Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 11
Að standa af sér slaginn
EinarKárason rithöfundur: „Það eru að sumu leyti mikil forréttindi að vera rithöf-
undur á íslandi. “ (Mynd: Einar Falur Ingólfsson)
Einars sem ásamt þeirri næstu, Gulleyjunni (1985), hefur orðið vin-
sælust - á prenti, á sviði og í bíó: Þar sem djöflaeyjan rís. Þá voru liðin
fimm ár frá því að Einar tók þá meðvituðu ákvörðun að verða atvinnu-
rithöfundur, og hafi einhver bókmenntamaður efast um réttmæti
þeirrar ákvörðunar eftir æskuverkið, Þetta eru asnar Guðjón, hvarf sá efi
með Djöflaeyjunni.
Síðan hefur Einar gefið út skáldsögurnar Fyrirheitna landið (1989),
Heimskra manna ráð (1992), Diddu dojojong og Dúa dúgnaskít sem
áður var nefnd, Kvikasilfur (1994), Norðurljós (1998), barnabókina Litla
systir og dvergarnir sjö (1999), Óvinafagnað (2001) og Storm (2003) auk
sagnasafnanna Söngur villiandarinnar (1987) og Þcettir af einkennilegum
mönnum (1996). Hann hefur samið nokkur kvikmyndahandrit og
skrifað fjölda greina í blöð og tímarit. Bækur hans hafa vel flestar verið
þýddar á tungur grannþjóðanna, einkum Norðurlandamálin og þýsku.
Skáldsagan Stormur var ein söluhæsta bók síðustu jólavertíðar. Þar
segir frá auðnuleysingjanum Eyvindi „Stormi“ Jónssyni sem engan les-
anda lætur ósnortinn. Óvíða kemst sjálfsblekkingin á hærra stig en hjá
honum, en þó að hann sé hauglöt karlremba sem aldrei horfist í augu við
eigin takmarkanir fer svo í meistaralegum meðförum Einars að hann
laumast inn undir húðina á lesanda, vekur með honum hlýju og samúð
TMM 2004 • 2
9