Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 14
því að sagnaritarar hafa aldrei hikað í þessum þáttum við að sviðsetja þessa atburði með þeim hætti að um skáldskap er að ræða, lýst er inn í menn, samtöl eru jafnvel smíðuð - frásögnin lýtur listrænni byggingu. List sagnaritarans felst í því að fela þennan skáld- skap, láta lesandann ekki taka eftir honum, því svo brýnt virðist vera að láta íslendinga trúa textanum bókstaflega, ef ætlunin er að láta þá taka eitthvert mark á honum. Hér hefur legið í landi töluverð andúð á lygasögum, skröksögum, ævintýrum og næg- ir þar að vísa til fádæma vondra viðtaka sem ævintýrið af Eggert glóa fékk í Fjölni á sinni tíð, en í þeim ádeilum var mjög ríkt það sjón- armið gildra bænda að óþarfi væri að birta svona lygasögur. Án þess að (slenskir rithöf- undar geri sér grein fyrir því eða hugsi mikið um það, þá þurfa þeir að gera upp við hinn rótfasta og staðreyndaóða bónda sem býr í hverju íslensku hugskoti." Raunar má segja að nokkrar af þjóðsögunum, eins og til dæmis sagan af Mjaðveigu Mána- dóttur, hafi ekkert með ísland að gera, gerist í algerlega afstrakt tíma og séu fullkomlega óraunsæjar. Þær eru tærar fantasíur. Eru þær þó taldar þjóðsögur, nánast í merkingunni sál þjóð- arinnar, það þjóðlegasta sem til er hjá bók- menntaósa þjóð, og það með réttu, því kjarni þjóðar er ímyndin og krafturinn sem breytir henni. Ef ekki er hægt að taka fantasíur, og þá líka fantasíur ( líki til dæmis hryllingssagna, al- varlega, en þær alltaf afgreiddar með því sem sagt er við börn og naívista; já, þú hefur mikið ímyndunarafl, þá má segja að þjóðsagan sé ekki tekin alvarlega á íslandi, og þannig höfum við týnt þjóðsögunni, sögu þjóðarinnar, sálinni. Þannig séð er mjög óþjóðlegt að hunsa fantasí- una. Það er jafn þjóðlegt að kveikja í þjóðminja- safninu og að hunsa fantasíuna. Nýleg dæmi um Fjallaeyvind framleiddan fyr- ir útlendinga skipta hundruðum, en hér nefni ég aðeins eitt, Fjallaeyvindinn sem birtist í kvik- myndinni Hafið. Þar er hinum hásiðmenntaða útlendingi gefið færi á að ferðast inn um op Snæfellsjökuls, svo að segja, alla leið að hjarta íslendinga. Útlend- ingurinn fær franska fegurðardís sem leikur Bach af fingrum fram meðan hún ræðir átakan- leg mál við verðandi tengdaföður sinn, sér til halds og trausts. ( vélinni á leið að sjávarpláss- inu þar sem hin alíslensku hreindýr halda til f miðbænum spyr hún unnusta sinn íslenskan hvernig staður þetta sé. Hlýtur hún þá það svar úr munni megin Fjalla- eyvinds myndarinnar, sem Hilmir Snær leikur, að þetta sé staður þar sem systrum hans var nauðgað fyrir kynþroskaaldur, en þegar þær sögðu föður sínum þá reynslusögu hefði hann sagt að það væru einungis fífl sem létu fífl nauðga sér. Þetta var skilgreiningin á hinu íslenska í fáum orðum og augljóst að þarna er verið að selja fósturlandsins freyju í þúsundasta skipti fyrir ör- litla athygli útlendinga. Vá, þetta eru villimenn, geta þjóðverjar hugsað og farið heim úr bíóinu, sáttir við sitt. í myndinni er ekki hægt að finna óbrjálaða manneskju, nema franska frelsistáknið og einn norðmann. Og til að það fari ekki fram hjá nein- um að Hafið gefi mynd af hinu exótíska íslandi, þá segir franska menningarsymbólið sem um- vefur útlenska áhorfandann fögrum útlimum sínum að lokum eitthvað á þá leið við unnusta sinn: „Eg er fegin að ég kom því núna veit ég hver þú ert." Þetta dæmi um nýlegan Fjallaeyvind er ein- ungis tekið af handahófi. Eins og margt sem byggist á íslandsmýtunni er þessi kvikmynd ekki afleit að öllu leyti. Til dæmis eru smáar dæmisögur sem gefa innsýn f sálarlíf persón- anna í myndinni prýðilegar. Það er ágætlega til fundið að láta lífsleiðan ungling úr Reykjavík sem hefur verið sviptur haldreipi sínu í lífinu, tölvuleiknum, brjóta upp peningakassa í sjoppu um miðja nótt, hunsa þar fimmþúsundkallana en taka klinkið og bera það allt í spilakassann. Þarna er brugðið upp mynd af persónu með ein- faldri sögu og ferst höfundum myndarinnar það vel, eins og reyndar helmingi íslendinga þegar þeir opna munninn. Á bak við svona smáatriði er raunverulegur menningararfur. Verk sem byggjast á íslandsmýtunni hafa oft eitthvað við sig, en þó er grunnhugsunin ekki annað en rótgróin sjálfsblekking, lygi, hugsana- leysi og athyglissýki, sem gerir að það gufar býsna fljótt upp. Fjallaeyvindur Jóhanns Sigur- jónssonar lifir, líkt og Drakúla greifi, ágætis lífi í gröf sinni, og Bjartur f Sumarhúsum virðist ódrepandi, annars hverfur allt sem styðst við hina grunnfærnislegu íslandsmýtu. Því miður byggist megnið af svokallaðri íslenskri menn- ingu á þessari mýtu. í stað þess að vera alltaf hreint að setja upp ráðstefnur þar sem fínustu eintökin af íslendingum velta sér upp úr spurn- ingunni hvað það sé að vera íslendingur, og í stað þess að styrkja helst ekki rannsóknarverk- efni f hugvísindum nema hið íslenska komi við sögu, mættu menn fara að velta fyrir sér hvern- ig við festumst í þessum sjálfsblekkingarvef öll- um. Til dæmis væri forvitnilegt að sjá fjallað um hvernig rokkararnir Fjallaeyvindur, Nonni og Manni, og Bjartur í Sumarhúsum urðu æðstu tákn þess sem telst hip og cool í heiminum. Það er Ijóst að þar fljótum við á því exótíska en sak- leysi náttúrubarnsins hefur þó tekið forvitnileg- um stakkaskiptum. Ég býst þó ekki við að mikið breytist með skjótum hætti í þessum efnum, enda atvinnulff
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.