Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 28
ir heimi í ótímasettri framtíð sem einkennist af tegundablöndun og stjórnleysi. Eiturlyf setja mark sitt á þessa framtíð - eins og flestar sæberpönk-framtíðir - og eitt þeirra er vurt, sem er í raun annað orð fyrir heim draumanna sem nú er orðinn aðgengilegur mönnum (og hundum og vélmennum og skuggum) með hjálp fjaðra. Með því að stinga upp í þig fjöður geturðu komist beint inn í draumaheim, hvort sem hann er þinn eigin eða annarra. Þetta er upphaflega löglegt athæfi og hið opinbera hefur gefið út röð af bláum fjöðrum sem opna leið inn í hamingjudrauma - einn þeirra heitir Plea- sureville eða Ánægjubær - sem eru að sjálf- sögðu fyrst og fremst hugsaðir til að halda öll- um glöðum og góðum og tryggja stöðugleika samfélagsins (svona álíka og sá draumaheimur sem birtist í kosningabaráttu Sjálfstæðis-/Fram- draumaheimsins kveða á um að jafnvægi skuli viðhaldið með því að gjalda líku líkt: ef eitthvað er tekið úr draumaheiminum þarf að skilja eitt- hvað álíka verðmætt eftir í staðinn, og ef draumaheimurinn tekur eitthvað verður hann að gefa á móti. Að þessu sinni hefur Desdemónu verið skipt út fyrir veru sem er gerð úr hreinu 'vurti', veru sem á heima í vurt-heiminum og minnir í útliti á geimveru; hún er kölluð ‘Thing' eða Fyrirbærið. Vandamálið er að nú hefur Fyrir- bærinu verið stolið og þá er vonlítið að ná Des- demónu til baka. í leit sinni kynnist Scribble innviðum draumaheimsins náið og uppgötvar í leiðinni ýmislegt um sjálfan sig eins og vera ber. Aaaaaatssssssjú í næstu skáldsögu Noon, Pollen (Frjó) (1995), erum við enn stödd í heimi Vurt, nokkrum árum auk þess að spá fyrir um endurkomu og yfirtöku speglafólksins. í Pollen fáum við að vita enn meira um draumaheiminn, en hann er, eins og bókasöfn Borges, brunnur allra sagna. í draumaheiminum búa goðmögn jafnt sem skáldsagnapersónur, sem að hætti Joseph Campells hafa þúsund nöfn, allt eftir því hvaðan sagan er upprunnin. Það er greinilegt að Noon er undir áhrifum frá kenningu Jungs um sálarlíf- ið, en hún gengur út á að mannkynið eigi sér sameiginlega dulvitund sem hýsir svokallaðar erkitýpur, en það eru goðmögn sem eiga sér margar birtingarmyndir í goðsögum, þjóðsög- um, ævintýrum og draumum, en rekja í raun öll ættir sínar til fyrrnefndra erkitýpa. Joseph Campell, lærisveinn Jungs, hefur rakið feril einnar erkitýpunnar, hetjunnar, og samskipti hennar við aðrar erkitýpur í bók sinni The Hero sóknarflokks fyrir síðustu kosningar). En að sjálfsögðu verður draumaheimurinn ekki ham- inn í þágu hins opinbera og fjöldi ólöglegra fjaðra er í umferð, svo sem bleikar fyrir klám, svartar fyrir ævintýralegri drauma, oft martrað- arkennda, og gular fyrir þá sem þrá hið óþekkta, kallaðar forvitin gul, en í draumi slíkrar fjaðrar áttu á hættu að komast aldrei til baka, deyja, eða hverfa inn í draumaheiminn. Og það er einmitt málið, því sögumaður vor, kallaður Scribble, því hann er alltaf að skrifa (t.d. söguna Vurt), hefurtapað systursinni, Desdemónu, inn í heim forvitnu fjaðrarinnar og nú eru hann og félagar hans í örvæntingarfullri leit að leið til að endurheimta stúlkuna. Til að endurheimta hana þarf Scribble að gefa eitthvað í staðinn, því lög síðar, og hittum fyrir í aukahlutverkum nokkrar persónur þaðan. Ýmislegt hefur breyst á þess- um árum, ekki síst vægi draumaheimsins, en vegna stöðugs umgangs verður draumaheimur- inn æ sjálfstæðari og hann fer að 'dreyma sjálfan sig' án þess að jarðarbúar taki eftir því. Fleimar drauma og veruleika búa hlið við hlið í við- kvæmu jafnvægi, en íbúar draumaheimsins eru ósáttir við þau völd sem íbúar veruleikans hafa. Heimur draumanna verður æ sterkari og á end- anum brýst út stríð, „the looking glass war" eða speglastríðið, sem lýst er í Pollen. Þess má geta að hugmyndin um speglastrfðið er bein vfsun í söguna „Dýraríki speglanna" í bók Jorge Luis Borges, Bók imyndaðra vera (1967), en sú saga segir einmitt frá löngu liðnu speglastríði, With Thousand Faces (Þúsund andlit hetjunnar) (1949). Þannig kemur í Ijós að höfuðpaur upp- reisnar draumaheimsins er Sir John Barleycorn, öðru nafni Hades, öðru nafni Græni maðurinn, öðru nafni Satan og þannig áfram. Hann stýrir draumaheiminum, sem birtist þá sem einskon- ar rfki dauðra - eða mögulega stýrir hann þeim hluta draumaheimsins sem er ríki dauðra, Noon er ekkert of gefinn fyrir að greiða úr slíkum flækjum. Leið Barleycorns er sú að senda eigin- konu sína Persefónu (sbr. Hades) inn i mann- heima, raunveruleikann, til að skapa þar gróð- urofnæmisplágu sem gefur sendisveinum hans tækifæri til að taka yfir, og opna öll hlið milli heimanna - sem þýðir í raun að vurt tekur yfir raunveruleikann og goðmögn, sögupersónur og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.