Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 52
breskri lista- og bókmenntahreyfingu sem var
áberandi á síðasta áratug 19. aldar, einkunnar-
orð þeirra sem aðhylltust hana var „List listar-
innar vegna") og úrkynjun aldamótanna 1900.
Það er því ekki skrýtið að sú saga hafi flogið
fjöllum hærra að Gorey væri breskættaður.
Hann ferðaðist hins vegar aldrei lengra en til
Orkneyja, því eins og sérvitringa er oft siður leið
honum best heima hjá sér.
Bækur Goreys eru illflokkanlegar, en eiga það
flestar sameiginlegt að hafa yfirbragð barna-
bóka, þó að innihaldið sé oft á skjön við það
sem gengur og gerist í bókum fyrir börn. Dæmi
um þetta er bókin The Gashlycrumb Tinies sem
er sett upp eins og nokkuð hefðbundið stafrófs-
kver, þar sem hver bókstafur vísar til nafns á
barni. Svo skemmtilega vill til að hvers barns er
minnst á dauðastundinni, í flestum tilvikum rétt
áður en dauðann ber að: „A is for Amy who fell
down the stairs, B is for Basil assaulted by be-
ars, C is for Clara who wasted away ..." o.s.frv.
Myndirnar eru meginatriðið í bókinni, hverjum
bókstaf fylgja myndir, sem eru í flestum tilvik-
um sárasaklausar, þar sem barnið er ekki með-
vitað um að dauðastundin er í þann mund að
renna upp eða nýafstaðin. Samspil mynda og
texta er oft flókið og mun óræðara en þetta
dæmi gefur til kynna. Myndin getur verið kald-
hæðin gagnvart textanum, og myndað þannig
undirliggjandi samband sem ekki er á færi barna
að skilja til hlítar. (Að minnsta kosti ekki allra
barna. Auðvitað ber að varast að gera lítið úr
möguleikum barna til að skilja kaldhæðni og tví-
ræðni.)
Óhugnaðurinn í verkum Goreys felst ekki síst
í því sem ímyndunaraflinu er látið eftir. Hið
ósagða vegur þungt, og krefst þó nokkurs af
lesandanum. I barnabókum er framsetningin á
tungumálinu oft afar skýr og tengsl textans við
myndskreytingarnar augljós. Myndabækur
krefjast í raun alltaf mikils af lesendum sínum,
hvort sem þær eru ætlaðar börnum eða full-
orðnum, eðli málsins samkvæmt, þar sem ætl-
ast er til þess að lesandinn brúi bilið milli mynd-
ar og texta. Hinar tvíræðu teikningar Goreys
flækja enn frekar sambandið milli táknmyndar
og táknmiðs.
Að skera sig úr
Annað dæmi um bók af þessu tagi er The
Melancholy Death of Oyster Boy and Other
Stories eftir kvikmyndagerðarmanninn Tim
Burton, en hann er höfundur bæði mynda og
texta. Bókinni svipar til bóka dr. Heinrichs Hoff-
manns að því leyti að hún er í bundnu máli og
hver saga segir frá hrottalegum örlögum barns.
Efnistök eru þó gjörólík; hér er ekki um neinn
siðaboðskap að ræða. Börnin í The Melancholy
Death of Oyster Boy falla að vísu ekki að við-
teknum hugmyndum um fyrirmyndarbarnið,
frekar en börnin í sögum dr. Hoffmanns, en hér
er það ekki vegna eigin misgjörða, heldur eru
þau á einhvern hátt fædd öðruvísi. Líkami þeirra
er ekki eins og hann á að vera (Mummy Boy er
múmía, Melon Head hefur melónu í stað höf-
uðs o.s.frv.), þau haga sér öðruvísi en annað
fólk, og iðulega er öllum illa við þau, ekki síst
foreldrum þeirra, sem áttu von á einhverju hefð-
bundnara. Þau eru á skjön við allt og alla og sag-
an endar oftar en ekki með dauða þeirra.
Titilsagan, sem segir frá dapurlegum örlögum
ostrustráksins, er ágætis dæmi. Foreldrar
drengsins gifta sig í kirkju við sjávarsíðuna. Að
kvöldi brúðkaupsdagsins borða þau mikla sjáv-
arfangsmáltíð, en meðan á henni stendur óskar
brúðurin sér þess að verða ófrísk hið fyrsta. Svo
verður, og ostrustrákurinn fæðist, hann er
venjulegur strákur að öllu leyti, nema hvað höf-
uð hans er risastór ostruskel, og af honum er
megn sjávarlykt. Foreldrarnir geta ekki sætt sig
við þennan óhefðbundna son, og endurspeglast
biturleikinn meðal annars í því að faðirinn hætt-
ir að standa sig í rúminu. Hann fer til læknis,
sem bendir honum á meintan lostavekjandi og
kynorkuaukandi áhrifamátt ostrunnar. Það vill
svo vel til að ostra er innan seilingar, og kvöld
eitt opnar faðirinn höfuð sonarins með hnífi og
drekkur innihaldið. Sonurinn deyr en faðirinn
hefur endurheimt kynorku sína, hjónin geta