Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 44
Ásgeir Jónsson Villta vestrið á íslandi Dagar villta vestursins í Bandaríkjunum hafa verið gerðir ódauðlegir um alla heimsbyggðina með bókum og kvikmyndum. Yrkisefni vestranna eru vitaskuld sígild en sögusviðið sjálft hefur hins vegar einstakt aðdráttarafi. Vestrarnir eru vitaskuld ekki sagnfræðirit og hinn horfni heimur frá árunum 1860-1880 hefur löngu verið umsaminn eftir lögmálum þjóðsögunnar. Hins vegar er athyglisvert hvernig vestrið hefur verið endurskapað. Engum dettur núna I hug að kúrekarnir hafi haft gaman af leikritum eða bókmenntum en í þeim pappaborgum sem kvikmyndaverin í Holl- ywood hafa reist virðast dans, drykkja og dufl vera eina dægradvölin sem þeir eiga völ á. Samt var það svo að flestir bæir þar vestra - þótt rykugir væru - höfðu leikhús til hliðar við þá staði sem buðu upp á áfenga drykki og tilkippilegt kvenfólk. Annars voru verkin oft sett upp undir berum himni eða jafnvel á kránum sjálfum. Og það sem meira er. Bróðurparturinn af leiksýningunum í villta vestrinu voru verk eftir William nokkurn Shakespeare sem kúrekarnir sóttu I þegar hlé gafst frá rekstrinum. Skáldið góðkunna frá Stratford var með afbrigðum vinsælt I vestrinu, hvort sem var meðal gullgraf- ara í Kaliforníu eða kúasmala á sléttunum miklu sem vildu gjarnan lyfta sér upp yfirannir hversdags- lífsins. Auðvitað voru sýningarnar eilítið villtari en nú tíðkast og sumir sýningargesta eilítið ákafir. Gamanþættir, jafnvel dansandi hestar, gátu átt til að birtast á sviðinu eftir að sýningu lauk á Rík- arði III eða Makbeð. Leikarar sem fyrir stundu hðfðu framið dramatískan leik komu nú aftur fram á sviðið og létu öllum illum látum. Þá gátu kúrekarnir oft verið hljóðasamir undir sýningum enda lá þeim oft mikið á hjarta eftir langa útivist á sléttunum miklu. En þrátt fyrir að eiga til óró- leika og hávaða voru áhorfendur hrifnæmir mjög og hlógu eða grétu eftir því sem tilefni gáfust. Ef leikhópurinn þótti standa sig vel var peningum og jafnvel gullmolum hent á sviðið, en ef f rammistaðan var aftur á móti slök létu sýn- ingargestir grænmeti fljúga í leikarana. Þeir sem léku voru vitaskuld margir áhugaleikarar en einnig þótti það gott til fjár fyrir atvinnuleikara að fara í sýningarferðalög til vestursins þvi launin þar voru mun hærri en þekktist í stór- borgum austurstrandarinnar. Skáldsaga Owen Wisters Virginíuverjinn (e. The Virginian) er talin marka upphaf vestrabók- mennta eins og þær þekkjast nú, en hún var gefin útárið 1902. Þar greinir frá hetjulegum kú- reka - eins og lög gera ráð fyrir- sem hefur tilvitn- anir í Shakespeare á reiðum höndum. Á einum stað fer söguhetjan með Ijóðlínur úr Hinriki fimmta og segir síðan kokhraustur: „Þetta eru Ijóð sem eru laus við fáránleika" (e. „This is poetry without bein' foolish"). Nú, nærri einni öld síðar, getur kúreki mæltur á Shakespeare vart talist laus við fáránleika fyrir flestu fólki. Hægt er að bera Virginíuverjann saman við aðra vestrabókmenntahetju sem velþekkt er á okkar tíma - byssumanninn Morgan Kane. Morgan Kane þessi kvað vera skapaður af norskum bónda undir dulnefninu Louis Masterson og hafa rúmlega 60 bindi í vasabroti verið gefin út á íslensku um afrek hans í villta vestrinu. Eins og sannri nútímahetju sæmir hefur Morgan Kane aldrei litið í bók eða séð leikrit og aðdá- endum hans myndi líklega bregða í brún ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.