Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 60
margs konar goðafræði - goðin eru að rýma til fyrir mönnum. Hin hliðin á örlögunum er hetjudáðin (hero- ism) sem Tolkien þótti afar merkileg í norrænum goðsögnum, að sögn Shippeys. Hetjudáðin tengist hugtakinu „virtuous paganism", þ.e. hugmyndinni um hinn „göfuga heiðingja".26 Völuspá er auðvitað spá þar sem Óðinn kemst að því hvað muni verða en hann getur ekki gert neitt til að hindra örlögin. Þrátt fyrir að örlögin séu ráðin berjast öll goðin í Ragnarökum. í Hringadróttinssögu er engin spá til en samt virðast allir vita að barátta þeirra er vonlaus. All- ir óvinir Saurons sameinast í hringastríðinu. Sig- urinn kemur frekar á óvart; hann er ekki glæst- ur og gjaldið er hátt. Þegar allt kemur til alls virð- ist Völuspá „myrkt kvæði"27 en bæði Silmar- illion og Hringadróttinssaga eru harmræn. Átök eða málamiðlun? Þá eru ótaldar túlkanir beggja textanna en nefna má eitt atriði sem gæti orðið efni í aðra umræðu en þessa tilraun til að sýna fram á líkindi milli Völuspár og Hringadróttinssögu. \ túlkun sinni bendir Sigurður Nordal á að Völuspá sýni átök milli kristni og heiðni28 og Einar Ól. Sveinsson segir: „ Ef litið er á efni kvæðisins, virðist það að mestu heiðið. En vera má, að (síðasta hlutanum, um ragnarök og hinn nýja heim, gæti á stöku stað kristinna hugmynda" - og: „65. vísa er ef- laust af kristnum uppruna."29 Þessi átök eru greinilegri hjá Snorra og tengjast „euhemerism" þar sem gert er ráð fyrir að að goð séu ein- göngu manneskjur teknar í guðatölu en slikt er einnig áberandi í keltneskum goðsögum. Að- stæður Tolkiens voru allt aðrar og vandamálið var líka persónulegra þegar hann reyndi að finna málamiðlun milli þess sem hann dáðist að í forn- bókmenntum („göfugrar heiðni") og kaþólskrar trúar sinnar. Shippey segir Tolkien hafa viljað lýsa hetjusiðferði, byggðu á fornenskri og fornnorrænni hefð, á skiljanlegan hátt, án þess að það bryti í bága við kristna trú: „Tolkien wanted to express a heroic ethic, set in a pre- Christian world, which he derived from Old English epic and Old Norse edda and saga. But he also wanted to make it sayable in a contemporary idiom, understandable to con- temporary readers, and not in contradiction of Christian belief."30 Spyrja má hvort tilraun Tolki- ens hafi verið árangursrík. Bölvaði Völva tölvu? Áðurnefnd hrifning Tolkiens af goðafræði, hið frjóa goðsagnaímyndunarafl hans, skapandi við- brögð hans við miðaldatexta og óhemjumikil þekking hans á fornum tungumálum og bók- menntum leiddu til þess að hann skapaði sam- tímagoðafræði (Silmarillion) og hetjusögu (Hringadróttinssögu). Þó að spennandi sé að rekja áhrifin og benda á líkindi milli skáldskapar- veraldar Tolkiens og norrænna texta er mikil- vægt að hafa ( huga að verk hans eru sérstök. Rætur þeirra liggja vissulega í gömlum hefðum en bæði heimurinn sem hann skapaði og verkin sjálf eru framúrskarandi; óvenjuleg, frumleg, og þroskandi. Tolkien endurvakti gamla goðafræði til að búa til nýja handa 20. öldinni, öld sem þurfti að þola tvenn sagnfræðileg ragnarök. „Zusammenhang" ýmissa hefða leiddi til sköp- unar Bifrastar eða þess sem Terry Gunnell kall- ar „bridge between the cultures"3' og allt þetta er þýtt á nútímamálfar sem lesendur geta skil- ið. Að sögn Terry Gunnells er þessi blanda áhrifa skýringin á alþjóðlegu aðdráttarafli Hringadróttinssögu því það eru ekki aðeins ís- lendingar sem koma auga á kunnuglega þætti í verkinu. Hringadróttinssaga er frægasta fantasía Tolki- ens og hefur verið lesin um allan heim áratug- um saman. Áhuginn á verkinu er þó óvenjumik- ill núna enda hefur kvikmyndun Peters Jacks- ons hleypt nýju lífi í það. Hætta má á aðra djarfa líkingu og segja að Peter Jackson endurveki goðafræði Tolkiens og fylli í eyður hennar með nýjum (oftast tölvuunnum) galdri á svipaðan hátt og Tolkien gerði þegar hann enduruppgötv- aði gamlar goðsagnir. Þessi nýja túlkun Jacks- ons getur verið eins og upplífgandi göngutúr í gömlum skógum þar sem við þekkjum laufin af fornum norrænum trjám. Gæti völvan hafa séð fyrir að á 21. öld yrði goðafræðin í myndrænu formi og mikill hluti hennar tölvuunninn? Og ef svo er, skyldi hún hafa bölvað þessari nýmóð- inssýn eða hvað? Heimildir Eddukvæði. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. Reykja- vík, 1999. Snorra-Edda. Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykja- vík, 1984. Tolkien, J.R.R.: The Hobbit (1. útgáfa 1954-55). Á ís- lensku: Hobbitinn. Þorsteinn Thorarensen ís- lenskaði. Reykjavík, 1997. Tolkien, J.R.R.: Letters of J.Ft.R. Tolkien. Ritstj. Hum- phrey Carpenter & Ch. Tolkien. London, 1995. Tolkien, J.R.R.: Roverandom. London, 1998. Tolkien, J.R.R.: The Silmarillion (1. útgáfa 1954-55). Á íslensku: Silmerillinn. Þorsteinn Thorarensen ís- lenskaði. Reykjavík, 1999. Tolkien, J.R.R.: The Lord of the Rings (1. útgáfa 1954-55). Á íslensku: Hringadróttinssaga. Þor- steinn Thorarensen Islenskaði. Reykjavík, 1993. Tolkien, J.R.R.: Tree and Leaf. London 1964 (1. út- gáfa). Tolkien, J.R.R.: The Monsters and the Critics, and Other Essays. Ritstj. Ch. Tolkien. London, 1991. Cooper, J.C.: An lllustrated Encyclopaedia of Tra- ditional Symbols. London, 1993. Dronke, Ursula: Myth and Fiction in Early Norse Lands. Aldershot, 1996. Einar Ól. Sveinsson: Islenzkar bókmenntir í fornöld. Reykjavík 1962. Gunnell, Terry: „ Tívar in a Timeless Land: Tolkien's Elv- es". Ráðstefna um Hringadróttins sögu Tolkiens 13. september 2002; netútgáfa: http://www.nor- dals.hi.is/terry.html. Helms, Randel: Tolkien's World. London, 1975. Katherine Briggs: The Fairíes in Tradition and Litera- ture. London, 2002. Kocher, Paul Harold: Master of Middle-earth: the Achievement of J.R.R. Tolkien. London, 1973. Shippey, Tom: „Tolkien and lceland: The Philology of Envy". Ráðstefna um Hríngadróttins sögu Tolkiens 13. september 2002; netútgáfa: http://www.nor- dals.hi.is/shippey.html. Sigurður Nordal: Völuspá. Reykjavík, 1952. Whelpton, Matthew: „Tale-teller, truth-teller; myth- maker, God". Ráðstefna um Hringadróttins sögu Tolkiens 13. september 2002; netútgáfa: http://www.nordals.hi.is/matthew.html.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.