Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 49
Villta vestrið á Islandi tmm bls. 47
á öðru völ og galdrar nútímamatvælaframleiðslu
með fitu og sykri voru ekki enn komnir fram.
Þeir sem hins vegar borða hollustufæði nú á
tímum gera það vegna þess að þeir hafa tekið
um það meðvitaða og upplýsta ákvörðun.
Lausnin við offituvandamálinu felst ekki aðeins
í fræðslu heldur fremur í því að breyta matar-
menningunni til betri vegar. Og hið sama gæti
átt við um bókmenningu landsins. Þeir sem
lesa fornsögurnar nú á tímum gera það af með-
vituðum ástæðum en ekki af þeirri ástæðu einni
saman að þeir vilji svala hungri eftir afþreyingu.
En næg völ er á ódýru skyndibitafæði fyrir hina.
Oft er því haldið fram að hámenning hafi látið
undan síga fyrir lágmenningu eða skemmtana-
iðnaði sem er rekinn áfram af markaðsöflunum.
í því samhengi er yfirleitt talað um „markaðinn"
sem sjálfstæða veru sem komi andstyggilegum
gróðasjónarmiðum til leiðar. Orðið markaður
þýðir þó aðeins svæði sem hefur verið markað
af til kaupskapar og er sú merking enn rétt á
okkar tímum. Innan markaðanna er síðan fólk.
Orðið markaður í eintölu er aðeins annað orð
yfir íslensku þjóðina þegar hún kaupir eitthvað
og selur. Það er því ekkert markaðnum að
kenna í sjálfu sér. Hann er aðeins spegill þjóðfé-
lagsins og hefur sama bókmenntasmekk og
þjóðin sjálf. Þetta þýðir einfaldlega að markað-
irnir endurspegla aðeins þá hugarfarsbreytingu
sem þegar hefur átt sér stað. Ef bandarískur
almenningur hefði raunverulega áhuga á
verkum Shakespeares stæði ekki á skemmt-
anaiðnaðinum að koma þeim til skila. Þetta
leiðir hugann að því lögmáli að góðar bók-
menntir verða alltaf fyrst metnar
vegna þess að þær eru skemmti-
legar. Skáldin gegna hér lykilhlut-
verki, en þau eru aflvana nema þeim
heppnist að ná athygli þess mikil-
væga fólks sem hefur það auknefni
að kallast venjulegt. En venjulegt fólk
tekur aðeins við skemmtilegum bók-
menntaverkum og hatar alla tilgerð.
íslendingasögurnar höfðu gifurleg
áhrif á íslenskt samfélag á nítjándu
öld - hvort sem átt er við menningu
eða pólitík - vegna þess að þær voru
sameign alþýðu og menntamanna
með sama hætti og Shakespeare í
villta vestrinu. Líklega mátti segja hið
sama um bækur Halldórs Laxness um miðja
öldina, enda ferðaðist hann um landið með
vasabók þar sem hann skráði hjá sér tal alþýðu-
fólks er hann varð vitni að. Verk hans voru
umdeild en þjóðin las þau. Laxness var fyrst og
fremst skemmtilegur sagnamaður líkt og hinn
nafnlausi höfundur Njálu og hinn nafnkunni
Shakespeare frá Stratford.
Verkefni Fjölnissinna með endurreisn íslensk-
unnar á grundvelli fornsagnanna er ekki eina
dæmið um hvernig skáld hafa getað búið til nýja
alþýðumenningu í ákveðnu augnamiði. Laxness
og aðrir rauðir pennar höfðu það markmið um
miðja tuttugustu öld að færa stéttabaráttu og
kommúnisma til þjóðarinnar. Það heppnaðist
reyndar býsna vel og mun betur en annars
staðar á Norðurlöndunum þar sem kommún-
istaflokkar áttu fremur erfitt uppdráttar. Vitan-
lega líta þessar pólitísku skoðanir sem var
laumað ofan í landsmenn fremur herfilega út nú
á tímum, en bókmenntagildi þessarar rauðu
alþýðumenningar er hins vegar fremur mikið.
Raunar er svo komið að bestu rauðu pennunum
hefur verið lyft á stall hámenningar fyrir ofan
alþýðuna. Þannig er næsta líklegt að hin opin-
bera tilbeiðsla á Halldóri Laxness - sem nú er
að komast í móð - muni jafnframt gera verk
hans fjarlæg og óárennileg fyrir venjulegt fólk
sem óttast að fá harðlífi af neyslu slíkra gull-
korna sem bækur nóbelsskáldsins eiga að
geyma. Sú þróun hefði líklega verið verulega á
móti vilja hans sjálfs svo mjög sem hann sóttist
eftir því að hafa raunveruleg áhrif um sína daga.
Vinsældir Shakespeares í villta vestrinu sýna
vel að list og skemmtun getur hæglega verið
eitt. Og það er merki um fordóma nútímafólks
að geta ekki hugsað sér kúreka njóta leiksýn-
inga í stað þess að drekka og slást. Ennfremur
hættir nútímafólki til að gera of lítið úr forfeðr-
um sínum í moldarkofunum sem voru þrátt fyrir
allt betur bókmenntaðir en helftin af þjóðinni er
nú, þrátt fyrir að hafa aldrei farið í skóla. Hvorki
fátækt, erfiðisvinna né skortur á formlegri skóla-
göngu þarf að tákna menningarleysi. Þvert á
móti. Listir eiga ekki að vera eitthvað sem fólk
getur aðeins notið eftir langan undirbúning og
skólagöngu og eru það ekki í raun og veru.
Alþýðan býr yfir sköpunargáfu sem skortir oft á
hærri stöðum. Og þegar alþýðulist er gerð að
hámenningu er oft sem hún verði að steini -
klassík - sem ekki er lengur ætluð til gamans
nema fyrir fáa útvalda. Aftur á móti getur al-
múginn oft verið ansi vegalaus og villst með
sköpunargáfuna í lítilsiglda hluti ef hann hefur
ekki stefnumið af bókmenntaarfleið eða menn-
ingarvitum þjóðarinnar. Hér verður að ríkja jafn-
vægi í anda þess sem Jónas Hallgrímsson talaði
fyrir á sínum tíma og var grundvöllurinn fyrir
menningarbyltingu Fjölnissinna og tilvist ís-
lenskrar menningar eins og vér þekkjum hana nú.
Heimildaskrá
Barzun, Jacques. Fram Dawn to Decadanœ: 500
Years of Western Cultural Life. New York, 2000.
Bloom, Harold. Shakespeare: The Invention of the
Human. New York, 1998.
Buruma, lan. Anglomania: An European Love Affair.
NewYork, 1998.
Guðjón Friðriksson. Með sverðið í annarrí hendi en
plóginn í hinni: Saga Jónasar frá Hriflu. Reykjavík,
1991.
Levine, Lawrence. Highbrow/Lowbrow: The Emer-
gence of Cultural Hierarchy in America. New York,
1990.
Tocqueville, Alexis. Democracy in America [1835-
1839]. Þýðing: George Lawrence, Baltimore, 1966.
Ásgeir Jónsson (f. 1970) er doktor [ hagfræði og starfar sem
sérfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla fslands.