Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 11
íslandsmýtan tmm bls. 9 Róbert Arnfinnsson í hlutverki Fjalla-Eyvindar I Þjóðleikhúsinu 1950. Ljósmynd: Vignir. gerði það gott í dönsku leikhúsi upp úr aldamót- unum 1900. Að vísu hefur fínu frúnum í Kaup- mannahöfn fundist jafn áhugavert að sjá Fjalla- eyvind á sviði og að sjá indjána í sirkus. Hvað um það. Sfðan gekk ágætlega að selja ísland, til dæmis í bókum Jóns Sveinssonar og verkum eins og Aðventu og Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson. Halldór Laxness reyndi að beygja af þessari óheillabraut með Vefaranum mikla frá Kasmír en rak sig á það erlendis, þegar hann vildi fá bókina gefna út utan landsteinanna, að menn hlógu að honum. Hvað er íslendingur að skrifa um kaþólska sálarkreppu? Hann söðlaði um, varð forsprakki íslandsskilgreinandi höf- unda og sló í gegn erlendis. Svona vildu útlend- ingar sjá íslendinga. Hann fékk nóbelinn í og með út á að endurvekja hinn íslenska frásagnar- arf. Með öðrum orðum, þú ert ekki ýkja frum- legur, en íslendingasögurnar eru góðar. Eftir nóbelinn hefur ekki hvarflað að íslend- ingum að selja sig öðruvísi en eins og menn vilja kaupa þá og heiðra. Sem exótíska íslend- inga. Útlendingum kemur ekki til hugar að við höfum neitt til málana að leggja og getum hugs- að heila hugsun þegar kemur út fyrir klisjuna um okkur. Klisjuna sem við höfum kappsamlega rammað okkur inni í. Núna erferðamannaiðnað- ur, landkynning1 og bókakynning allt einn pakki. Allt gengur þetta prýðisvel á íslenskum dögum og vikum hér og hvar um heiminn. Vel mennt- aðir og fullorðnir íslendingar trúa á þetta og vinna ötullega að pakkakynningunni nótt sem nýtan dag. Forsætisráðherrann mætir og segir brandara. Viðskiptavinirnir úti eru sáttir við sitt. Það er því mikil synd að það skuli ekki vera vit- glóra í þessu. í fyrsta lagi: Ef þú ert útgefinn höfundur á íslandi, þá eru leiðirnar út í lönd greiðari en hjá höfundum flestra annarra landa. Við erum fá, markaðirnir stórir og áhuginn mikill. Leiðin er sérstaklega greið til Þýskalands. Þjóðverjar hrífast af því að til skuli vera primitíft fólk hálfgalið einhverstað- ar úti í náttúrunni sem getur sagt þeim barna- legar sögur fyrir svefninn. Það hvarflar hins veg- ar ekki að þeim að við getum hugsað óbrengl- aða hugsun enda gerum við það ekki meðan einhver nennir að hlusta á heillandi þvaðrið í okkur um okkur sjálf. í öðru lagi. Ef þú skrifar um ísland af alvöru eða „eins og það í reynd er", þá þyngist róðurinn. Þá getur verið að þú náir ekki einu sinni til þýskalands. Allavega nærðu ekki lengra. Dæmi um bækur sem lenda i þessum hremmingum eru Vargatal eftir Sigfús Bjartmarsson og verk Þórbergs Þórðarsonar. Þessi verk eru undantekningar. Síðan er þróunin í þriðja lagi sú að því betur sem þér tekst að fanga mýtu um ísland sem hvergi er til, en sem vekur áhuga erlendis, því víðar nærðu um heiminn. Maður verður að gera tvennt. Annars vegar uppfylla ósk okkar um hvernig við viljum vera og getum verið sam- mála um að við séum í glasi, á rökkvuðum stað þar sem við sjáum ekki roðann hvert framan í öðru. Hins vegar að koma til móts við steríó- týpu útlendinga af okkur, væntingar þeirra og vonir. Sé þetta gert verður maður nægilega frægur til að geta ímyndað sér að maður sé stór rithöf- undur, og getur dáið í sælli blekkingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.