Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 64
Hér eru ýmis talmálseinkenni sem fram að þessu höfðu ekki verið leidd til öndvegis í ís- lenskri skáldsögu: talmálsorð eins og svoddan, þöngulhöfuð, aukafrumlagið það, innskotsorð á borð við hreint og beint, sko, sérðu, losaraleg setningaskipun og hik meðan mælandinn er að koma fyrir sig orði, allmikil undirskipun eins og gerist í talmáli þegar ein hugsun spinnst af annarri. Meðal öndvegishöfunda kringum aldamótin 1900 er einn sem engan veginn hefur notið sannmælis, Jón Trausti. Fyrstu bækur hans voru dæmdar mjög hart af gagnrýnendum, en á örfá- um árum náði hann merkilegu valdi á frásagnar- stíl og persónusköpun. í sögum eins og Fylgsninu 1910 má finna merkilega samfléttun náttúru- og persónulýsinga á þann hátt sem ekki hafði verið áður gert. Persónulýsingar hans á þessum tíma geta minnt á Dostojevskí: hin huldu djúp mannshugans, manneskjur sem skilja ekki hvers vegna þær bregðast við atburð- um eins og þær gera. Þriðji áratugurinn: Nýsköpun og íhaldssemi Við lok fyrri heimsstyrjaldar verða ákveðin skil í bókmenntunum, bæði Ijóðum og sagnagerð. Sveinn Sigurðsson, ritstjóri Eimreiðarinnar, birti árið 1924 grein í tímariti sínu sem nefndist Tveir ungir höfundar. Þar fjallaði hann um þá tvo byrj- endur sem honum sýndust efnilegastir, Guð- mund Gíslason Hagalín og Halldór Kiljan Lax- ness. Þetta voru mjög ólíkir höfundar og enda þótt afstaða og stíll þeirra beggja ætti eftir að breytast gagngert á löngum ritferli urðu þeir aldrei samstíga. f næsta árgangi Eimreiðarinnar, 1925, var birt efni frá þeim báðum. Halldór frumbirtir þar Únglínginn í skóginum, módernískt Ijóð, ásamt inngangi um ex- pressjónismann, en Hagalín ritar greinina Nýnorskt mál og menning. Þar lætur hann í Ijós vantrú á ismum og dægurflugum en heldur fram í þeirra stað bókmenntum sem reistar séu á þjóðlegum menningararfi. í sögum sínum frá þessum tíma leitast Hagalín við að höndla 'þjóð- arsálina' eins og hún birtist í þjóðtrú og sögn- um, fornum og nýjum, og lífi einstaklinganna. Sögurnar lýsa átökum fólks þar sem tilfinningar og ástríður eru á einhvern dularfullan hátt í ætt við tröllslega náttúruna. Persónur sem Hagalín leggur mesta rækt við eru einfarar og sérvitring- ar, fólk sem er eins hrjúft og grjótið á ströndinni áður en menningin hefur slípað af því kantana eins og Jakob Jóh. Smári komst að orði í rit- dómi.8 Þessir nýrómantísku drættir eru viðloðandi í síðari sögum Hagalíns. Enda þótt hann sneri sér í æ ríkara mæli að þjóðfélagslegum viðfangsefn- um voru eftirlætispersónur hans samar við sig, hrikalegar eins og drangarnir sem „holskeflur óminnilegra tíða hafa sorfið frá forbergi hins fasta lands", eins og hann segir um Sturlu í Vogum. Æskuverk Halldórs Laxness einkennast af uppreisn gegn hefðinni og róttækum stíltilraun- um. En frá og með Söiku Vöiku söðlar hann um og snýst til félagslegs raunsæis. Jafnframt leggur hann sig eftir málfari þess alþýðufólks sem hann lýsir og í eftirmála Sjálfstæðs fólks frá 1952 er hann kominn á þá skoðun að fegurstu birtingarmyndir íslenskrar tungu séu „hjá snauðasta dalafólki og umkomulausu vinnufólki í sveitum".9 Segja má að í sögum Halldórs frá og með 4. áratugnum sé framfylgt í verki þeirri stefnu Sigurðar Nordals að blanda íslenskri hefð og erlendum áhrifum í 'hæfilegum' hlutföllum. Ýmsir fulltrúar hefðarinnar áttu þó lengi vel erfitt með að taka bækur hans í sátt. Óumdeilt er að Halldór hefur verið mikill áhrifavaldur meðal rithöfunda samtímans. Hins vegar er ekki alltaf auðvelt að sjá ( hverju þessi áhrif eru fólgin. Það virðist ekki vera mikið um að höfundar feti í fótspor hans og reyni að líkja eftir sagnastíl hans, svo margbreytilegur sem hann er. Fordæmið hefur þó vafalaust haft mik- ið að segja. Til dæmis hefur varla verið vinnandi vegur að skrifa hér eintóna, stéttvísar öreiga- sögur á borð við þær sem voru vinsælar í ná- grannalöndunum á kreppuárunum eftir útkomu Söiku Vöiku þar sem pólitíkin og verkfallsbarátt- an og jafnvel rómantík hins unga hugsjónafólks er ævinlega skopfærð eða séð í spaugilegu Ijósi. Sérstaða Þórbergs Annar helsti nýjungamaður í skáldsagnastíl er Þórbergur Þórðarson. Sögur hans eru allar sannkallaðar skáldsögur enda þótt hann sé sjálf- ur aðalpersóna þeirra allra. Meðal þess sem skemmtilegt er að athuga eru endalaus tilbrigði í orðavali í eldri verkum Þórbergs. Nefna má lýsingarorð og orð í lýsing- arhætti, sem beitt er á markvissan hátt og eru merkingarþrungin, ýkjukenndar líkingar, málandi sagnorð, eins og þessi upptalning ber með sér af fáum síðum um athafnir sögumanns: ganaði, stumraði, tafsaði, kuðlaði, læðupokaðist, sletti, fumaði, spígsporaði, skoppaði, skjögraði, vafraði. Þannig má með örfáum dráttum bregða upp Ijóslifandi lýsingum: Svo röltum við af stað þrjú saman hljóðan brúðargang fyrir austurgaflinn á Bárunni og suðurTjarnargötu. Ég ra/að/vinstra megin við kunningja minn. Fraukan þrammaðihonum til hægri handar og hélt uppi pilsinu öðrum meg- in, eins og títt var í þá daga. Hún hafði hold- legan kálfa.10 Allt er dregið sem sterkustum litum. í síðari verkum Þórbergs virðist hann orðinn fráhverfur slíkum flugeldum stíls og leggur sig í staðinn fram um að ná áhrifum með sem einföldustum brögðum. Þetta helgaðist af þeirri skoðun sem hann lét í Ijós á efri árum, að einfalt talmál væri „meira lifandi og elastískara en þetta venjulega bókmál þar sem maður kann oft fyrirfram setn- inguna sem á eftir kemur."11 Stíllinn bæði í Sálminum um blómið og / Suðursveiter einfald- ur og talmálskenndur, og áhrifin sköpuð í krafti þessa einfaldleika. Módernismi Módernismi er skilgreindur sem hvers konar frávik frá raunsæislegri frásagnarhefð. Þau frá- vik eiga sér að miklu leyti sameiginlegar rætur en eru svo margs konar í birtingarmyndum sín- um að ekkert er til sem beinlínis getur kallast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.