Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 47
Villta vestrið á íslandi tmm bls. 45
ingu, svo nokkur eftirlætis yrkisefni bandarískra
bókmenntafræðinga séu nefnd.
Baðstofur og bókmenntir
Ekki þarf mikið hugarflug til þess að sjá samlík-
ingu með höfuðskáldi þeirra engilsaxa og forn-
bókmenntum íslendinga sem að vísu eru skap-
aðar af mörgum meisturum, flestum nafn-
lausum. í báðum tilvikum er um að ræða
stærstu einstöku dýrgripina í menningararfi
engilsaxa annars vegar og norrænna manna
hins vegar. ísland á nítjándu öld á það einnig
sammerkt með Bandaríkjunum á sama tíma að
samfélagið var ekki lagskipt í sama mæli og í
Evrópu og lítið bil var á milli afþreyingar og listar.
Ennfremur var framboð fremur lítið af nýrri
skáldritun framan af af öldinni. (Piltur og stúlka
er talin fyrsta nútímaskáldsagan, útgefin 1850).
Af þeim sökum var lítið annað að gera en sækja
í menningarsjóði fortíðarinnar líkt og gerðist
fyrir vestan haf á sama tíma. íslendingar höfðu
að vísu ekki mikið af leiksýningum að segja á
fyrri tíð, en þeir sóttust samt eftir sögum og
upplestri og þeirri þörf svöluðu fornsögurnar vel
líkt og verk Shakespeares í bjálkakofum fyrir
vestan haf. Raunar má með nokkuð góðum rétti
segja að fornsögurnar hafi verið sviðsettar í
baðstofunum með rímunum - sagnabálkum í
tugum erinda - sem voru kveðnar af kunnáttu-
mönnum. Góðir upplesarar og sagnamenn fóru
á milli bæja og skemmtu fólki við vinnu sína og
voru eftirsóttir líkt og þjálfaðir Shakespeare-leik-
arar vestra. íslendingar voru skítugir, lúsugir og
fátækir, en á kvöldvökunum fengu þeir að lifa í
glæstum norrænum sagnaheimi með sama
hætti og leikverk Shakespeares lyftu vesturför-
unum yfir eril hversdagsins. Afþreying væri
þetta líklega kallað nú á tímum. Norræni sagna-
arfurinn var raunar svo inngróinn í þjóðarsálina
að fólk í afdölum sem á útnesjum ræddi um
fornkappa eins og góðkunningja sína og orti
kvæði undir dýrum bragarháttum og gömlum
kenningum á milli gegninga. En það sem rak
þennan bókmenntaáhuga áfram var fyrst og
fremst skemmtanaþorsti og
sókn I afþreyingu. Fólkið
vildi heyra um svik Hall-
gerðar, aflraunir Grettis,
stirðlyndi Egils og fláræði
Snorra goða með sama
ákafa og rúmlega öld síðar
var fylgst með fjölskyldulíf-
inu í Dallas-þáttunum eða
Friends.
Ef þeirri spurningu er velt
upp hvort íslensk menning
hafi orðið lagskipt á nítjándu öld er líklega fátt
um örugg svör. Það var þó á þeirri öld sem
íslendingasögurnar voru gerðar að opinberu
menningarviðmiði - líkt og verk Shakespeares
vestur í Bandaríkjunum. Sumir gætu jafnvel
freistast til þess að líta á árás Jónasar Hall-
grímssonar á rímnaskáldin í 3. árgangi Fjölnis
árið 1835 sem tilraun til þess að búa til nýja
hámenningu og setja rímurnar niður sem lág-
menningu. En þetta er þó varla réttmæt
ályktun. Markmið Jónasar var ekki að skipa
sjálfum sér né öðrum ofar alþýðunni. Þvert á
móti. Ástæðan fyrir því að hann réðst á rímna-
skáldin var sú að hann vildi búa til nýja alþýðu-
menningu - færa hana til sama horfs og fyrir
sexhundruð sumrum. Og það heppnaðist
a.m.k. upp að ákveðnu marki. Á nítjándu öld átti
sér stað dálítil menningarbylting á íslandi þegar
íslenskir endurreisnarmenn - Fjölnissinnar,
þjóðernissinnar, hvað sem þeir eru kallaðir -
mótuðu nýja þjóðarímynd í mynd gömlu forn-
sagnanna. Einn hluti af þessari byltingu sneri að
ritstíl og málfari en annar að hreinni þjóðernis-
vakningu. Það sem fyrir þeim vakti - og sést vel
í kvæði Jónasar um ísland farsældafrón - var að
breyta fornsagnalestrinum úr veruleikaflótta i
framfarahvatningu. Þannig var sköpuð ný al-
þýðumenning þar sem fornsögunum var skipað
í öndvegi og ef eitthvað var fengu landsmenn
meíri ást á fornsögunum þegar líða tók á öldina.
Hins vegar er ekki hægt að
segja hið sama um tuttug-
ustu öld. Ef til vill voru það
svipaðir hlutir sem gerðust í
landnemabyggðum Banda-
ríkjanna þegar Biblían og
Shakespeare sköpuðu eina
engilsaxneska menningar-
heild þar vestra, en það er
önnur saga.
Ef til var það á þessum
vígstöðvum sem sjálfstæð-
isbarátta þjóðarinnar var raunverulega háð en á
hitt verður þó að líta að stór partur af þessari
menningarpólitík var ekki meðvitaður. Lands-
menn höfðu einnig um langan aldur drukkið í sig
sjálfstraust úr íslendingasögunum og þóttust
þess fullvissir að hvaða vaðmálsklæddur sveita-
maður sem væri jafnaðist á við strokna borgara
eða aðalsmenn úti í heimi. Það var síðan þessi
drýldni landsmanna - sem útlendingum finnst
annaðhvort sjarmerandi eða hreint og beint
óþolandi - sem varð hornsteinninn að fullveldi
Íslendínga sem vér þekkjum nú. Enginn þurfti
að skýra það út fyrir landsmönnum hvað full-
veldi hefði í för með sér, því fólk hafði lesið
fjölda bóka frá tfmum þjóðveldis. Enginn þurfti
heldur að halda langa málfræðifyrirlestra yfir
íslenskri alþýðu um endurreisn íslenskunnar, því
málfar Snorra Sturlusonar var henni enn tamt á
tungu þótt menntamenn og embættismenn töl-