Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 37
Hvítaruslið tmm bls. 35 Hið mynstraða umburðarlyndi fjölmenningar- innar18 undirstrikar þessa pólitísku, efnahags- legu og menningarlegu hagsmuni. Alætu-elítan reynist matvönd á ákveðnum sviðum. Hún finn- ur fnyk hvítaruslsins af kántrítónlist og þunga- rokki og fúlsar við slíkum trakteringum. Hún gæðir sér á djassi og blús, tónlist hinna kúguðu svertingja á dögum gömlu elítunnar, en fer í kringum rapp eins og köttur kringum heitan graut. Eindreginn stuðningur við minnihluta- hópa nær alla leið að fyrsta götuhorni fátækra- Umburðarlyndi elítunnar er þannig mynstrað og óaeti er skilið frá góðgæti á ströngum menningar- pólitískum forsendum. hverfisins, hinn svarti gangsta rappari liggur undir sterkum grun um ýmislegt, ekki síst skort á fjölmenningarlegu umburðarlyndi. Hvíti gagnkynhneigði uppinn sem hlustar á ABBA og Björk og dansar salsa með fjölþjóðleg- um vinum sínum á hommabarnum er að gefa frá sér pólitíska yfirlýsingu - hann er víðsýnn heimsborgari sem styður réttindabaráttu sam- kynhneigðra og annarra minnihlutahópa, hann stendur ekki í vegi réttlætis og jafnaðar. Þeir sem eru þröngsýnir og umburðarlausir eiga ekk- ert gott skilið, í hjólhýsagörðum fátæklinganna hæfir skel kjafti. Við og hinir I lok 19. aldar færði franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim19 fyrir því sannfærandi rök að illmennið væri ómissandi sérhverju samfélagi. í dagsins önn virðist oft sem fleira skilji okkur að en sameini okkur - dynurinn af nágrannakrytum og pólitísku argaþrasi yfirgnæfir hjörtu sem slá í takt. Án óþokkans erum við öll einstaklingar á markaði, sjálfselsk og einmana, og samfélagið hrörnar. Það er ekki fyrr en einhver krimmi kem- ur fram á sjónarsviðið og brýtur allar reglur og bramlar sem við finnum taug samfélagsins kippast við í brjóstum okkar. í hneykslan okkar og refsigleði ræðum við glæpsemina út í hið óendanlega, analýserum hvað manninum gekk eiginlega til, fárumst yfir skaðanum og kepp- umst við að finna upp á hæfilegum andsvörum samfélagsins. Það er ekki fyrr en Hinireru í aug- sýn að við áttum okkur á því hver Við erum, og krimminn er fórnarlamb samfélagsins í orðanna fyllstu merkingu - endimörk samfélagsins eru dregin i fórnarblóði hans. Fjölmenningin er sérkennileg menning að þessu leyti - hún hafnar skiptingunni milli Okk- Það sem öðru fremur skilur fjölmenningar- hafurinn frá lágmenn- ingarsauðunum er afstaðan til þeirrar tón- listar sem vinsælust er á hverjum tíma - tón- listar pöpulsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.