Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 12
í eyra ungra höfunda er hvíslað; „Skrifaðu um
ísland og ég skal færa þér heiminn." Þetta eiga
menn að afþakka. Frekar skrifa fyrir færri les-
endur og berjast fyrir rétti okkar til að tjá okkur
án formerkja, án endalausrar skírskotunar til
sögu og þjóðareðlis sem búið er að jarða í klisj-
um, réttinum á að vera; ja, til dæmis; í kaþólskri
trúarkreppu.
„Því miður," eigum við að segja, „Fjallaey-
vindur heyrir sögunni til. Þurfirðu bráðnauðsyn-
lega á honum að halda, þá mæli ég með bún-
ingaleigunni á Skólavörðustíg. Farðu svo heim á
hótel og leiktu hann sjálfur."
Ef einhver stappar í gólfið og heimtar sinn
Fjallaeyvind með þeim rökum að annað sé ekki
íslenskar bókmenntir, og ef hann geti ekki
vænst þeirra á íslandi þá geti hann rétt eins leit-
að annað, þá segjum við:
Flinn íslenski frásagnararfur er mikilvægastur
í sjálfu sér, og þegar horft er á kjarna hans, þá
er það aukaatriði frá hverju er sagt. Til að sjá frá-
sagnararfinn sem tærastan þarf einmitt að kom-
ast frá margtuggðu frásagnarefninu. íslenskur
höfundur sem afneitar hefðbundnu frásagnar-
efni hefur ekki þar með afneitað frásagnararfin-
um, enda er honum það ógjörningur, heldur
reynt hann í öðru samhengi, sem er nákvæm-
lega það sem við þurfum að gera eigi hann að
þróast. Ef það er ekki gert hefur hann afar tak-
markaða þýðingu. Það er mikilvægara að ís-
lensk frásagnarlist mæti heiminum og umskapi
hann, en að fleiri matreiði Fjallaeyvind í nýjum
klæðum ofan í útlendinga.
Ef menn fara svo að spyrja, já en hver er þá
þessi kjarni Islenskrar frásagnarlistar?, þá er
svarið það að til þess að komast að því verðirðu
að lesa bækurnar. Frásagnarlist er eðli þjóðar-
innar og þess vegna er alger endileysa að nota
frásagnarlist til þess að skýra eðli þjóðarinnar,
það er stanslaus endurtekning, það er vísasta
leiðin á fullkomið innihaldsleysi. Frásagnarlistin
er upprunalegri en það sem skilgreinir hana og
því verður maður bara að njóta hennar, spá í
hana á hálfdulrænu plani, eða hunsa hana.
Þegar kemur að orðasambandinu íslenskar
bókmenntir er ég hræddur um að flestir leggi
meira upp úr orðinu ístenskur en orðinu bók-
menntir og tengi þá orðið íslenskur ákveðnu
umfjöllunarefni. Þetta ber að hafa í huga þegar
talað er um Vefarann mikla frá Kasmír sem upp-
haf ístenskra nútímabókmennta. Þar er öll
áherslan, aldrei þessu vant, á seinni hluta
setningarinnar. Menn hafa alveg horft
fram hjá kjarna málsins; Vefarinn mikli
frá Kasmír er óíslensk bók.
Vefarinn mikli varð nokkurs-
konar varnarveggur, ekki hætta þér
lengra en þetta út fyrir landsteinana. Og
það gerðu fáir. Ef þeir gerðu það áttu þeir
ekki sjö dagana sæla.
Einkenni íslenskra bókmennta eru aðallega
þrjú, tíminn er fastmótaður, formið er realískt,
og ísland og hið íslenska kemur við sögu bæði
sem efni og sögusvið.
Þessi hugsun kristallast í þríeiningarsetningu
Snorra Fljartarsonar; Land, þjóð og tunga, þrenn-
ing sönn og ein. Þessi setning er skylduatriði
í íslenskum bókmenntum, nokkuð sem óþekkt-
ur höfundur ætti að hafa hugfast vilji hann fá út-
gefið.
Landið er sögusviðið.
Þjóðin er efnið, saga hennar sögutíminn.
Tungan það sem sýnir að þetta ber af öllu
öðru í alheiminum
Sem sagt, fyrsta lykilorðið, land, segir hvar
sagan á að gerast, annað lykilorðið, þjóð, segir
um hvað sagan á að fjalla, og þriðja lykilorðið,
tunga, er sönnunin, skjaldþakan sem heimurinn
hvílir á. Það segir sig sjálft að tíminn er „íslensk-
ur", því verk sem gerist á íslandi og fjallar að
hluta til um það íslenska er staðsett í einhvers-
konar sögulegum tíma. Og þegar verkið er stað-
sett í sögulegum tíma má skilja það út frá ís-
landssögunni, en það er lykilatriði. Bókmenntir
eru mynd af samfélaginu, er fullyrt, og þekking
á íslensku samfélagi það mikilvægasta til að
skilja þær. í þessari hugsun gefur maður sér að
samfélag sé alltaf stærra en einstaklingurinn og
að íslenskt samfélag sé svo stórkostlegt að
texti sem gefur mynd af því eins og það er verði
ódauðlegar bókmenntir. Öllum íslendingum
þykir sjálfsagt að sem raunsæj-
ust mynd af þeim verði ódauðleg,
best væri ef hægt væri að stoppa þá
upp að eilífu algerlega óbreytta; það væri
hið fullkomna listaverk. En þetta er líka grun-
samlega hentug hugsun fyrir þá sem kæra sig
ekki um að brjóta heilann, því meðan ekki þarf
að þekkja neitt flóknara en íslenska sögu, sem
er með einfaldari þjóðarsögum, til að skilja bæk-
urnar, þá verða þær aldrei verulega snúnar og
því ekki mikil vinna að skýra þær, gagnrýna eða
kenna.
Meinið er að umtöluð setning um þrenninguna
er dogma sem á meira skylt við kenninguna um
heilaga þrenningu í kristninni en einhvern sann-
leika.
Skoðum setninguna nánar: Land, þjóð og
tunga, þrenning sönn og ein.
Landið á það sameiginlegt með öðru landi að
vera yfir sjávarmáli, undir himninum, hæfilegur
grautur takmarkaðs fjölda frumefna sem enginn
veit strangt til tekið hvað eru innst inni, hvaðan
þau eru komin og hvert þau eru að fara.
Þjóðin er slæðingur af fólki úr gengi sem ein-
hverntíma vafraði út úr frumskógum afríku með
lurk í hendinni og er hvorki upphaf né endir
mannkynsins, hvað þá alheimins.
Og tungan er ófullkomið kerfi dýrslegra
hljóða sem flestir hugsandi menn efast um að
geti miðlað einu einasta sannleikskorni en sé
sniðið til að við getum lýst löngun okkar og til-
finningu; ég er svangur, mér finnst alheimurinn
vera stór!
Að segja að land, þjóð og tunga sé þrenning
sönn og ein og byggja bókmenntir á því er að