Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 34
Michael S. Gibbons Hvítaruslið Stéttvís blóraböggull fjölmenningarvitanna Þóroddur Bjarnason þýddi Hið alþjóðlega hagkerfi samtímans er í eðli sínu síbreytilegt og sískapandi, og vinnan er með sama hætti í sífelldri umsköpun. Atvinnurekendur, sérfræðingar og verkafólk er á sífelldum þeytingi um heimskringluna þótt leiðir þeirra liggi sjaldan saman nema á vinnumarkaði. Með sívaxandi fjöl- breytni vinnuaflsins hafa beinhörð rekstrarsjónarmið leitt til æ meira umburðarlyndis kapítalismans - fyrirtæki í grimmri alþjóðlegri samkeppni hafa einfaldlega ekki efni á því að ráða einungis hvíta, gagnkynhneigða karlmenn og skella I lás á nefið á öðru hæfileikaríku fótki.' Hin nýja fjölmenning heimsbyggðarinnar er nátengd þessum efnahagslegu breytingum - vegna hennar synda til dæm- is íslenskir menntamenn, listamenn og bissnessmenn eins og fiskar í vatni til Lundúna og Rómar, Kænugarðs og Miklagarðs, Nýju-Jórvíkur og Buenos Aires, Beijing og Nýju-Delhí. Tímarnir breytast því sífellt og elítan með. Hin nútímalega elíta er mynduð af sérfræðingum af ýmsu tagi, hámenntuðum borgurum hins al- þjóðlega hagkerfis, sérvitrum neytendum á al- þjóðlegum markaði. Áallsnægtaborði þeirra nýt- ur sá varningur sérstakrar hylli sem slitinn er af margra ára notkun eða framleiddur er að hætti lítt iðnvæddra þjóða, enda er sjálfsmynd þeirra samofin hillingum raunsannrar tilvistar.2 Leit el- ítunnar að hinu alekta er því að vonurm enda- laus, og hefur gerbreytt innviðum elítusamfé- lagsins. Heimsborgir og heimsbæir eru jú heimahagar heimsborgarans, þar sækir hann ekta veitingahús að fjölþjóðlegum hætti, ekta menningarkaffihús og ekta sérverslanir af ýmsu tagi - ekta fyrirtæki eru stoðir og styttur hinnar velheppnuðu nafarborgar.3 Elíta vestrænna samfélaga var löngum skil- greind af svonefndri hámenningu, en það er lið- in tíð. Aðalsmerki hinnar nútímalegu elítu er fjöl- breyttur smekkur, og mörkin milli elítunnar og plebbans eru nú fjölmenningarleg. Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar birtist snobb menningarvitans til dæmis í fyrirlitningu hans á lágmenningarlegri tónlist.4 Á áttunda og níunda áratug aldarinnar uppgötvaði hann hins vegar sí- Simpson-þættirnir draga dár að illa mennt- uðu hvítu fólki. Þótt Hómer Simpson geti fullkomlega talist til hvítaruslsins ganga framleiðendur þáttanna enn lengra og skapa öfgafulla mynd af hinum fátæka, illa upplýsta og forpokaða hvítingja. Hjónin - og systkinin! - Cletus og Brandine eru hvítarusl Simpson-þáttanna. Þau eru ómenntuð, illa upplýst en stolt af fáfræði sinni og fordómum. Ótrúlegur barnafjöldi er látinn undirstrika stöðu þeirra í samfé- laginu en þau eiga 26 börn samkvæmt síðustu talningu. fellt fleiri tegundir tónlistar, og fyrirlitning hans beindist í sífellt meira mæli að einsleitni tónlist- arúrvals. Hin nýja elítumenning einkennist af alætuskap5 sem gengur þvert á matvendni fyrri elítumenningar. Hámenningarsnobb fyrri tíma byggðist á gömlum, ströngum útilokunaraðferð- um,6 en fjölmenningarsnobb samtímans bygg- ist á nýju, álíka ströngu umburðarlyndi. Rætur alætu-elítu samtímans liggja viða.7 Þjóðfélagsbreytingar siðustu aldar juku mjög aðgang almennings að hámenningunni, og drógu að sama skapi úr gildi hennar sem aðals- merkis elítunnar. Hin nýju markaðsöfl hafa jafn- framt þvingað listamenn til að leita sér innblást- urs æ víðar á heimskringlunni, og í kjölfarið hafa listaheimurinn og listamarkaðurinn tekið stór- stígum breytingum. Landfræðilegur og félags- legur hreyfanleiki hefur einnig skilað sér í blönd- uðum menningarsmekk, og hin grímulausu snobbhænsn fyrri tíma hafa verið leikin grátt af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.