Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 40
Kristján B. Jónasson
Allt sem ég sé
Um samtímaljóðlist
Við vissum það alltaf
Haustið 2001 situr í fólki. Tíminn enn í fæðingar-
orlofi með nýju öldina á brjósti og hún strax farin
að lenda í ævintýrum. Hnattræna borgarastríðið
sem Evrópubúar höfðu vanist að djöflaðist á
bæjarhellunni var komið yfir hafið og lagði að
bryggju í New York. Nú eru háhýsi heimsvið-
skiptastofnunarinnar löngu horfin, gígurinn orð-
inn að grunni og ný byggð að rísa þar sem rúst-
irnar stóðu áður. Eftir standa sterkar myndir og
stök orð sem eitt sinn voru á allra vörum: „tví-
buraturnarnir", „Ground Zero". En líka óljós
minning um að við vissum alltaf einhvern veg-
inn að svona færi. Við liggjum ekki í Vico eða
Oswald Spengler en finnst samt líkt og þeim að
sagan fari í hringi. Heimsveldi eru líklegast bara
plöntur. Þau fæðast, vaxa og blómstra, síðan
koma barbararnir með Ijáinn. Það tekur kannski
einhvern tíma en hrunið hefst alltaf að endíngu.
Við vitum líka að þetta hrakfallalögmál gildir um
framfarir almennt. Um leið og við smíðum nýjar
flugvélar skapast sóknarfæri fyrir alvarleg flugat-
vik. Banaslys í umferðinni eru óhugsandi án
bíla. Hörmungareglan sannar sig með óskeik-
ulum hætti æ ofan í æ en samt er litið á slys,
hrun og fall sem frávik þótt Ijóst ætti að vera að
þau eru hluti af viðvarandi ástandi. Þetta rifjast
stundum upp og þá er líka eins og hringur sög-
unnar birtist með skilaboð frá eilífðinni. Svo
virðist sem fylgjendur þessara hringlína hafi séð
aðsteðjandi ógn langt á undan þeim sem
þræddu beinu brautirnar.
Sjáendur nær og fjær
Nú á dögum vitum við ekki fyrir víst hver er
handhafi þessara sýna. Við erum uppi á tímum
þar sem sama smáfréttin um að pandabjörn í
dýragarðinum i Beijing sé í látum er þýdd á yfir
80 tungumál á innan við sólarhring en þar sem
kenndir á borð við þá að ameríska heimsveldið
hafi séð sitt mene tekel ritað á vegginn í Hvita
húsinu eru óhöndlanlegar nema sem loðnar
yfirlýsingar svokallaðra „intellektúela". Orð
þeirra eru ekki studd órækum sönnunar-
gögnum. Þau eru afurð menningarframleiðsl-
unnar, nets sem hægt er að tengja sig við
fremur auðveldlega, sé maður með tilskilin leyfi
um að ráða yfir orðræðum, tungumálum, vitn-
eskju og valdi sem leyfir að búnar séu til afurðir
á borð við sjónvarpsþætti, sjónvarpsviðtöl, inn-
slög í fréttatímum, viðtöl í netmiðlum, bækur,
tímaritsgreinar og aðrar afleiður orðanna. Það er
margtuggin staðreynd að þetta langöflugasta
framleiðsluapparat hins betur stæða hluta jarðar-
innar gerir ekki ráð fyrir getu til að sjá lengra en
sem nemur nefi. Seiðmagnaði sjáandinn birtist
þar í besta falli sem viðskiptahugmynd. En það
kemur ekki í veg fyrir að það séu sterkar kenndir
á flögri. Við þurfum ekki að hafa lesið Völuspá til
að finna að hið stærra samhengi hlutanna felur
í sér upphaf og endi, og að þessi endir er falinn
í hverju skrefi okkar upp á við. Það skiptir ekki
máli hvort við höfum lært það af árstíðunum
eða Hollywood-blokkbösterum þar sem víga-
hnettir og geimverur tortíma hinum byggilega
heimi til þess eins að skilja eftir eitt lítið blóm og
tvö saklaus börn: Við erum með samhengin í
kollinum. Við mátum heiminn við þau.
En við vitum hins vegar ekki hver er handhafi
þessara sýna. Erum við sjálf, hvert og eitt, svo
af genunum gerð að við getum ein og óstudd,
bökkuð upp af skólaskyldu, vídeóglápi og net-
flakki, búið til söng um þetta allt? Eða eru þau
enn til, skáldin. Þessi sem særa sönggyðjuna til
að segja okkur nú frá víðförlum mönnum sem
hröktust víða eftir að hafa lagt í eyði hina helgu
New York? Segðu mér sönggyðja af Ósman
Landenssyni, þeim er sá borgir og þekkti skap-
lyndi margra manna. Auðvitað eru þau enn til.
Okkur hnykkir jafnvel við að heyra í þeim. Samt
er það almenn skoðun í samfélagi okkar að
söngvar þeirra eigi fremur að snúast um lægsta
samnefnara tilfinninganna en hið stóra sam-
hengi, jafnvel þótt við finnum þetta samhengi
svo ósköp vel í beinum okkar. Með öðrum
orðum: Það er algerlega óljóst hver er handhafi
heildarinnar en það er líka algerlega Ijóst að til er
fólk sem fer létt með að draga upp útlínur þess-
arar heildar, jafnvel löngu áður en hún verður
sýnileg. Þrátt fyrir þetta eru flestir á þveröfugri
skoðun - Ijóðformið megni ekkert í samanburði
við afkastamestu einingar menningarframleiðsl-
unnar. Sé maður í því stuðinu getur maður
goldið þessu ástandi „jákvætt neikvæði".
Haldið því fram að einmitt listform sem eru
sökum stöðu sinnar í stigveldi kapítalismans lítt
til þess fallin að knýja menningarframleiðsluna
áfram séu sérdeilis næm á bylgjur kenndanna.
Það er hins vegar alls ekki víst og í raun skiptir
það ekki öllu máli. Það sem er mikilvægara er að
enn sem fyrr er innangengt frá Ijóðinu í vistar-
verur seiðskrattanna, dansaranna, kvæðaþul-
anna, sjáendanna. Dyr opnast og þær ná inn í
tíma þegar völvur mögnuðu upp óm af
ókomnum stríðum, sögðu fyrir um æviskeið
manna og gólu seið með meyjum sínum og
piltum; Ijóðmál sem var eins og þéttriðin botn-
varpa til að veiða vinda tímans. Fagurfræði