Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 3

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 3
ö/f- 'biO^ Framtíð tímaritsins Vonir standa til að Tímarit Máis og menningar fái endurnýjaðan lífsþrótt, en Bókmenntafélagið Mál og menning hefur samþykkt að taka við tímaritinu af Eddu - útgáfu. Stefnt er að þvi að útgáfa á þess vegum hefjist strax á næsta ári. Á stjórnarfundi Eddu þann 9. júlí sl. var ákveðið að hætta útgáfu Tímarits Máls og menningar á vegum Eddu frá og með hausthefti ársins. í bókun stjórnar fyrirtækisins er ákvörðunin rök- studd með því að áskrifendur séu of fáir og útgáfan hafi ekki borið sig í langan tíma. Stjórnin samþykkti jafnframt að afhenda Máli og menn- ingu - Heimskringlu - tímaritið kvaðalaust til eignar og óskoraðs notendaréttar. Ábyrgð og rekstur tímaritsins hvílir því alfarið á herðum þess félags héðan í frá. Edda - útgáfa hf. ber hins vegar ábyrgð á fjárhagslegum skuldbind- ingum vegna útgáfu þessa tölublaðs, sem er 3.-4. hefti 2003. í bréfi sem Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu, ritaði Bókmenntafélaginu, þegar ákvörð- un um framtíð tímaritsins lá fyrir, segir m.a: „Framsali á TMM til Máls og menningar - Heimskringlu fylgja góðar óskir um framtíð þessa virðulega tímarits, sem skrifað hefur stóran kafla í menningarlífið á liðinni öld." Að sögn Þrastar Ólafssonar, formanns stjórnar bókmenntafélagsins, hefur félagið fagnað þessari ráðstöfun og gengist við ábyrgð sinni. Á aðalfundi félagsráðs MM, sem haldinn var 3. sept. sl. var samþykkt að skipa undirbún- ingsnefnd sem hefði það verkefni að meta framtíðarhorfur og undirbúa frekari skref til að halda áfram útgáfu TMM á vegum bókmennta- félagsins. Þessi nefnd er opin en mun verða leidd af Halldóri Guðmundssyni og Sigurði Svavarssyni. Þeir vonast til að sem flestir vel- unnarar TMM komi að störfum nefndarinnar og sendi henni hugmyndir og tillögur en þegar nið- urstaða hennar liggur fyrir mun stjórn bók- menntafélagsins taka ákvörðun um framhaldið. „Það er eindregin von okkar að það takist að finna leið til að halda áfram útgáfunni," segir Þröstur. „Ekki hvað síst er það undir áskrif- endum og lesendum komið hvort það reynist gerlegt. Við munum gera okkar ýtrasta."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.