Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 13
íslandsmýtan tmm bls. 11 segja að ekkert plús ekkert plús ekkert myndi þrenningu sanna og eina og sú þrenning sé allt. Hugmyndafræðin sem holdgerist í þríeining- arsetningu íslenskra bókmennta er endileysa sem sprengir með jðfnu millibili tilfinninga- sprengju í kollinum á ráðvilltri dýrategund sem rígheldur sér í þessar dúndrandi kenndir í spegli hugans, þvi hún getur þá ímyndað sér að hún sé eitthvað ákveðið, á ákveðnum stað á ákveðn- um tíma og þar með blekkt sig fullkomlega um leið og hún gleymir öllum spurningum um eitt- hvað fyrir utan, gleymir öllum alheiminum. Þessi setning er til þess gerð að loka alheiminn úti, hún er kistulok. Yfirleitt eru kynningar útlendinga á íslenskum bókmenntum eins og ókrítísk kynning á sértrú- arsöfnuði, enda augljóst að höfundarnir hafa ávalt talað við sama fólkið og farið heim með mynd af rétttrúuðu íslensku fjölskyldunni. Þó er ekki hægt að gera ráð fyrir að sumir útlendingar rumski ekki annað slagið af dvalanum. Danski bókmenntafræðingurinn Erik Skyum-Nielsen segir til dæmis í annars hefðbundinni ritgerð sinni Irónía og reynsla sem birtist á dönsku í Nordica 1991: ..hafa íslenskar bókmenntir átt við ramman reip að draga í útlöndum að því leyti að for- leggjarar og lesendur vænta sérlega „exó- tískra" upplifana þegar „sögueyjan" tjáir sig í bókmenntum. Það eru a) að nokkru leyti tekn- ir fram yfir höfundar sem annarstaðar hefðu verið kallaðir sentímental smábæjarhöfundar, og b) skapaður jarðvegur fyrir bókmennta- lega, og sérstaklega útgáfulega svikamyllu, allt í mesta bróðerni við ísland og samnor- rænar menningarstofnanir, sem velviljandi ímynda sér að smáþjóð þurfi á öllum þeim vinum að halda sem hún getur nælt sér í. Samtímis kemur þetta markaðslega óþarf- lega þungt niður á þeim orðsins listamönnum sem af dugnaði og samviskusemi reisa hús hins íslenska módernisma, hver í sínum stíl." Það sem tær fantasía sem afneitar þríeiningar- setningunni algerlega gerir, sem realismi getur ekki, er að hún losar um beinan skilning og opn- ar þannig huga lesandans og kemst lengra inn í hann. Fantasía kemst nær frumspekilegum og mystískum spursmálum en realismi því hún notar tungumálið og táknin grímulaust sem óhlutlæg verkfæri. Hún er laus við þá tilgerð realismans, ættaða frá raunvísindum, að látast vera að segja afdráttarlausan sannleika. Fantasia er tærasta form bókmennta því þar er ekki reynt að koma til móts við tungumál hversdagsins, mál sem er í dag skylt stofnanakendu skólamáli, talsmáta sem byggist á gefnum hugmyndum um hvað sé veruleiki. Fantasían kemst næst uppruna hugs- unarinnar, það er að segja ósjálfráðu myndflæði í huganum. Þetta myndflæði truflar jarðbundið fólk sem hugsar eftir röklegum leiðum því það er óformað og hömlulaust, fullt af illhöndlanlegri merkingu, merkingu sem er oft fremur per- sónuleg en almenn. Ef bókmenntir búa yfir hugsun í sjálfum sér, en eru ekki ævinlega hefð- bundin rökhugsun klædd söguþræði og táknum eins og raunsætt fólk óskar sér, þá er þessi sér- kennilega tegund hugsunar tærust í fantasíunni. Þar er hugurinn frjóastur og upprunalegastur. Þeir sem eru á máli Heideggers og Derrida og telja að nýja hugsun megi finna í bókmenntum, ættu því að leita í fantasíuna. En það er afar sjaldgæft að slíkt gerist. Þótt bókmenntafræðin gefi sig út fyrir að vera í og með einhverskonar dulmálslykill; fræði sem les merkingu á bakvið tákn, hugsun bak við strúktúr, og svo framveg- is, þá er fantasían sú bókmenntagrein sem sýn- ir að bókmenntafræðingar valda ekki starfi sínu. Það er á vissan hátt þreytandi fyrir höfunda, en á annan frelsandi. Það er frelsandi á þann hátt að þá er lesandinn frjáls andspænis bókinni, það hafa engir fræðingar megnað að steypa hana ( ákveðið merkingarmót sem skemmir mikið til lesupplifunina. Samband höfundar og lesenda helst með öðrum orðum tært. Þótt maður hugsi óháð landi, þjóð, íslenskum „veruleika", íslenskri „sögu" er maður ennþá maður. Þannig hugsa jafnvel íslendingar þegar þeir hugsa því land, þjóð, ís- lenskur veruleiki, íslensk saga, er allt tálsýnir, samkomulagsatriði, afstæð hugtök höfð til hæginda en ónauðsynleg til afkomu. Ef menn taka þessi hugtök hins veg- ar bókstaflega og sem endanlegum veruleika, þá lifa þeir í fullkominni fantasíu. Þannig að bæði realismi, eins og hann er skilinn hér og sjálfsmynd íslendinga byggist á fantasíu. Að benda á þetta, með því að reyna að kippa fólki stundarkorn út úr þessum dásvefni, inn í af- strakt heim, er ekki lífsflótti, heldur bón um að fólk gerist ögn jarðbundnara. Þannig er fantasía, í landi þar sem ríkja öfgatrúarbrögð samantvinn- uð úr efnishyggju og realisma í raun meiri real- ismi en realismi. Þess vegna má segja að þeg- ar realisminn er orðinn algerlega blindur á sjálf- an sig, þá er fantasía rökrétt þróun realisma. í grein sinni, Óspektir á almannafæri, kemur Guðmundur Andri Thorsson inn á þessi blindu öfgatrúarbrögð úr efnishyggju og realisma og lætur þau kristallast í staðreyndaóðum bók- stafstrúuðum bónda: .. Þar kemur til löng hefð hér á landi fyrir viðhorfi til texta sem lýsir sér í orðtakinu um að eitthvað standi eins og stafur á bók. Hér hefur ríkt undra sterk trú á bókstafinn, til- hneiging til að taka bókstafinn bókstaflega, og nægir að vitna í því sambandi til deilna um sannleiksgildi íslendingasagna, sem íslend- ingar trúðu á rétt eins og gyðingar á sínar uppruna-og landnámssögur. Og þetta kemur líka fram í sagnaþáttum, þar sem fengist er við sögulegar perónur og söguleg atvik sem þær hafa hent - en menn hafa ekki gætt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.