Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 22
HH Myndin sem dregin er upp er af einni þjóð í einu ríki með eitt mál og eina trú (og einn gjaldmiðil), með sameiginlega fortíð, sameiginlegar sorgir og sigra. Þjóðbúningurinn er annað dæmi um hvernig sníða má margbreytilegri fortíð einfaldan stakk. Svo sannarlega felst tilvísun í hefð í því að fara í þjóðbúning, enda er það gjarnan gert á hátíðis- dögum - og þá í þeim tilgangi að tengja tilefni dagsins við fyrri tíð og Ijá því þannig hátíðleik hefðarinnar. Með því að klæðast búningi formæðr- anna vísa konur til samfelldrar sögu og tengja eigin líkama við lík- ama ótal annarra kvenna sem hafa klæðst þessum búningi í ald- anna rás. Allar tilheyra þessar kon- ur einni þjóð og það undirstrika þær með einum búningi. En í reynd er þjóðbún- ingurinn ekki jafn einsleitur og ætla mætti. Sem „þjóðbúningur" á hann rætur að rekja til róman- tískra strauma 19. aldarinnar sem voru sam- tvinnaðir sjálfstæðisbaráttunni og hófu til vegs og virðingar alþýðuhefðir í nafni „þjóðarinnar" á þeim tíma er þjóðríkin voru í mótun. Islensk þjóðernisorðræða snerist eins og kunnugt er mikið til um endurreisn gullaldarinn- ar, þjóðveldistímans („Nú er hún Snorrabúð stekkur ..."). Upphaf skautbúningsins - sem fjallkonan klæðist 17. júní - má þannig rekja til ritgerðar frá miðri 19. öld eftir Sigurð Guð- mundsson málara, en hann fékkst jöfnum höndum við fornritin, fornleifarnar og forna þjóðhætti í rannsóknum sínum á fornöldinni ís- lensku. Rannsóknir hans voru margar hverjar hagnýtar og það var einnig ritgerð hans „Um kvennbúnínga á íslandi að fornu og nýju" er út kom árið 1857 í Nýjum félagsrítum Jóns Sig- urðssonar. Þar harmar hann mjög kventísku samtímans og finnur henni allt til foráttu, ekki síst erlend áhrif sem endurspeglast í henni að hans mati og honum þykja síður en svo vera til bóta. Með hliðsjón af rannsóknum sínum á bún- ingi íslenskra kvenna „til forna" setti hann síð- an fram tillögur um breytingar á gamla faldbún- ingnum, teiknaði myndir, bjó til snið og mynstur og hannaði ís- lenska skautbúninginn. Bún- ingnum vildi hann að kvenfólk klæddist við hátíðleg tækifæri, enda taldi Sigurður hann vera í anda þess búnings sem konur höfðu klæðst á fyrstu öldum ís- landssögunnar. Það er svo til merkis um tíðarandann að þessi tillaga féll strax í góðan jarðveg og fyrstu skautbúning- arnar voru komnir í notkun um 1859. Ellefu árum síðar hannaði Sigurður síðan léttari útgáfu sams konar búnings sem var betur til þess fall- in að dansa í. Sá búningur var „hér um bil alveg sá forni kyrtill að laginu til", að því er segir í bréfi Sigurðar málara til Jóns Sigurðs- sonar þann 7. apríl 1870, en hann er enn talsvert notaður og nefnist kyrtill (eins og sá forni). Upphlutur er annar búningur sem tengdur er sögunni órofa böndum og gengur líka undir nafninu þjóðbúningur. Ef nánar er að gáð fór upphlutur hins vegar ekki að ryðja sér til rúms sem búningur fyrr en í byrjun tuttugustu aldar og varð ekki útbreiddur fyrr en nokkr- um áratugum síðar. Þessir búningar hafa síðan tek- ið talsverðum breytingum síðustu hundrað árin með tilkomu og þró- un gerviefna ýmiss konar. Sér- fræðingar segja hins vegar að aft- ur hafi dregið úr notkun gerviefna á síðustu áratugum. Á heimasíðu þjóðbúningaráðs segir þannig: „um aldamótin 2001 einkennast viðhorf til búningsins af viðleitni til stefnufestu", en því næst fylgir lýsing á efninu sem nú er notað í hverja flík. Einhverjir lesendur hafa e.t.v. staðnæmst við tilvist sérstaks þjóðbúningaráðs og þá hefur þeim orðið viðlíka við og mér þegar ég lenti á heimasíðu þess (www.buningurinn.is). Þar kemurfram að menntamálaráðherra hafi skipað þjóðbúningaráð 1. janúar 2001 á grundvelli þingsályktunartillögu frá 10. mars 1999. Stofn- un ráðsins er öðru fremur til merkis um þá við- leitni til stefnufestu sem ráðið sjálft telur ein- kenna viðhorfin til þjóðbúningsins í dag. Hlut- verk ráðsins er að varðveita þekkingu á íslensk- um búningum og gerð þeirra og því hefur verið falið að koma á fót leiðbeiningarþjónustu. Nú vil ég síst gera lítið úr mikilvægi þess að varðveita þekkingu á gömlum búningum og handverki og vona því að mér fyrirgefist þó ég bendi á að „stefnufesta" í þessum efnum er einmitt til þess fallin að undir- strika einsleitni og draga fjöður yfir margbreytileika. Þetta er til- raun til að skilgreina hefðina þannig að hún uppfylli þörf þjóð- ríkisins fyrir samræmdan búning (sem fólk klæðist einkum þegar fagna á tilvist þessa þjóðríkis, á sjálfan þjóðhátíðardaginn). Drífa Hjartardóttir, þingkona Sjálf- stæðisflokksins flutti þingsályktunartillöguna um þjóðbúningaráð ásamt Sturlu Böðvarssyni og mælti m.a. fyrir henni með þeim orðum að það væri ekki sama hvernig með búninginn væri farið: „Við höfum horft upp á það að íslenskur þjóðbúningur er beinlínis afskræmdur og við Hefðir, með öðrum orðum, eru ekki til, þær eru búnar til. Málshátturinn á jafn vel við þegar honum er snúið á haus: að framtíð skal hyggja er for- tíð skal byggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.