Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 53
Börnin sem búa á jaðrinum tmm bls. 51 byrjað upp á nýtt og vona svo sannarlega að betur takist til næst. Sögur Burtons eru oft og tíðum bæði bráð- fyndnar og blóðugar, ekki síður en sögur dr. Hoffmans og Edwards Goreys, en eins og hér sést hafa þær afar sorglegan og alvarlegan und- irtón. Þær eru óður til allra þeirra sem hafa orð- ið fyrir einelti og passa einhverra hluta vegna ekki inn í umhverfi sitt og uppfylla ekki vænting- ar annarra. Börnin í sögum Hoffmanns hafa villst af beinu brautinni, en börnin í sögum Burtons hafa enga möguleika á því að komast á „réttan kjöl", þau tilheyra jaðrinum og komast ekki með nokkrum ráðum nær miðjunni. Mynd- irnar eru oft mjög óhugnanlegar og beinskeytt- ari en myndirnar í bókum Goreys, en um leið verða persónurnar brjóstumkennanlegri, eins og strákurinn sem er með nagla í augunum og reynir að setja upp jólatré: „The Boy with Nails in His Eyes / put up his aluminum tree / It looked pretty strange / because he couldn't really see." The Melancholy Death of Oyster Boy and Other Stories er sett fram eins og barnabók, sögurnar í henni minna á hefðbundnar barna- sögur í bundnu máli. Hún fjallar líka um börn, samskipti þeirra við önnur börn og foreldra sína. En hún mun seint geta talist barnabók í hefð- bundnum skilningi. Hún er bundin f vandað band, með þykkum pappír, og hefur á sér allt yf- irbragð gjafabókar. Það er greinilegt að hún er ætluð öðrum en börnum fyrst og fremst. Skrýtnu börnin hefna sín Það fer ekki vel fyrir börnunum í The Melancholy Death of Oyster Boy and Other Stories. Þau berjast oftar en ekki á móti straumnum en eru þó fyrst og fremst áhrifalaus og leiksoppar örlaga sinna. Sem dæmi um hið gagnstæða mætti nefna bókina Creepy Susie and Other Tales for Troubled Children eftir Angus Oblong, en í þeirri bók sigrar lítilmagninn nær undantekningarlaust. Það er reyndar al- þekkt í barnabókmenntum að sá sem minna má sín, eða virðist að minnsta kosti ekki líklegur til stórræðanna, vinni að lokum. Nægir að nefna sögur á borð við Jóa og baunagrasið og Ösku- busku. (Hver man ekki líka eftir söngleiknum um Litlu-Ljót sem telpnakór Langholtsskóla gerði góð skil hér um árið?) Sumum þykir þó ef- laust að hetjurnar í bók Oblongs taki fulldjúpt í árinni þegar kemur að því að standa á sínu. Angus Oblong er dulnefni, en það er í tfsku um þessar mundir að höfundar barnabóka skrifi undir dulnefni. Þekktasta dæmið er Lemony Snicket, höfundur Series of Unfortunate Events (Úr Bálki hrakfalla), sagna af hinum óheppnu Baudelaire-systkinum, en um þau verður nánar fjallað síðar. Það er í sjálfu sér ekki nýtt að höf- undar noti mismunandi nöfn eftir því hvað þeir eru að skrifa (rithöfundurinn Anne Rice, sem er sjálfsagt þekktust fyrir vampýrusögur sínar skrifaði til dæmis erótísk ævintýri í sadó-masó- kískum anda undir nafninu A.N. Roquelaure, Ruth Rendell breytir um stíl þegar hún skrifar undir nafninu Barbara Vine og þannig mætti áfram telja) en rithöfundarnir sem hér um ræðir búa í raun til nýjan einstakling, með eigin fortíð. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur mér ekki tek- ist að finna hið rétta nafn Angus Oblongs, en á vefsíðu hans birtist uppspunnin ævisaga hans sem er nokkuð sérstök. Foreldrar hans eru síamstvíburar, og af þeim sökum verður frúin afar oft ólétt. Þau geta ekki haldið öllum börnun- um, flest þeirra eru skilin eftir á dyraþrepum ókunnugra húsa á ferðalögum fjölskyldunnar, en hún rekur farandfjölleikahús. Angus Oblong fer 11 ára gamall að heiman og vinnur fyrir sér með því að selja stolin gæludýr. Seinna meir selur hann sig til þess að eiga fyrir heróíni. Hann sér þó að sér að lokum og fer að semja barna- bækur. Núna er hann hamingjusamlega giftur og á þrjú börn (til gamans má geta þess að eitt þeirra heitir Bjork), eitt barnanna er að vísu dáið, en hjónin geyma það í krukku uppi í hillu. Hinn undarlega samsetti Angus Oblong hefur því greinilega marga fjöruna sopið, og þessi tilbúna reynsla endurspeglast í sögum hans. Creepy Susie and Other Tales for Troubled Children er ekki skilgreind sem barnabók, held- ur teiknimyndasaga. Segja má að hér sé enn eitt dæmið um bók fyrir fullorðna sem dulbúin er sem barnabók, eins og titillinn ber með sér. Hún líkist The Melancholy Death of Oyster Boy að því leyti að hún byggist á stuttum sögum um börn sem eru ekki eins og fólk er flest. Textinn er þó ekki jafnvandaður og í The Melancholy Death of Oyster Boy. Hann er mun knappari og beinskeyttari og myndirnar skipta greinilega meira máli í huga höfundarins. Öll eru börnin á einhvern hátt á skjön við samfélagið og skera sig úr. En yfirleitt eru örlög þeirra ekki slæm eins og örlög barnanna í The Melancholy Death of Oyster Boy og bókum dr. Heinrichs Hoff- manns. Börnin í Creepy Susie and Other Tales for Troubled Children taka málin í sínar hendur og snúa vörn í sókn. Það versta sem getur komið fyrir nokkurn mann, samkvæmt bók Oblongs, er að vera venjulegur og falla í hópinn. Susie, aðalpersón- an (titilsögunni, safnar dauðum rottum og hæn- um. Hún er alltaf svartklædd og brosir aldrei. Einn daginn verður skólabróðir hennar skotinn í henni og Susie veit ekki hvað hún á að gera í málinu. Vissulega finnur hún fyrir tilfinningum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.