Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 36
Hér gegnir fjölmenningin lykilhlutverki því
siðferðisstyrkur jafnréttissinnaða forréttinda-
púkans birtist best í fordæmingu hans á þeim
sem ekki hafa víðsýni hans til brunns að bera. [
þeirri menningarstyrjöld” sem nú geisar í
Bandaríkjunum er víðsýni einmitt heróp fram-
sækinna afla í átökum við afturhaldsöfl á svið-
um menntamála, kynferðis-, hernaðar- og vel-
ferðarmála. Þessi styrjöld er langt því frá út-
kljáð, og yfirleitt vegnar hvorugum betur en
báðum verr. í hinu nýja elítusamfélagi menntun-
ar og viðskipta er þó friðsælt að kalla; þar ríkir
hinn rómverski friður fjölmenningarinnar. Jafn-
vel íhaldssamasti iðnrekandi verður að leita allra
leiða til að hámarka afköst fjölbreytilegs vinnu-
afls,12 og óháð persónulegri lífsskoðun er hon-
um lífsnauðsyn að halda sig réttu megin víglín-
unnar.
í þessu stríði gegnir hvítaruslið13 lykilhlutverki
- steríótýpa hins fátæka, illa menntaða og
þröngsýna hvítingja. Þau viðhorf sem því eru
eignuð - forpokaðar hugmyndir um innflytjend-
ur, svertingja, samkynhneigða, konur, barna-
uppeldi, trúmál og svo mætti lengi telja - eru
hin hreina andstæða fjölmenningarstefnunnar.
Hvítir fátæklingar eru hins vegar líka óþægileg
áminning um þau forréttindi sem elítan nýtur en
vildi síður ræða, þeir eru fórnarlömb staðar og
stéttar engu síður en aðrir minnihlutahópar. Sá
grunur að fordómar og þröngsýni kunni að vera
afleiðing nútímahagkerfis fremur en úreltar leif-
ar gamla tímans er nánast óbærilegur í samfé-
lagi fjölmenningar, og að mörgu leyti best
geymdur í hvítu ruslakistunni. Andúð elftunnar á
hvítaruslinu er því að sínu leyti friðþæging þeirr-
ar nýju yfirstéttar sem á siðferðilega og hug-
myndafræðilega erfitt með að njóta forréttinda
sinna á kostnað lágstéttanna.
Lágmenning og hvítarusl
Ótti og viðbjóður hvítu millistéttarinnar gagnvart
hvítarusli koma einna skýrast fram í þeirri mynd
sem dregin er upp af hvítum fátæklingum í kvik-
myndum.14 Sú skrípamynd skýrir greinarmuninn
á hvítri millistétt og hvítri lágstétt og gefur í
skyn að fátækt sé í grunninn menningarlegt og
móralskt vandamál fátæklingsins. Andstyggi-
lega rasísk viðhorf hvítaruslsins varpa líka þægi-
legum skugga á þann járnharða félagslega veru-
leika sem hyglir hærri stéttum samfélagsins á
kostnað ýmissa minnihlutahópa. Hvítingjar í
sárri fátækt eru líka frábært skotmark, þá má
niðurlægja og hæða án þess að vera rasisti.15
Steríótýpa hvítaruslsins er því gagnleg leið til að
kenna fátæklingum um fátækt sína og styrkja
tilfinningu æðri stétta fyrir menningarlegum og
vitsmunalegum yfirburðum sínum.16
Á sama tíma er hugmyndin um hvítaruslið
gagnleg í afneitun hvítu borgarastéttarinnar á
kynþætti sínum. í regnboga fjölmenningarinnar
er hvíta elítan glær, og hugmyndin um hvíta-
ruslið firrir hana allri ábyrgð á skoðunum og at-
höfnum þröngsýnna, ómenntaðra, hvítra fátæk-
linga. Á tímum örrar heimsvæðingar er fjöl-
menningarhyggja ekki aðeins framsækin hug-
myndafræði, hún er hagfræðileg og pólitísk
nauðsyn. Grimmdarleg niðurlæging hvítra fá-
tæklinga í kvikmyndum og fjölmiðlum veitir
hvítu elítunni aflausn synda sinna og forfeðra
sinna - án þess að hún þurfi að gefa eftir þau
syndugu forréttindi sem hún fékk í arf.17 Hin
sakbitna hvíta borgarastétt er því ekki aðeins að
draga mörkin milli sín og hvítra fátæklinga, hún
er að draga mörkin milli sín og allra annarra og
firra sig ábyrgð á misrétti í samfélaginu.