Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 19
Fokk þú og þitt kru tmm
bls. 17
Rapparinn Sesar A.
Hvar er gróskan?
Áhyggjur af íslenskri tungu virðast nánast jafn-
gamlar þjóðinni enda er manninum eðlislægt að
hafa stöðugar áhyggjur af því að missa það sem
hann á. Öll óttumst við að deyja og missa lífið;
nýbakaðir foreldrar læðast iðulega inn til barna
sinna og hlusta eftir því hvort þau andi enn. Og
eignirnar þurfa ekki einu sinni að vera svo verð-
mætar. Þegar maður kaupir glænýjan bíl stend-
ur maður sig að því að gjóa augunum reglulega
út um gluggann til að gá hvort hann sé ekki enn
á planinu. Og eins er það með tunguna. Þegar
íslendingar áttuðu sig á því að tungumál þeirra
var ekki lengur hluti af samnorrænu máli heldur
sérstakt og einstakt fyrir þessa litlu eyju byrjuðu
áhyggjurnar og enn höfum við þær. Á 18. öld
orti Eggert Ólafsson kvæðið Sótt og dauði ís-
lenskunnar, hinnar afgömlu móður vorrar í
tveimur kvæðum framsett en þar má finna
þetta erindi:
Fengi eg ærlegt íslenskt mál,
eins tilreitt og súpukál,
vösk eg mundi verða í stað,
væri eg ekki dauð um það,
forlög banna, feigðin ef að fer mér að.
Og áhyggjurnar héldu áfram. Þegar fyrsta hefti
Fjölnis kom út 1835 var fyrsta greinin í blaðinu
eftir Tómas Sæmundsson og þar var meðal
annars rætt um mikilvægi íslenskrar tungu:
Engin þjóð verður fyrri til en hún talar mál út
af fyrir sig, og deyi málin, deyja líka þjóðirnar
eða verða að annarri þjóð; en það ber aldrei
við nema bágindi og eymd séu komin á und-
an. Því hróðugri sem (slendingar mega vera
að tala einhvurja elstu tungu í öllum vestur-
hluta Norðurálfu er ásamt bókmenntum ís-
lendinga og fornsögu þeirra er undirstaða
þeirra þjóðheiðurs ...
Og enn hugsa íslendingar um tunguna.
Eg er orðinn svo þreyttur á íslenskum
enskurappandi mönnum,
það er kominn tími til að þú sjáir að þú átt
aldrei eftir að verða frægur í útlöndum,
þú talar um bíf en þú gætir ekki einu sinni
battlað Greifana,
þú ert eins og þú sért með psoriasis því þú
getur aldrei meikað það,
þú feikar það, eins og Wu-Tang bolir í
Jónas á milli,
og þegar þú rappar þá get ég þara hugsað
um að takturinn fer til spillis,
ég tryllist. Að þið haldið að það sé nóg að
rappa um „kíp it ríl",
tónlist er um hæfileika, en ekki enskuslettur,
lífs og fatastíl!
(XXX Rottweiler hundar: Við erum topp)
Ný sjálfsmynd og ný málstefna
Það er kannski til marks um fjölmenningarlega
tíma að í texta sem fjallar um að íslendingar eigi
ekki að rappa á ensku er fjöldinn allur af ensku-
slettum, s.s. að meika það, feika það og svo
framvegis. Hreintungustefnan er ekki lengur
eina málstefnan sem er rekin á íslandi; ( rapp-
heiminum reka menn öflugan áróður fyrir því að
kveða rímur á íslensku þó að þriðja hvert orð sé
upprunalega enskt. íslenskan er ekki lengur að-
eins tungumál heldur menningarheimur og þar
gildir líka að rappa um íslensk umfjöllunarefni,
íslenskan veruleika og íslensk vandamál. Að-
eins þannig er hægt að „kíp it ríl". En í þessum
samruna gamals og nýs, hvort sem litið er á
tungumálið eða innihaldið felst líka ný sjálfs-
mynd þar sem íslenskt rennur saman við útlent
og niðurstaðan verður ekki samsuða heldur sér-
staða sem ber að gleðjast yfir.
Stuðst var við plötur XXX Rottweiler hunda: XXX
Rottweiler hundar (2001) og Þú skuldar (2002), og
safnplötuna Rimnamín (2002).
Ennfremur var stuðst við eftirtaldar greinar: Bauman,
Zygmunt: „From Pilgrim to Tourist - or a Short
History of Identity"; Frith, Simon: „Music and
Identity"; Hall, Stuart: „Introduction: Who Needs
'ldentity'?"; allar í Questions of Cultural Identity.
Ritstj. Stuart Hall og Paul du Gay. London,
Thousand Oaks og New Delhi, 1996.
Katrln Jakobsdóttir (f. 1976) stundar MA-nám í íslensku. Húnr
hefur sent frá sér bók um íslenskar glæpasögur: Glæpurirm
sem ekki fannsti2001). Grein þessi var upphaflega erindi flutt
á málþingi Hollvinasamtaka heimspekideildar Háskóla fslands í
Norræna húsinu sem bar yfirskriftina Hvað er að vera Islend-
ingur? og var haldið I aprll 2003.
Rottweilerhundar og Sesar A. fá bestu þakkir fyrir myndalán.