Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 30
eins og kemur fram í Automated Alice en hún gerist árið 1998 - og segir frá lotteríi sem geng- ur eins og æði yfir íbúa borgarinnar. Lfkt og í Alice heldur Noon áfram að kanna samspil tungumáls og raunvísinda, að þessu sinni bregður hann á leik með stærðfræði og dul- málsfræði.5 Næst birtist smásagnasafnið Pixel Juice (1998), og innheldur margt skemmtilegt þrátt fyrir að bera einnig ýmis einkenni þess að vera ruslakista fyrir afganga og úrklippur úr fyrri verkum Noon. En sem betur fer er slíkt ekki yf- irgnæfandi og margar sagnanna eru skemmti- leg stef við þá heima sem Noon hefur skapað auk þess sem hann gefur innsýn í nýja. Noon fylgdi safninu eftir með skáldsögunni Needle in koma ekki aðeins í stað / greinarmerkja oftast (hann notar Ifka greinamerki) heldur skapa / einnig ákveðna / hrynjandi / í textanum að auki notar noon aldrei stóra stafi og setur enga punkta á eftir setningum Þótt þetta virðist óaðgengilegt og jafnvel dá- lítið tilgerðarlegt í upphafi hefur Noon góð tök á stílnum og það er greinilegt að nú er höfundur- inn farinn að leita á nýjar slóðir, ólíkar þeim sem hann fylgdi í fyrri bókum sínum. Þess má geta að Noon vann mjög náið með tónlistarmannin- um og tónlistarskríbentinum David Toop sem var hér á Smekkleysuhátíðinni Orðið tónlist / The Word Music, árið 2000. Enn frekari og róttækari tilraunir með tungu- hún hittir Jimi Hendrix í líki termennis (terbot), en öll eru þau afleiðing af sjúkdómnum nýju- bólgu (newmonia). Skáldsagan sýnir okkur heim þarsem manneskjan er ekki bara orðin vélræn, heldur er vélin orðin lífræn og öll mörk milli teg- unda eru í uppnámi stjórnleysis. Líkaminn hefur verið opnaður fyrir hverskyns líftæknilegri blöndun. Nýjabólgan er slys, eins og Frjósemi 10, og er afleiðing tilrauna út frá kaos-kenning- um, en hér hefur Noon yfirgefið draumaheim- inn að mestu og virðist nú farinn að leika sér að því að blanda fræðikenningum við sögur sínar. Þannig er Automated Alice stef við kaos-kenn- inguna, sem í stuttu máli er svið eðlisfræði sem stúderar óreiðu og frávik frekar en skipulag. í sumum tilfellum erfókusinn á því hvernig eins- konar sjálfstætt skipulag þróast úr kaosi, aðrar hliðar kenningarinnar skoða hvernig finna má falið skipulag innan kaótískra kerfa. Og það er einmitt það sem hefur gerst í Automated Alice, í öllu kaosinu er að finna falið skipulag, auk þess sem kaosið er afleiðing af tilraun til að koma á hörðu skipulagi, en ríkissnákarnir yfirtóku ófull- gerða tilraun með kaótískt efni í von um að ná betri stýringu á samfélaginu - niðurstaðan varð hinsvegar þveröfug. Automated Aiice er líklega skemmtilegasta bók Noon, hún er skrifuð í anda Carroll og nær vel að halda jafnvægi milli barnalegs texta og fullorðinsefnis. Að auki er þetta póstmódern- ískasta bók Noon, en meðal þeirra sem Alice hittir er rithöfundurinn Zenith O'Clock sem hef- ur lent í vandræðum með gagnrýnrendur (critt- ers) sem kvarta yfir að bækur hans séu of óskilj- anlegar eða jafnvel kaótískar. Hann bendir svo á þann möguleika að hann sé höfundurinn að Automated Alice. Enn er Noon (sem hér birtist í dulargervi) að gera grín að ást lesenda og gagnrýnenda á aðgengilegum söguþræði, og gefur síðan öllu saman langt nef með því að skrifa bók sem er afskaplega aðgengileg, því fært í form hinnar klassísku sögu um undraland- ið, með fjölmörgum vísunum til samtímans, birtist sæberpönkið okkur sem dýrlegt ævintýr. Millispil Automated Alice vakti mikla lukku og aukna at- hygli á höfundinum. Eins og oft vill verða eftir vel heppnaðar skáldsögur olli sú næsta nokkrum vonbrigðum, en þrátt fyrir að Nymphomation sé skemmtileg um margt hlýtur hún að teljast veikust af skáldsögum Noon hingað til. Sagan gerist eins og Vurt og Pollen í Manchester óskilgreindrar framtiðar - sem get- ur fullt eins verið önnur útgáfa af okkar nútíma, the Groove (1999) sem tekur pönkhlutann af sæberpönkinu alvarlega: „ef tónlist væri dóp, hvert myndi hún fara með þig?" Sagan er inn- blásin af dans- og reifmenningu níunda áratug- arins og lýsir hljómsveit sem hefur fengið að prófa alveg nýja upptökutækni. Nú er ekki leng- ur tekið upp á spólur heldur fer upptakan inn í glerkúlu með einhverjum glansandi vökva: þeg- ar kúlan er hrist verður til nýtt hljóðmix. Nema í Ijós kemur að meðlimir bandsins eru ekki fylli- lega sáttir við þessa framúrstefnulegu leið til að fá alveg nýjar hljóðblöndur, þau vilja upplifa tón- listina djúpt í líkama sínum og því opna þau kúl- urnar og taka vökvann inn sem eiturlyf. Þrátt fyrir að dansmúsíkin sé aðaldrifkrafturinn, eru þarna einnig vísanir til pönksins og tónlistar sjötta og sjöunda áratugarins. Bókin er svo skrifuð eins og Ijóðlínur eða söngtexti sem er rennt saman í heilan texta / en í stað komma og punkta / notar noon skástrik / sem reyndar málið er að finna í skáldsögunni/smásagnasafn- inu Cobralingus, en þar gengur Noon alla leið með hugmyndir sínar um klippingar og hljóð- blandanir á tungumáli. Tæknin er í stuttu máli sú að Noon velur grunntexta, sögu eða Ijóð eða bara eitthvað (eftir einhvern annan en sjálfan sig), hreinsar hann, hljóðblandar með öðrum textum, truflar, samplar, ofhleður eða stýrir öllu saman nokkrum sinnum, þangað til textinn er nægilega breyttur til að birtast ( nýju formi - stundum myndrænt, 'conkret', eða sem ný saga eða Ijóð. Að detta úr úr bílum í greinum mínum um sæberpönk og vísinda- fantasíur hef ég iðulega haldið því fram að við getum lært margt af þessum bókmennta- og kvikmyndategundum. Að þar fari fram könnun á framtíð okkar sem ástæða er til að veita athygli, og að sú könnun geti ekki aðeins undirbúið okk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.