Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 4
Frá ritstjóra
Fyrsta hefti nýs flokks Tímarits Máls og menningar var vel tekið. „Mikið vildi ég kær-
lega að öll tímarit hefðu glatt mig jafnmikið um dagana og þetta fyrsta hefti,“ skrif-
aði þekktur rithöfundur í gamaldags lesendabréfi: „Ég bókstaflega las ritið upp til
agna. En það sem meira var og merkilegra. Mér leiddist ekkert og sumt las ég oftar
en einu sinni. Þar verð ég til dæmis að nefna greinina um myndlist eftir Aðalstein
Ingólfsson, sá kveður aldeilis fast í fót og kannski kominn tími til. Ég rúllaði upp í
hausnum á mér ferðum á söfn þegar ég var krakki, örfáum en mjög eftirminnilegum,
förnum eingöngu vegna þess að við í skólanum höfðum skrítinn kennara. ... Það er
auðvitað algjörlega nauðsynlegt að koma svona ferðum og myndlistarkennslu inn í
námskrá fyrir grunnskóla. ... Ég var líka bálskotin í greininni hans Jónasar [Sen],
hann er svo lifandi og skemmtilegur penni og fer sko ekkert í annarra manna föt.
Greinin hans og grein Aðalsteins hljóta að vekja sterk viðbrögð og sömuleiðis greinin
hans Jóns Yngva. Hún var flott og þótt ég væri ekki sammála honum um allt, frekar
en ég var sammála hinum tveimur um allt, þá hreyfði hann svo sannarlega við mér.
... Ég hafði líka ofsalega gaman af að lesa viðtalið við Stefán Jónsson. Hann er dín-
amískur maður. Og svo voru það ljóðin, maður, og sagan, kvikmyndahandritið og
allt hitt að auki. Gaman. Gaman.“
I eftirskriff sagði bréffitari að einhver hlyti að finna sig knúinn til að búa til bíó eftir
handriti Halldórs Laxness og undir það tók Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri:
„Sérstakt highlight fyrir mig var handrit HKL að Konu í buxum, tær snilld og hefði
orðið fantamynd." Sesselja G. Magnúsdóttir fann að því að ekki var minnst á dans í um-
fjölluninni um listavorið: „Dansflokkurinn er nýbúinn að framsýna, von er á þekktum
flamencodansara, Erna Ómars ffumsýnir dansverk á Listahátíð svo ekki sé minnst á að
helgina eftir páska verður norræn dansráðstefha hér á landi. Leist annars vel á blaðið.“
Raunvísindamaður sagðist vera búinn að lesa talsvert í tímaritinu: „M.a. las ég
Kristján [Jóhann Jónsson] og mér finnst hann gera þetta vel. Hann notar ekki stór-
yrði en segir ýmislegt milli línanna og sú aðferð er sterk þegar svona er háttað.“
Úr leshring sem tók heffið fyrir á fundi sínum bárust eftirfarandi ummæli: „Að-
gengilegt og læsilegt fýrir almenna lesendur. Og sérstaklega vel valin ljóðin.“ „Dálítið
miðaldra á jákvæðan hátt.“ „Breiddin fín, létt og þungt í bland, góður tíðarandaspeg-
ill.“ „Mér líst mjög vel á það; góð tenging við fortíðina en samt nýtt og ferskt og
smart. Vandaðar greinar um bókmenntir - það er sjaldséð nú til dags.“
Nú er bara að vita hvort einhver leið er að halda í horfinu!
Silja Aðalsteinsdóttir
2