Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 56
Olga Hotownia Völuspá og Hringadróttinssaga Milli kunnáttu og getgátu, miðaldakvæða og metsölubóka nútímans, fantasíu og veruleika, afhjúpunar og dulúðar - þar í rökkrinu hillir und- ir jaðarland sem er fullt af galdri. Þar búa dular- fullar verur á borð við álfa, dverga, skrímsli og auðvitað goð sem búa yfir ólýsanlegu valdi. I þessu landi fjúka hausarnir og þar getum við ekki eingöngu átt von á að finna fullvissu eða sannfærandi rökstuðning. Aðeins eitt er öruggt og það er að ekkert er afdráttarlaust í þessu jaðarlandi sem bæði galdramenn og bók- menntafræðingar reyna að rannsaka. Sá sem reynir að komast að ótvíræðum niðurstöðum verður eins og álfur út úr hól og neyðist til að sætta sig við að allt er vafa undirorpið. J.R.R. Tolkien var fræðimaður sem þorði að ganga inn í þetta dularfulla jaðariand og þaðan laðaði hann fram ótrúlega sögu sem haft hefur gríðarmikil áhrif á nútímabókmenntir. Tolkien benti sjálfur á þann frjósama jarðveg sem verk hans eru sprottin úr. I grein sinní „ On Fairy-Stories " líkti hann ævintýrinu við pott sem allar sögur hefðu ávallt mallað í. Hann notaði einnig myndlíkingu af sögutré („ The Tree of Stories"). Sá sjóður sem Tolkien sótti hvað mest í voru norrænar goðsögur sem urðu honum drjúg uppspretta hugmynda. Nútímadýrgripur hans Hringadrótt- inssaga á til dæmis ýmislegt sameiginlegt með miðaldagimsteininum\Jö\uspá. Hérá eftirverður bent á tengingar og líkingar á milli bókmennta- texta sem tíminn aðskilur en goðsagnir sam- eina. Though all the crannies of the world we filled with elves and goblins, though we dared to build gods and their houses out of dark and light, and sow the seeds of dragons, 'twas our right (used or misused). The right has not decayed. We make still by the law in which we're made. (J. R. R. Tolkien, Mythopoeia) Bakgrunnur - Misomythus Óneitanlega eiga verk Tolkiens rætur sínar að rekja til norrænna goðsagna. Þetta er ekki að- eins sjáanlegt í Hringadróttinssögu (1954-55) heldur líka í The Silmarillion (1977) sem er grunnurinn að Hringadróttinssögu og Hobbitan- um (1937), og að auki í minni verkum eins og til dæmis Farmer Giles of Ham (1949), Smith of the Wotton Major (1967) og Roverandom (1998).1 Segja má að Tolkien hafi verið goð- sagnafræðingur, hann var hrifinn af goðsögnum (sérstaklega norrænum, finnskum og velskum), hann var talsmaður hlutverks goðafræði í heim- inum en fyrst og fremst skapaði hann sína eig- in goðafræði (Silmarillion). í Ijóðinu Mythopoeia2 („The Making of Myths"), þar sem Tolkien kall- aði sig Misomythus,3 lagði hann sérstaka áherslu á mikilvægi goðsagna og reyndi að út- skýra hlutverk og áhrif þeirra. Verk hans eru dæmi um það hvernig goðsagnaímyndunarafl, málfræðilegur og goðsagnalegur áhugi og mikil sköpunargáfa sameinast. Viðbrögð Tolkiens við fornbókmenntum, sérstaklega Eddukvæðum, Beowulf (Bjólfskviðu) og finnska söguljóðinu Kalevala voru fyrst og fremst skapandi eins og sést ekki aðeins í Silmarillion heldur líka (fyrir- lestrum, túlkunum og skýringum hans við þessa texta.4 [ fornbókmenntum fann Tolkien ekki aðeins minni og hugtök sem hann endur- lífgaði á sérstakan hátt. Hann vakti aukinheldur til Iffsins bókmenntagreinar miðalda eins og söguljóðið (epic), hetjusöguna og náttúrlegu goðsögnina. Hann kallaði verk sitt „hetjusögu" (epic romance) en ekki „skáldsögu" og þannig tengist Hringadróttinssaga gömlum söguljóð- um og hetjusögum en hún varðveitir nokkra eig- inleika þeirra. Tolkiensérfræðingurinn Tom Shippey telur að kveikjuna að helstu verkum Tolkiens, Hringa- dróttinssögu og Silmarillion, megi rekja til metn- aðar hans til að skapa goðafræði fyrir England og setja fram tilgátu um hugsanlega frumgoða- fræði ('ur-mythology').5 í þeim tilgangi sneri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.