar kemur inn dimmi / dreki fljúg- andi" (63. v.). Tolkien dáðist mjög að drekum sem er augljóst af t.d. frægum fyrirlestri hans saga dökkálfanna sem Tolkien skapaði af þörf fyrir að fylla í eyður gamalla sagna. Ennfremur gæti verið áhugavert í sambandi við Völuspá og Hringadróttinssögu að bera saman æsi og álfa, stöðu þeirra, hlutverk og örlög. Álfar í goðafræði Tolkiens eru ekki af hæstu stétt. Valar eru ofar þeim. í Miðgarði virðast álfar samt vera hæst settir; vitrir, fallegir og eilífir og ofar mönnum. Áberandi er að eins og æsir í ragnarökum, sem fjallað er um í lokakafla Völuspár, eru álfarnir í Hringadróttinssögu dæmdir til að flytja frá Mið- garði, rétt eins og þegar þeir þurftu að yfirgefa land goðanna í upphafi.14 Tími þeirra rennur út. Meira verður fjallað um þetta síðar í kafla um Ragnarök. Nú er röðin hins vegar komin að mik- ilvægum álfi sem tengist Völuspá en skýtur upp kollinum á mjög óvæntum stöðum. Dvergar í láni Það eru ekki aðeins álfar sem finnast bæði hjá Tolkien og í norrænni goðafræði. Dvergar Tolki- ens eru þær verur sem skapa hvað sterkust tengsl við Völuspá, sérstaklega ( Hobbitanum. Það liggur í augum uppi að Tolkien fær nöfn dverganna lánuð úr dvergatali Völuspár. Að- gerðalaust líf Bilbó Baggins er allt í einu truflað þegar eftirfarandi herramenn koma í heimsókn til hans: Dwalin, Balin, Kili, Fili, Dori, Nori, Ori, Oin, Gloin, Bifur, Bofur, Bombur - dvergar sem taka þátt í ævintýrunum ásamt Bilbó. Þar eru fleiri sem Tolkien valdi úr dvergatali.15 Hann við- urkenndi fúslega þakkarskuld sína, meðal ann- ars f bréfum.16 En meðal dverganna leynist einn sem virðist vera frekar ódverglega vaxinn en það er Gandálfur eða „Gandalf". Gandálfur er dularfullt fyrirbæri því að hann virðist vera venju- legur dvergur í Völuspá en er voldugur galdra- maður í Hringadróttinssögu. Tom Shippey finn- ur áhugaverða skýringu á nafninu „Galdur" og hlutverki hans. Það kemur í Ijós að orðsifjafræði- lega tengist Gandálfur bæði álfum, sem eru afar ólíkir dvergum, og galdri. í bókstaflegri merk- ingu er hann álfur með gand sem þýðir galdra- maður.17 Shippey telur að Tolkien hafi tekið dvergatalið alvarlega og gert ráð fyrir að á bak við það væri saga sem brenglast hefði í varð- veislu. Að hans mati hefðu nöfn víxlast svo galdramaður eða álfur með galdrastaf hefði fyr- ir mistök verið talinn til dverga þótt hann væri í raun og veru félagi þeirra.: What Tolkien did, in other words, was to take the „Dvergatal" seriously; to assume that it was a record of something that had had a story attached to it, an Odyssey of the dwarves; and that it had got garbled, so that nicknames got mixed up with names, and a magician, or elvish creature, with a magician's staff, had been listed wrongly but understandably, as a dwarf, when he was really a companion of the dwarves. Shippey bætir við: „Tolkien's response to Old Norse literature was philological in exactly the sense that he thought proper to that word".18 Gandálfur er lýsandi dæmi um það. Það er merkilegt að Tolkien tók ekki aðeins upp nöfn dverga. Skapgerð dverga hans er einnig í samræmi við Eddukvæðin. Sagan af því hvernig dvergarnir urðu til er þó fágaðri hjá Tolkien en sú sem við þekkjum úr Gylfaginn- ingu. Aulés, sem var hásmiðurinn og einn af völunum skapaði dvergana, en lllúvatar blessaði þá með lífi. í Gylfaginningu kvikna dvergarnir hins vegar niðri í jörðinni svo sem maðkar í holdi. Upprunalega kviknuðu þeir þó í holdi jöt- unsins Ýmis og voru þá bókstaflega maðkar. í báðum verkum búa dvergarnir neðanjarðar og í hellum og þeir eru aðallega smiðir. Skrímsli í uppnámi Tolkien fékk að láni nokkrar verur úr fornheimild- um en meginhluta þeirra skapaði hann sjálfur. „The Monsters and the Critics" og náttúrlega Hobbitanum. Drekinn sem Bilbó hittir er kannski ekki sá sami og í síðustu vísu Völuspár, en hann gæti vel átt heima í Fáfnismálum. Þá er Miðgarðsormur Völuspár tvímælalaust fyrir- myndin að 'cameo' sýningu í litlu verki Tolkiens Roverandom.’9 Þetta var örlítill útúrdúr en það er hins vegar raunverulegt vandamál hvaða hlutverki skrímslin í Völuspá og hjá Tolkien gegna. Bardagi Gandálfs við hinn grimma Balrogga í Moria minnir á eitt af einvígunum í Ragnarökum. Balrogg minnir ennfremur á Surt sem kemur sunnan að með eldi. Hin hn/llilega kónguló Shelob (Skella) er líka verðugur ættingi skrímsla sem rísa upp í Ragnarökum.20 í öllum þessum líkindum er eitt mótíf sem skiptir miklu máli. Öll fyrrnefndu skrímslin virðast standa fyr- ir upprunalegt afl sem losnar sjálfkrafa úr læð- ingi við umbrot. Þannig mynda þau ótemjanlegt afl sem stendur fyrir frumillskuna. Skrímslin virðast ekki halda með neinum, en þau berjast vissulega við goð og flokkast því með óvinum þeirra. Balrogg og Shelob eru til dæmis ekki þrælar Saurons en fyrir tilviljun berjast þau við andstæðinga hans. Að lokum má nefna tvær verur sem eru ekki beint skrímsli - Loka og Gollum. Eðli þeirra er mjög flókið og vafasamt, það eiga þeir sameig- inlegt. Þeir eru ennfremur líkir að því leyti að eins og skrímslin virðast gjörðir þeirra fyrst og fremst eigingjarnar. Loki bæði hjálpar ásum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.