Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 3
ö/f- 'biO^
Framtíð tímaritsins
Vonir standa til að Tímarit Máis og menningar fái endurnýjaðan lífsþrótt, en Bókmenntafélagið Mál
og menning hefur samþykkt að taka við tímaritinu af Eddu - útgáfu. Stefnt er að þvi að útgáfa á
þess vegum hefjist strax á næsta ári.
Á stjórnarfundi Eddu þann 9. júlí sl. var ákveðið
að hætta útgáfu Tímarits Máls og menningar á
vegum Eddu frá og með hausthefti ársins. í
bókun stjórnar fyrirtækisins er ákvörðunin rök-
studd með því að áskrifendur séu of fáir og
útgáfan hafi ekki borið sig í langan tíma. Stjórnin
samþykkti jafnframt að afhenda Máli og menn-
ingu - Heimskringlu - tímaritið kvaðalaust til
eignar og óskoraðs notendaréttar. Ábyrgð og
rekstur tímaritsins hvílir því alfarið á herðum
þess félags héðan í frá. Edda - útgáfa hf. ber
hins vegar ábyrgð á fjárhagslegum skuldbind-
ingum vegna útgáfu þessa tölublaðs, sem er
3.-4. hefti 2003.
í bréfi sem Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri
Eddu, ritaði Bókmenntafélaginu, þegar ákvörð-
un um framtíð tímaritsins lá fyrir, segir m.a:
„Framsali á TMM til Máls og menningar -
Heimskringlu fylgja góðar óskir um framtíð
þessa virðulega tímarits, sem skrifað hefur
stóran kafla í menningarlífið á liðinni öld."
Að sögn Þrastar Ólafssonar, formanns
stjórnar bókmenntafélagsins, hefur félagið
fagnað þessari ráðstöfun og gengist við ábyrgð
sinni. Á aðalfundi félagsráðs MM, sem haldinn
var 3. sept. sl. var samþykkt að skipa undirbún-
ingsnefnd sem hefði það verkefni að meta
framtíðarhorfur og undirbúa frekari skref til að
halda áfram útgáfu TMM á vegum bókmennta-
félagsins. Þessi nefnd er opin en mun verða
leidd af Halldóri Guðmundssyni og Sigurði
Svavarssyni. Þeir vonast til að sem flestir vel-
unnarar TMM komi að störfum nefndarinnar og
sendi henni hugmyndir og tillögur en þegar nið-
urstaða hennar liggur fyrir mun stjórn bók-
menntafélagsins taka ákvörðun um framhaldið.
„Það er eindregin von okkar að það takist að
finna leið til að halda áfram útgáfunni," segir
Þröstur. „Ekki hvað síst er það undir áskrif-
endum og lesendum komið hvort það reynist
gerlegt. Við munum gera okkar ýtrasta."