Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 59
Völuspá og Hringadróttinssaga tmm bls. 57
spillir fyrir þeim eins og sagt er frá í ýmsum
Eddukvæðum. Gollum vill hafa hringinn út af
fyrir sig og er með eða á móti óvinum Saurons,
aðeins til að komast yfir dýrgripinn.
En þar sem Ragnarök eru yfirvofandi væri ef
til vill gott að hvíla sig smástund undir laufskrúði
yndislegs trés ...
Heimstré: Yggdrasill og Telperion
Bæði Völuspá og Hringadróttinssaga fjalla mikið
um tré og hlutverk þeirra í goðafræðinni. Askur
Yggdrasils er mjög sérstakt tré sem nefnt er í
öllum þremur hlutum Völuspár þar sem hann er
kallaður: „mjötviður mær" (2. v.), „helgur
baðmur" (27. v.) og „heilagttré" (19. v.). Askur
Yggdrasils vex í miðju heimsins og ennfremur
tengist hann örlögunum því að undir einni rót
trésins er Urðarbrunnur þar sem örlaganornirn-
ar búa (19. v.). í Gylfaginningu segir Snorri:
„Askurinn er allra trjáa mestur og bestur" (15.
k.) og hann er líka talinn vera „höfuðstaðurinn
eða helgistaður goðanna" (15. k.). Allt þetta
sýnir greinilega og óvéfengjanlega að tréð var
miðpunktur heimsmyndar norrænar goðafræði
og ákaflega áberandi. Askurinn tengdi bæði rúm
og tíma, því greinar hans og rætur dreifðust um
allan heim, og örlaganornirnar táknuðu fortíð,
nútíð og framtíð.
Á svipaðan hátt marka tvö tré miðjuna í goða-
fræði Tolkiens og þeim tengist öll saga Mið-
garðs. Telperion og Laurelin eru tvö Ijóstré í Val-
inor (Valalandi). Úr Ijósi þeirra eru máni og sól
sköpuð. Ljósið úr trjánum er líka fólgið í hringn-
um sem Féanor býr til og er orsök mestu átaka
Miðgarðs, þar með talins hringastríðsins sem
fjallað er um í Hringadróttinssögu. Af Telperion
fellur silfruð dögg: „The one had leaves of dark
green that beneath were a shining silver, and
from each of his countless flowers a dew of sil-
ver light was ever falling."21 Þannig kallar
Telperion aftur á mynd Yggdrasils úr Snorra-
Eddw. „Sú dögg er þaðan af fellur á jörðina, það
kalla menn hunangfall, og þar af fæðast býflug-
ur" (16. k.) og líka Völuspá: „Þaðan koma
döggvar / þær er i dali falla." (19. v.). Trén tvö
eru felld en Galathilion - eftirlíking Telperions er
skapað og verður „fortré" trésins Númenors og
seinna Gondors. Þannig leikur Telperion hlut-
verk í Hringadróttinssögu, \ hring Saurons og
álfa, og líka á tákrænan hátt í hinu unga tré sem
Gandálfur finnur fyrir Aragorn og Gondor.
Líkindin milli trjánna felast í því að í báðum til-
vikum er tréð myndhverfing fyrir heiminn og
tengist öllu því mikilvæga sem gerist í veröld-
inni. Það er tákn samruna heimsins; jarðar og
vatns, lífs, frjósemi, ódauðleika, endurnýjunar,
kunnáttu og margs fleira.22 Samt eru örlög goð-
sagnatrjánna frekar ólík. Við vitum að í
Silmarillion eru heimstrén felld en samt endur-
holdgast þau í trjám Gondors. Askur Yggdrasils
skelfur, stynur og brennur loksins í Ragnarök-
um:
Ymur ið aldna tré
en jötunn losnar,
skelfur Yggdrasils
askur standandi (46).
Ekkert er sagt um afkomendur Yggdrasils í
Völuspá. Gæti þetta kannski verið goðsöguleg
útskýring á trjáleysinu á íslandi?
Ragnarök og álfarökkur
Ragnarök, sem verið hafa yfirvofandi frá fyrsta
hluta þessarar umræðu, hafa gert vart við sig í
köflunum um álfa, skrímsli og loks um trén. Að-
alatriði Ragnaraka er bardaginn ógurlegi og al-
heimsafleiðingarnar sem fylgja í kjölfar hans.
Það sem gerist í Ragnarökum er kannski best
að bera saman við stríðið gegn Melkor í
Silmarilllon þegar miklar breytingar hafa átt sér
stað í veröldinni. En það er líka hægt að finna
nokkrar athyglisverðar líkingar milli Ragnaraka
og hringastríðsins. Eins og áður var nefnt orsak-
ar uppnámið í heiminum það að frumöflin losna
úr læðingi. Fyrir utan það sem „leikarar" á svið-
inu gera breytist sviðsmyndin talsvert. Vöiuspá
sýnir áhrifamiklar myndir eyðileggingar og yfir-
vofandi heimsendis. Ein af mest niðurdrepandi
myndum Ragnaraka er sú af sólarleysi: „sól tér
sortna" (55. v.) og stjörnurnar hverfa. Þannig
kemur myrkur, botnlaus dimma sem bendir til
trúlauss dauða. f túlkun Sigurðar Nordals teng-
ist þessi mynd eldgosi.23 Eldgos eða eldfjall
tengist Miðgarði Tolkiens þar sem Mount
Doom er í Mordor. Ennfremur kemur mynd af
sólarleysi upp þegar myrkrið skellur á fyrir
Hringastríðið og það víkur ekki fyrr en hring
Saurons er kastað í logandi gíg - Mount Doom.
f Völuspá boðar endir nýja byrjun. Völvan get-
ur séð nýja veröld, vonarheim sem rís upp úr
hafinu og þar dafnar allt. Héimurinn hverfur ekki
á svipaðan hátt í Hringadróttinssögu. Þar birtist
endirinn á myndrænan hátt; tími álfanna rennur
út, álfarökkur skellur á. Flestir sem taka þátt í
stríðinu verða að fara frá Miðgarði þar sem ný
öld byrjar. Nýtt tré vex í Gondor, álfarnir fara og
öld manna hefst.
Óhjákvæmilegt er að spyrja: af hverju verða
Ragnarök og álfarökkur? í sambandi við Ragna-
rök eru venjulega gefin tvö svör: Ragnarök eru
annaðhvort refsing eða örlög. Fyrri skýringin fel-
ur í sér að heimurinn sé „sýktur orðinn, fyrir
ógæfu goðanna"24 og að Ragnarök séu refsing
fyrir svikið loforð og fleira sem sagt er frá í Völu-
spá. Ursula Dronke tekur allt þetta saman í ör-
stuttu máli og kallar það: „the comedy of err-
ors".25 Síðari túlkunin gerir ráð fyrir að tími goð-
anna renni út. Með endalokum goðanna og ver-
aldar þeirra á sér stað hreinsun og fyrir bragðið
rís upp ný veröld. f Hringadróttinssögu er síðar-
nefnda skýringin sannfærandi - tími álfanna í
Miðgarði rennur út. Þetta.er ítrekað minni í