Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 37
Hvítaruslið tmm
bls. 35
Hið mynstraða umburðarlyndi fjölmenningar-
innar18 undirstrikar þessa pólitísku, efnahags-
legu og menningarlegu hagsmuni. Alætu-elítan
reynist matvönd á ákveðnum sviðum. Hún finn-
ur fnyk hvítaruslsins af kántrítónlist og þunga-
rokki og fúlsar við slíkum trakteringum. Hún
gæðir sér á djassi og blús, tónlist hinna kúguðu
svertingja á dögum gömlu elítunnar, en fer í
kringum rapp eins og köttur kringum heitan
graut. Eindreginn stuðningur við minnihluta-
hópa nær alla leið að fyrsta götuhorni fátækra-
Umburðarlyndi
elítunnar er þannig
mynstrað og óaeti er
skilið frá góðgæti á
ströngum menningar-
pólitískum forsendum.
hverfisins, hinn svarti gangsta rappari liggur
undir sterkum grun um ýmislegt, ekki síst skort
á fjölmenningarlegu umburðarlyndi.
Hvíti gagnkynhneigði uppinn sem hlustar á
ABBA og Björk og dansar salsa með fjölþjóðleg-
um vinum sínum á hommabarnum er að gefa
frá sér pólitíska yfirlýsingu - hann er víðsýnn
heimsborgari sem styður réttindabaráttu sam-
kynhneigðra og annarra minnihlutahópa, hann
stendur ekki í vegi réttlætis og jafnaðar. Þeir
sem eru þröngsýnir og umburðarlausir eiga ekk-
ert gott skilið, í hjólhýsagörðum fátæklinganna
hæfir skel kjafti.
Við og hinir
I lok 19. aldar færði franski félagsfræðingurinn
Émile Durkheim19 fyrir því sannfærandi rök að
illmennið væri ómissandi sérhverju samfélagi. í
dagsins önn virðist oft sem fleira skilji okkur að
en sameini okkur - dynurinn af nágrannakrytum
og pólitísku argaþrasi yfirgnæfir hjörtu sem slá í
takt. Án óþokkans erum við öll einstaklingar á
markaði, sjálfselsk og einmana, og samfélagið
hrörnar. Það er ekki fyrr en einhver krimmi kem-
ur fram á sjónarsviðið og brýtur allar reglur og
bramlar sem við finnum taug samfélagsins
kippast við í brjóstum okkar. í hneykslan okkar
og refsigleði ræðum við glæpsemina út í hið
óendanlega, analýserum hvað manninum gekk
eiginlega til, fárumst yfir skaðanum og kepp-
umst við að finna upp á hæfilegum andsvörum
samfélagsins. Það er ekki fyrr en Hinireru í aug-
sýn að við áttum okkur á því hver Við erum, og
krimminn er fórnarlamb samfélagsins í orðanna
fyllstu merkingu - endimörk samfélagsins eru
dregin i fórnarblóði hans.
Fjölmenningin er sérkennileg menning að
þessu leyti - hún hafnar skiptingunni milli Okk-
Það sem öðru fremur
skilur fjölmenningar-
hafurinn frá lágmenn-
ingarsauðunum er
afstaðan til þeirrar tón-
listar sem vinsælust er
á hverjum tíma - tón-
listar pöpulsins.