Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 54
hans garð (í kynfærum sínum, nánar tiltekið) en
kann ekki að bregðast við. Hún reynir að lesa
ástarsðgur til að kynna sér málið en kastar upp
af ógeði. Þá ákveður hún að leita ráða hjá ömmu
sinni, en til þess þarf hún að grafa hana upp, þar
sem hún hefur verið látin um árabil. Þar er að
sjálfsögðu fátt um svör. Að lokum grípur Susie
til þess ráðs að myrða drenginn og skera úr
honum heilann. Þá er það vandamál úr sögunni.
Annað dæmi er sagan „The Debbies" en aðal-
persóna hennar er stúlkan Helga sem lögð er í
einelti af stúlknagengi sem sagan er kennd við.
Helga er lítil, ófríð og feitlagin, en The Debbies
eru allar eins, grannvaxnar og Ijóshærðar klapp-
stýrur. Helga fær að lokum nóg af eineltinu og
ákveður að hefna sín. Hún dulbýr sig sem eina
af hópnum og kemst þannig að því að stúlkna-
gengið ætlar að halda náttfatapartý heima hjá
einni þeirra (sögurnar í þessari bók miðast við
bandaríska unglingamenningu, þar sem ungar
stúlkur halda náttfatapartý þar sem þær panta
pítsu, lakka á sér neglurnar og tala um stráka.
Nægir hér að vísa til kvikmyndarinnar Greasé).
Helga mætir auðvitað á svæðið í dulargervinu,
og þegar vinkonurnar eru sofnaðar sker hún af
þeim höfuðið. Að því loknu klárar hún pítsurnar
í mestu makindum og nýtur hefndarinnar.
Eins og sjá má fara söguhetjurnar í sögum
Angus Oblongs ekki sérstaklega skynsamleg-
ar leiðir þegar þær taka málin í slnar hendur. Hér
er öðrum þræði gert grín að tilgangslausu of-
beldi, sem er óspart beitt til þess að leiða sög-
urnar til lykta. Hinir skrýtnu og óhefðbundnu
vinna nánast alltaf, þó að lausnin virðist ekki
alltaf rökrétt, eins og í tilfelli Susie, sem drepur
eina strákinn sem hefur orðið skotinn í henni.
Þrátt fyrir ákveðinn spenning, sem Susie lýsir
reyndar sem hálfgerðum óþægindum, eru sæt-
ir strákar ekki eitt af áhugamálum hennar -
nema auðvitað ef þeir eru dauðir, þá fyrst verða
þeir spennandi.
Óðurinn til undarlegheitanna
Segja má að höfundar barnabóka fyrir fullorðna
beri ekki sömu ábyrgð gagnvart lesendum sín-
um og þeir sem skrifa hefðbundnar barnabæk-
ur. Þar er reiknað með því að lesandinn hafi
nægan skilning og siðferðiskennd til þess að til-
einka sér ofbeldiskenndan texta án alvarlegra
afleiðinga. En um leið gefur barnabókaformið
lesandanum tilefni, eða kannski öllu heldur af-
sökun, til þess að lesa slíkt efni. Með því að
setja ofbeldistengt efni ( búning barnasögu eru
gamlar hefðir auðvitað endurnýttar, þar nægir
að nefna þjóðsögur og ævintýri, bæði innlend
og erlend, sem gjarnan eru klippt og skorin til
þess að höfða til barna. Þjóðsögur og ævintýri
eru iðulega full af ofbeldi, en í seinni tíð hefur
verið mikil tilhneiging til að gera sem minnst úr
ofbeldinu til þess að hafa ekki óæskileg áhrif á
börnin. Litla hafmeyjan, ein aðalpersónan í einu
af eftirminnilegustu ævintýrum H.C. Ander-
sens, er til dæmis ekki svipur hjá sjón eftir að
hafa fengið yfirhalningu hjá starfsmönnum Walt
Disney fyrirtækisins. Það má því segja að hér sé
endurunninn ákveðinn þáttur sem hefur alltaf
verið til staðar í barnabókmenntum, nú er hann
hins vegar borinn á borð fyrir fullorðna og á for-
sendum þeirra.
Það er alltaf hætta á því að slík endurvinnsla
leiði til ákveðinnar tilgerðar. Lesendur geta leyft
sér að skemmta sér yfir hlutum sem hefðu ver-
ið mun óhugnanlegri og alvarlegri undir öðrum
kringumstæðum. Jafnframt verður tilgangsleys-
ið á köflum yfirþyrmandi og vekur ekki upp
hneykslan heldur áhugaleysi. Óðurinn til undar-
legheitanna getur orðið markaðsöflunum að
bráð. Gott dæmi um þetta eru bækurnar um
hina undarlegu Emily, Emily the Strange. Emily
er 13 ára gömul og allt sem hún gerir er á skjön
við það sem stúlkur á þeim aldri taka sér helst
fyrir hendur. Hún hefur gengist myrkum öflum
á hönd og meginverkefni hennar í lífinu eru að
gera sem minnst, vera öðruvísi en allir aðrir og
vera öðrum yfirhöfuð til ama. Út hafa komið
tvær bækur um Emily, Emily the Strange og
Emily's Book of Strange (höfundur kallar sig
Cosmic Debris, sem er að sjálfsögðu dulnefni).
Þær eru fremur þunnar og í litlu broti og hefur
mikið verið lagt í hönnun þeirra. Á hverri blað-
síðu er mynd og svo ein setning, eða hluti úr
setningu, „Emily doesn't aim high - she aims
low, Emily isn't evil - she's just up to no good,
Emily saw the light - and she wasn't im-
pressed". í lok bókarinnar Emily the Strange er
tekið fram að hún muni aldrei breytast, hún
verði alltaf sú sama, hún er og verður föst á
kynþroskaskeiðinu og mun aldrei verða fullorð-
in og þar með aldrei laga sig að kröfum samfé-
lagsins.
Emily the Strange verður best lýst sem
sniðugri gjafabók, sem gerir út á mátt einstak-
lingsins til þess að haga sér eftir eigin höfði jafn-
framt því sem hún gerir lítið úr viðteknum gild-
um og viðhorfum. Samkvæmt lífsspeki Emily
borgar það sig að gefa sig hinum myrku öflum
á vald og byggja tilveru sína á lögmálum þeirra.
Hinsvegar er athyglisvert, að í kringum þessar
bækur hefur nú skapast heilmikil markaðsstarf-
semi, hægt er að vafra inn á vefsíðuna emily-
strange.com og kaupa boli, kjóla, spennur, lykla-
kippur, tyggjó, veggspjöld og fleira með Emily-
lógóinu. Þar er jafnvel hægt að hlusta á sérstaka
Emily-útvarpsstöð, eða öllu heldur sérstakan
mp3-spilara með valinni tónlist. Einnig er hægt
að fara í ýmsa leiki, lesa (hryllings)stjörnuspána
sína, eða „horrorscope" og þannig mætti telja
áfram. Þannig er uppreisnin gagnvart ríkjandi
gildum orðin að markaðsvöru, og má þá ekki
segja að boðskapurinn sé farinn að snúast gegn
sjálfum sér?
Úr Bálki hrakfalla
Nokkuð áberandi er að barnabókahöfundar nú-
tímans taki góðar og gildar ævintýraformúlur og
snúi út úr þeim. Eitt þekktasta dæmið úr sam-
tímanum eru eflaust bækurnar um hin munað-
arlausu Baudelaire-systkini sem fjallað er um í
bókaflokknum A Series of Unfortunate Events
eftir Lemony Snicket. Tvær fyrstu bækurnar
hafa komið út á íslensku, önnur í þýðingu
Snorra Hergils Kristjánssonar og hin í þýðingu
Helgu Soffíu Einarsdóttur, og kallast þær llla
byrjar það og Skriðdýrastofan. Lemony Snicket
er dulnefni rithöfundarins Daniels Handlers, en
hann hefur gengið mun lengra en flestir aðrir