Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 66
Lærum af fortíðinni Kápumynd tmm er eftir Valgerði Jónasdóttur og var hluti af útskriftarverkefni hennar í grafískri hönnun við Listaháskóla íslands síðastliðið vor. Verkið samanstóð af Ijósmyndum af eldri borgurum ásamt uppbyggjandi skiiaboðum þeirra til samfélagsins. Valgerður segist hafa viljað leggja áherslu á góð gildi og dyggðir í verkefninu. Hún segir það hafa verið sérstakiega spennandi að nota námið til að koma þessum gildum á framfæri, enda felist ákveðin mótsögn i því, að margra mati, að nota auglýsingar í þessum tilgangi. Kveikjuna að verkefninu má finna í viðhorfi Val- gerðar til samtímans. Henni þykir þjóðfélagið einkennast af einstaklingshyggju og græðgi og því sé brýnt að minna á dyggðir sem bætt geta um betur. „Að vera duglegur nú til dags er að traðka á nógu mðrgum," segir hún, ekki að vera heiðarlegur. Kannski eru dyggðir ekki lengur sterkur þáttur í uppeldinu. Það er þess vegna sem mig langaði að heyra hvað afarnir og ömmurnar hefðu að segja." Valgerður hafði því öðrum þræði í hyggju að vekja athygli á viðhorfum aldraðra. Hún segir gamla fólkið vera gleymdan þjóðfélagshóp sem enginn leiti ráða hjá lengur. Ef til vill sé hinu alvitra interneti um að kenna eða æskudýrkun. Ráðgjafa sína fann Valgerður flesta á elliheim- ilinu Grund í Reykjavík. Að hennar sögn tók fólk vel í að leggja orð í belg, þótt sumir brygðust í fyrstu við með hógværu „ég hef ekkert að segja". Valgerður segir gamla fólkið yfirhöfuð hafa verið ánægt með að til þess væri leitað og viljugt að spjalla. Margir hafi tekið gestinum fagn- andi og greinilega haft þörf fyrir samræður. Ef til vill hefur fyrra nám Valgerðar hjálpað henni að ná til fólksins en hún er með BA-próf í sálfræði. Alls komu tólf gildi eða skilaboð fram í verk- efni Valgerðar. Meðal þeirra voru: „Komdu vel fram við aðra", „Gefum með okkur", „Verum jákvæð", „Vertu kurteis", „Verum heiðarleg", „Verum þolinmóð" og auðvitað „Lærum af for- tíðinni" sem prýðir kápu tímaritsins. Auk þess bjó hún til barmmerki með sömu skilaboðum sem gestir á útskriftarsýningunni í Listaháskól- anum gátu valið sér. Hún segir barmmerkin hafa klárast fljótt en það merki sem hraðast gekk á var brýningin um þolinmæði. í flestum tilfellum valdi fólk merki handa vinum eða maka frekar en sjálfu sér og því gat valið kallað fram spaugilegustu viðbrögð þess sem nælt var í. „Það segir kannski ýmislegt um hversu erfitt fólk á með að taka tal um dyggðir alvarlega," segir Valgerður. „Mér er hins vegar full alvara með þessu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.