Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 29
Ef þú getur lesið þetta ertu á lífi tmm bls. 27 draumaprinsar eru drepin úr dróma draumanna og eignast sjálfstæða tilveru. Það eina sem stendur í veginum eru þeir sem eru ónæmir, sex prósentin sem ekki geta notið fjaðranna, eru ófleygir, kallaðir dúdúar eftir fuglinum sem ekki gat flogið. Einn slíkur segir söguna, Sybil Jones, sem er svokölluð skuggalögga. Líkt og Scribble leitaði systur sinnar - sem einnig var ástkona hans - leitar Sybil örvæntingarfullt dótt- ur sinnar, sem fór að heiman þegar hún var níu ára og hvarf sporlaust, og nú eru níu ár liðin. Dóttirin er ófleyg líkt og móðirin, og hatar móð- ur sína fyrir að hafa arfleitt sig að þessum illa arfi, því dúdúunum er almennt vorkennt mikið fyrir fötlun sína. Með í leitinni, sem jafnframt er baráttan gegn Barleycorn, hefur Sybil hunda- lögguna Zero Clegg og vurtlögguna Tom Dove. Þau komast fljótlega að því að það er hinn hrein- ræktaði yfirmaður þeirra, Kracker, sem er einn af sendisveinum Barleycorns. Og nú er líklega kominn tími til að lýsa aðeins því fólki sem þyggir heim Vurt og Pollen. I Vurt er þessu lýst svo: „Það eru aðeins til FIMM HREINAR TEGUNDIR AF TILVERU. Allar eru jafnar að gildi. Að vera hreinn er gott, það leiðir til góðs lífs. En hver vill gott líf ? Aðeins þeir sem eru einmana. Og því höfum við FIMM STIG TIL- VERU." (268) Fyrsta stigið er hreinasta stigið, þar eru allir hlutir leiðinlega aðskildir. Hinar fimm hreinu tegundir eru Hundur, Maður, Róbót, Skuggi og Vurt. Á öðru stigi hefur orðið blöndun milli tveggja af þessum, á því þriðja þlöndun milli þriggja, á þvi fjórða enn meiri blöndun, og á því fimmta eru verur sem bera þúsund nöfn því allir kalla þær ólíkum nöfnum. Þessar verur eru sérlega gáfaðar og þær halda sig út af fyrir sig og því hafa fáir hitt þær. Kannski eru þær ekki einu sinni til. Eitt nafnið yfir þær er Lísa. Hér virðist Noon gefa í skyn að þessar verur séu verur draumanna, sem þrá að taka yfir mann- heima eins og verur speglanna, en Lísa visar til Lísu í Undralandi sem einmitt fór í ferð gegnum spegil. Meira um hana síðar. Ekki er útskýrt af hverju aðeins þessar fimm tegundir tilveru eru til. Maðurinn er augljós, sömuleiðis Róþótinn, sem er sjálfsögð vera (öll- um almennilegum framtíðarskáldskap. Vurt er vera draumaheimsins (sem virðist þá afsanna kenninguna um að fimmta stig tilverunnar sé draumaverur, en munið, Noon er ekkert of gef- inn fyrir að draga upp skýr landamæri), en teg- undirnar Hundur og Skuggi eru ekki skýrðar frekar. í Pollen kemur útskýring á skugganum, en hann er afkvæmi líks og lifandi manns, og er (eiginlega) alltaf kvenkyns. Aldrei er útskýrt af hverju hundar eru orðnir að mennskum verum, en það má gera sér leik að því að leita ástæð- unnar í hugmyndum um að sem tamið gæludýr sé hundurinn orðinn næsta mannlegur í háttum, og oft álitinn einn af fjölskyldunni, þá yfirleitt eitt barnanna. Með tilliti til þeirrar sterku erótíkur sem einkennir verk Noon er heldur ekki úr vegi að hugsa sér tilveru hundsins sem stef við vin- sæla tegund kláms, svokallað dýraklám, þar sem (aðallega) konur og (stundum líka) karlar hafa samfarir við hunda. Ef við lítum svo á ástæður blöndunarinnar er síðari skýringin ekki ólíkleg, en hún er sú að einhverntíma í fortíðinni hafi dunið yfir ófrjósemisplága og til að sporna við henni hafi verið fundið upp lyf, Frjósemi 10. Nema lyfið var annaðhvort gallað í hönnun, eða tekið í of miklu magni (Viagra einhver?) og því fór frjósemin úr böndum og tegundirnar tóku að leita hver á aðra. Og lyfið virtist brjóta niður öll mörk og því gátu tegundirnar getið af sér blönd- uð afkvæmi. Þannig varð Skugginn til, en lost- inn var svo mikill að lifandi lögðust með dauð- um og gátu við þeim börn. Þó er Skugginn tal- inn til hreinnar tilveru ... Eins og Ijóst má vera af þessu eru bækur Noon oft á tíðum mjög (sæb)erótískar, þótt mörgum þyki líklega nóg um þær tegundir sam- fara sem þar fara fram. Lísa í hádegislandi Blöndun þessi er orðin enn meiri í þriðju bók Noon, Automated Alice (Lísa sjálfvirka) (1996). Fyrirmynd hennar, Lísa I Undralandi, er nefnd til sögunnar bæði í Vurt og Pollen og því virðist fullkomlega rökrétt að láta Lísu fara í eina ferð enn, að þessu sinni inn í vélaland framtíðarinn- ar, tíma og heim sæberpönksins: Lísa heimsæk- ir sæborg. Og gerist sæborg, eða réttara sagt, hittir fyrir aðra 'sig', dúkkuna sína Celiu, sem er sæborg. Þessar þrjár fyrstu bækur Jeff Noon, Vurt, Pollen og Automated Alice, mynda eins- konar trílógíu. Hver skáldsaga er á sinn hátt framhald af hinum fyrri, en er jafnframt alger- lega sjálfstæð. Sömuleiðis er enn að finna minni úr þessum heimi í nýrri skáldsögum eins og Nymphomation (1997) og jafnvel Falling out of Cars, þrátt fyrir að þær gerist ekki I sama 'heimi'. [ Automated Alice lendir Lísa í ævintýrum í heimi sem minnir um margt á veröld Pollen. Það vill þannig til að páfagaukur frænku hennar flýgur inn í afaklukkuna og hverfur. Lísa eltir og fellur í gegnum klukkuna inn í annan heim. Sá heimur einkennist af fjölbreyttri blöndun teg- unda, manna og dýra/manna og hluta, og ekki síður af fjölbreyttri blöndun orða sem skapar al- veg nýtt tungumál. Þessi heimur er ævintýra- heimur að því leyti sem hann er fullur af talandi dýrum, en fyrstu verurnar sem Alice hittir eru termítar sem knúa tölvur og eru því einskonar 'tölmítar' (computermites), og á sama hátt er allt vélvirki lífrænt að einhverju leyti. Líkt og Pollen og Vurt er Automated Alice sett upp sem sakamálasaga, en það form er algengt innan sæberpönksins. Á ferð sinni um þessa 'sæborg' hittir Lísa ríkissnáka (civil serpents), bílhesta (auto horses), píanóstelpur og sápustráka, klæðskápakrakka og krákukonur, auk þess sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.