Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 48
uðu dönskuskotið. Enginn þurfti heldur að
stappa stálinu í fámenna og fátæka þjóð og
sannfæra hana um að hún gæti staðið á eigin
fótum. Það voru aðeins Danir sem þurfti að
beita fortölum, þvf þeir áttu erfitt með að skilja
sjálfstraust og kokhreysti nokkurra örbjarga
bændagarma norður við ysta haf. íslendingar
voru hins vegar vissir um sjálfa sig og sitt af því
sem næst barnalegu öryggi.
Sjálfstæði og sagnaskemmtun
í frægum fyrirlestri árið 1909 réðst Jónas frá
Hriflu - þá nýkominn úr námi - á fasteignasala í
Reykjavík, Jóhann Jóhannsson að nafni, og
kvað hann spilla íslenskri æsku með því að þýða
reyfara, eins og Kapitólu, á íslenska tungu.
Jóhann þessi hafði viðurefnið próki (prókúru-
hafi) vegna þess að hann stóð einnig í fast-
eignaviðskiptum (sem Jónas taldi einnig sið-
laust athæfi). Jónas fékk mikla frægð af
þessum fyrirlestri sem var prentaður í Ingólfi,
málgagni landvarnarmanna. En Jóhann tók
mjög nærri sér þessar ásakanir um menningar-
og fjármálaspillingu og framdi reyndar sjálfs-
morð ekki löngu síðar. Á þessum tíma hefur
dýrkun á fornsögunum líklega náð hámarki [ hita
sjálfstæðisbaráttunnar og ungir menn klæddu
sig gjarnan í fornmannabúninga til þess að kom-
ast í réttan þjóðfrelsisanda. Hvort sem bókaút-
gáfa Jóhanns próka var upphafið að endinum
fyrir hylli fornsagnanna meðal íslendinga skal
ósagt látið en Ijóst er að téðar sögur hafa nær
algerlega horfið úr alþýðumenningu hérlendis
við lok tuttugustu aldar.
Ljóst er að tuttugasta öldin hefur verið gjöful
við íslendinga og heitustu óskir þjóðarinnar hafa
gengið eftir í sjálfstæðis- og framfaramálum og
óþarfi að klæða sig lengur í fornmannabúninga
af þeim sökum. Jafnframt hafa landsmenn nú
annað þarfara að gera á kvöldin en sitja á
rúmum sínum í dimmum baðstofum og prjóna
vettlinga. Venjulegt fólk hérlendis heldur að vísu
enn sínar kvöldvökur í hálfrökkri í blokkum og
raðhúsum um landið þar sem sjónvarpið hefur
tekið að sér hlutverk sagnamannsins. Enn-
fremur er pískrað um að fornsögurnar séu
stirðar og leiðinlegar og grunnskólanemendur
stynja þungan undan Gísla sögu Súrssonar sem
þeir eru neyddir til þess að lesa. Hins vegar eru
allir afskaplega sammála um að sögurnar séu
merkilegar og mikils virði og þar fram eftir göt-
unum, en venjulegir leikmenn sjá litla ástæðu til
þess að vasast í fornfræðum. Þá er betra að eft-
irláta sögurnar fræðafólki sem þiggur laun frá
ríkinu fyrir að reyna að sjá út úr þeim kvenfyrir-
litningu, kynhverfu, stéttaskiptingu og andstöðu
við markaðshyggju svo eitthvað sé nefnt. Hér
er því gamalkunnugt mynstur að koma í Ijós.
Fornritin eru að komast í sömu stöðu og verk
Shakespeares hafa nú í vesturhluta Bandaríkj-
anna, að verða sýningargripir sem eru dregnir
fram á tyllidögum en allir gleyma þess á milli. Ef
til vill má rekja þetta til þess að um leið og þjóð-
félagið hefur orðið lagskipt hefur hið sama gerst
í menningarlífinu. íslendingar vinna ekki allir í
sömu atvinnugrein - landbúnaði - eins og á fyrri
tíð og hin pólitíska þörf fyrir fornsögurnar er ekki
lengur fyrir hendi. En þetta er þó aðeins eitt
dæmi af mörgum um hvernig alþýðumenning
nítjándu aldar hefur brotnað í mola sem hefur
dreifst á milli þjóðfélagsstétta. Ef til vill mætti
halda því fram að menningarbylting Fjölnissinna
hafi gengið til baka.
Það er sérstaklega lýsandi að rifja upp sögu
íslenskrar Ijóðlistar. í frægum fyrrnefndum rit-
dómi um rímnabók Sigurðar Breiðfjörð í Fjölni
1835 réðst Jónas Hallgrímsson að rímunum
fyrir að vera umbúðir án innihalds, þ.e.
umfjöllun um fremur klén efni undir dýrum
háttum (sem honum fannst skáldin ekki alltaf
ráða við). Fyrir Jónasi var Ijóðagerð ekki aðeins
íþrótt heldur einnig list. Og hann vildi koma Ijóð-
rænu fyrir í alþýðukveðskap. Þess vegna lét
hann sér ekki aðeins nægja að gagnrýna rím-
urnar heldur endurorti hendingar til þess að
reyna að sýna fram á hvað væri rétt og rangt í
þessum efnum. Um persónuleg áhrif Jónasar á
íslenska Ijóðagerð má líklega skrifa margar
lærðar ritgerðir en vart getur talist helgispjöll að
kalla síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu áratugi
þeirrar tuttugustu blómaskeið í íslenskri Ijóða-
gerð. Þetta var tími þjóðskáldanna. Þá las öll
alþýða manna Ijóð og Ijóðskáldin - s.s. Davíð
Stefánsson eða Einar Ben. - náðu slíkri alþýðu-
hylli að jafna mætti við poppstjörnur nú á
tímum. Og ungir metnaðargjarnir menn reyndu
með öllum ráðum að verða skáld á skólaárum
sínum og öðlast þannig virðingu samborgar-
anna. íslensk Ijóðlist byggðist á samspili bragar-
hátta og Ijóðrænu sem virtist falla alþýðunni vel
í geð og enginn gat orðið skáld nema hafa vald
á hvoru tveggja.
Á ofanverðri tuttugustu öld skiptist Ijóðlistin
hins vegar í tvennt. Alþýðan situr nú með
formið - skemmtunina. Heyra má sjálfskipaða
hagyrðinga böggla saman tækifærisvísum á
afmælum og hátíðum eða tilnefnda hagyrðinga
klæmast opinberlega á hagyrðingakvöldum fólki
til skemmtunar. Hér hefur form ferskeytlunnar
haldist - stuðlar og höfuðstafir eru virtir - en
efnið er yfirleitt merkingarlítill leir sem gleymist
áður en kvöldið er úti. Líklega felst þó obbi
íslenskrar alþýðuljóðlistar í dægurlagatextum
sem iðulega halda einhverju rími. Jafnvel mætti
halda því fram að rappið dragi þó nokkurn dám
af gamla rímnakveðskapnum. Menningarvit-
arnir hafa aftur á móti tekið Ijóðrænuna - listina
- traustataki. Ljóðabækur eru enn gefnar út.
Skáldin eru enn til en fer fækkandi enda er salan
hverfandi. Raunar er „alvöru" Ijóðskáldum lítill
sem enginn gaumur gefinn og alþýðan þekkir
þau ekki með nafni nema þau hafi vakið athygli
á sér með því að hafa með höndum annað starf
- óskylt Ijóðlistinni - sem hefur gjört þau nafn-
kunnug fjöldanum. Hér er því ekki haldið fram
að formlaus Ijóð - atómljóð - séu ekki skáld-
skapur. Fjarri því. Aðeins er verið að benda á að
íslensk alþýða hefur ekki fylgt menningarvit-
unum eftir í Ijóðlist á síðari hluta tuttugustu
aldar. Tími þjóðskáldanna er liðinn en tími rímna-
skáldanna - rapparanna - er ef til vill upprunn-
inn á ný.
Ógnir markaðarins
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá kitla reyfarar
og öndvegisbókmenntir sömu bragðlauka en
næringargildið er mismunandi. Reyfarar eru
sætmeti sem gefa orku í erli dagsins en skilja
lítið eftir sig. Bókmenntirnar eiga hins vegar að
vera kjarnbetri og stuðla að uppvexti og þroska
þess sem neytir. Auðvitað getur það verið háð
duttlungum tímans hverju sinni hvað telst sorp-
rit og hvað gullaldarbókmenntir en látum það
liggja á milli hluta. Versta staða sem öndvegis-
bókmenntir geta lent í er ef þær hætta að teljast
bragðgóð næring og fara að flokkast sem lýsi og
grænfóður sem fólk neytir aðeins af skyld-
urækni eða neyð. Raunar er hægt að draga
þessa líkingu lengra til þess að komast að
kjarna málsins. Á Vesturlöndum er offita vanda-
mál nú á dögum vegna þess að flestir borða án
þess að velta sér mikið upp úr næringargildi og
þegar upp er staðið er það bragðið sem ræður
vinsældum hverrar fæðu. Á fyrri tíð átu flestir
mun hollari fæðu en nú vegna þess að ekki var